fimmtudagur, júní 5

Heyrðu, þetta er nú sorry excuse for a blogg!! Þannig að ég tók þá merku ákvörðun að bara hætta þessu veseni. Blogg no more. Búin að blogga á "hverjum degi" (eða svona næstum) í ca 6.5 ár. En núna erum við að fara að flytja heim til Íslands þannig að þið kíkið bara í heimsókn í staðin. Ykkur er hér með alla vega boðið í grill í Hjallahlíðina í Mosó (taka til sín sem vilja).

Síjú on ðe kleik, puss och kram, Hrönn

mánudagur, mars 3

Sko nú er ég með góða afsökun fyrir að vera ekkert búin að blogga lengi ;) Við fengum grein til baka frá einu tímariti með atriðum sem við þurfum að laga og höfum bara vissan tíma til að gera það. Þannig að allur laus tími og orka hafa farið í það. Eníveis, búið að vera nóg að gera annað. Fór í einn besta saumaklúbb sem ég hef nokkurntíman farið í hjá Beggu! Þakka bara fyrir það ;) Bæði góðar veitingar og áhugaverðar umræður og svoleiðis. Ég fór líka á þæfingarnámskeið á laugardaginn var og það var geggjað. Vissi ekki að það væri svona skemmtilegt, hvað þá einfalt. Annars er bara búið að vera nóg að gera í heimafrúarstússi, hef ekki undan við að fara í ungbarnasund, mömmugöngutúra og kaffihúsaheimsóknir. Og síðan að reyna að troða inn tíma til að vinna þar inn á milli. Þetta er bara meira en fullt djobb!

Við Ásdís skelltum okkur í skvísuferð til Englands að heimsækja Kötlu sys sem býr í bænum Brodway in Sommerset :) Hér eru einmitt mamma og Hildur sys fyrir framan húsið hennar Kötlu. Það var geggjað, fengum rosalega gott veður og meiriháttar að hitta skvísurnar og að sjálfsögðu Rob.

Hérna er síðan mynd af litlu skvísunni í ungbarnasundi :)

sunnudagur, febrúar 3

Heyrðu, ég gleymdi náttúrulega ógó merkilegu! Eiríkur hætti nefnilega með bleyju þegar við vorum á Íslandi! Ekkert smá duglegur. Hann vill samt enn hafa bleyju á nóttinni en hún er yfirleitt alltaf þurr og hann vaknar og kemur fram og biður um að fara á klósettið ef hann þarf á nóttinni. Bleyjan er meira eins og öryggisnet.

Vá bara tvær færslur á dag :)

Tadarada! Nú gerist það! Nýtt innlegg :) Eníveis, það er margt búið að gerast síðan bloggað var síðast. Kannski ekki svo skrítið, hvað eru tveir mánuðir síðan síðast, eitthvað svoleiðis :) Við fórum alla vega heim um jólin og það var alveg meiriháttar. Tókum því rólega með heimsóknir þar sem Ásdís er enn með svo lítið vökuþol og vill helst bara liggja uppi í sínu rúmi þegar hún drekkur. Ég er alla vega búin að prófa hjónarúmin hjá allmörgum félögum og skildmennum :) Síðan fórum við nokkrum sinnum í sund og fékk Ásdís að prófa líka. Eiríkur er orðinn syndur eins og selur (eða kannski meira eins og hundur þar sem þetta var hundasund) og synnti nokkrum sinnum fram og til baka í lauginni alveg sjálfur (reyndar með kúta). Síðan var margt annað brallað, Eiríkur og Georg fóru vestur í Hrísarkot með mömmu og pabba að skoða framkvæmdirnar og þegar þau komu til baka var pabbi búinn að kenna Eiríki 3 ný lög :) Eiríkur er nefnilega orðinn svo duglegur að syngja og syngur stanslaust, bókstaflega. Orðið það fyrsta sem hann gerir á morgnana að taka eins og eitt, níu lög fyrir morgunmat og síðan heldur hann bara áfram :) Þær eru meira að segja farnar aðeins að kvarta á leikskólanu, eða kannski ekki kvarta, en ein sagði við mig einn daginn að eftir að hún var búin að syngja sama lagið fyrir hann 5 sinnum í röð þá hefði hún beðið drenginn að finna sér eitthvað annað að gera :) nú væri komið nóg. Meira að segja heima á Íslandi þegar við vorum að færa hann steinsofandi milli rúma, tók hann "Allir krakkar" upp úr svefni, bara upp á stemmninguna. Uppáhalds lagið hanns akkúrat núna er "Jag hamrar och spikar och bygger en bil" sem er sama lag og "Ég negli og saga og smíða mér bát...." sem hann getur einmitt líka sungið :)

Af Ásdísi er það annars að frétta að við erum byrjaðar í ungbarnasundi sem henni finnst æðislegt! Vatnið er líka svo gott á bragðið að ég þarf að hafa mig alla við að halda andlitinu á henni uppi svo hún drekki ekki hálfa laugina. Hún alla vega nýtur sundsins í botn. Síðan er hún komin með tvær tennur og er farin að sitja. Svaka dugleg. Ég er aðeins farin að gefa henni grænmetismauk að smakka og henni fynnst það meiriháttar. Þó hún sé búin að drekka fulla gjöf þá hámar hún gulrótarmauk eða kartöflur eða eitthvað álíka spennandi. En hún vex og dafnar og ennþá ótrúlega róleg og sátt. En hún lætur nú heyra í sér ef henni er eitthvað misboðið og athugar hvað hún getur öskrað hátt :)

Jæja, þetta var nú ágætis færsla, tel nú skuld mína við samfélagið greidda. Myndir verða settar inn síðar :)

kram

laugardagur, nóvember 17

Annars er ég búin að setja inn myndir hjá krökkunum og fullt af vídeói af Ásdísi.

Eiríkur er nú áhugasamur um margt, en það er fátt jafn spennandi og myndavélar, hvort sem það eru vídeómyndavélar eða venjulegar. Reyndar er fátt jafn skemmtilegt og að láta taka vídeómynd af sér dansa og sjá beint á skjánum á vélinni. Alltaf þegar á að reyna að taka mynd af honum eða systur hans þá heimtar hann vélina og fer að taka sjálfur myndir (thank god for digital cameras :) !) . Flestar myndirnar eru bara eitthvað út í bláinn, honum finnst t.d. gaman að fara inn í svefnherbergi þegar það er dimmt til að sjá flassið lýsa upp allt :) En sumar myndirnar eru af einhverju. Alla vega hér er ein af inniskónnum mínum :)


Hér er mynd af Ásdísi litlu sys

Hér er sjálfsmynd


Hérna tók hann mynd af mér

fimmtudagur, nóvember 1

Jæja, einni kúkableyju og smá brjóstamjólk seinna
Við Ásdís fórum nefnilega í klippingu í gær, ja það er, ég fór í klippingu og Ásdís fékk sér bjútíblund. Er búin að finna ágætis hárgreiðslukonu sem er óhrædd við að prófa nýtt og, sem er mjög óvenjulegt, klippa öðruvísi en sítt og lita ljóst :) Hins vegar er gallinn á henni að hún talar alveg rosalega mikið. Ég hef aldrei hitt aðra eins kjaftakvörn. Reyndar er hún þræl skemmtileg þannig að yfirleitt kemur það ekki að sök. En í gær þá talaði hún svo svakalega mikið að hún klippti mig allt allt of stutt. Ég sem var búin að reyna að safna til að breyta um hárgreiðslu. Svo sem ekkert hræðilegt, kann ágætlega við þessa klippingu. En í staðin fyrir að fara í þunglyndi þá fór ég bara heim og litaði hárið rautt :) Georg er ekki alveg sannfærður um ágæti litsins, en mér finnst ég ógó mikil pía :) Vonandi gengur það bara betur næst að breyta um hárgreiðslu.

Við Eiríkur fórum með strætó og lest í gær í bólusetningu. Við vorum búin að ræða þetta kvöldið áður og um morguninn að við ætluðum til læknisins sem ætlaði að stinga í lærið á honum og það yrði ekkert rosalega vont. Eiríkur var alveg sáttur við það og var voða spenntur að fara með strætó og lest, en það er eitt af uppáhalds verkefnunum hans :) Síðan komum við til læknisins og hann var voða þægur, sat í fanginu á mér og við drógum niður buxurnar. Hann kvartaði aðeins undan stungunni en fannst síðan vont að láta dæla lyfinu í lærið og fór aðeins að gráta og sagði svo "Eiki meiddi sig". Hann var meira að segja það móðgaður út í lækninn að hann vildi ekki fá hjá henni límmiða í verðlaun. En sem betur fer var stór traktor í biðstofunni sem hann gat hjólað á og það eyddi sorginni. Hann vildi meira að segja segja bless við lækninn þegar við fórum. Síðan var hann svo kátur á eftir að hann vildi ekki einu sinni ís í verðlaun :) þannig að við tókum bara lestina heim aftur. Sem betur fer hefur hann ekki sýnt nein viðbrögð gegn sprautunni, fékk ekki einu sinni hita. Ætli áhrifin hafi ekki bara hoppað yfir á Ásdísi því hún vaknaði með hita í morgun. Vona bara að það sé einhver hitatoppur og hún sé ekki að verða veik. Jæja, verð að sinna lítilli dömu sem er að kvarta undan kúkableyju.

þriðjudagur, október 30

Nóg að gera

Já það er búið að vera allt á fullu hér á bænum, enginn tími til að blogga. Aðalfréttirnar eru náttúrulega frá dömunni á heimilinu sem velti sér í fyrsta skiptið frá maga yfir á bak á þriðjudaginn var, 10 vikna gömul. Ekkert smá dugleg. Við erum samt ekki búin að ná herlegheitunum á myndband, enda gerist þetta ekki í hvert skipti sem hún er sett á magan, oftast verður hún bara fúl og kvartar. Síðan á laugardaginn fórum við Eiríkur í heimsókn til Emelíu og Önnu Eirar að leika meðan Ásdís og Georg voru heima að slappa af. Ásdís er nefnilega orðin svo dugleg að drekka úr pela þannig að ég er farin að safna byrgðum af mjólk í frystinn. Voða þægilegt að geta skroppið aðeins frá eða verið ein með Eika. Ætlum kannski að skella okkur í sund með Lísu vinkonu hans fljótlega. Sunnudagurinn var nú hálf misheppnaður. Þá breyttist klukkan þannig að við erum komin á vetrartíma. Eiríkur ákvað samt að fara aðra leið en fjöldinn eins og svo oft áður og stillti sig inn á Moskvutíma, sem þýddi það að ég var dregin á fætur kl 4 (já fjögur um nótt!!!) til að gera graut handa eldhressum strumpi. Restin af deginum fór í það að reyna að safna upp smá svefni en seinnipartinn fórum við í stórglæsilegt pönnukökuboð hjá Beggu og Ingó. Þá gat Eiríkur líka hlaupið af sér smá orku með Hilmi félaga sínum og sofnaði örþreyttur um kvöldið. Greinilegt að dagurinn var frekar langur þar sem hann svaf síðan til hálf átta í gær :) En nú erum við alla vega komin á vetrartíma og aðeins 1 klst munur milli Svíþjóðar og Íslands. Á morgun ætlum við Eiki líka að vera aðeins ein, reyndar ekki eins skemmtilegt þar sem ég ætla með hann í bólusetningu :) En þá verður hann bólusettur gegn pneumokock (eða eitthvað svoleiðis). Er reyndar ekki búin að segja honum frá því en við ræðum þetta í kvöld. Efast um að hann verði hrifinn.

föstudagur, október 19

IgNobel heimasíðan: http://www.improbable.com/

Talandi um igNobel, þá fór ég aðeins að leita á netinu. Skilgreiningin á igNobel er víst vísindi sem fyrst fá mann til að hlægja og síðan til að hugsa. Eða rannsóknir sem ekki er hægt, og á ekki að endurtaka. Árið 2005 fóru eðlisfræðiverðlaunin til nokkurra Ástrala sem hafa látið þykka tjöru renna úr íláti frá 1929 og komist að því að það dettur 1 dropi uþb níunda hvert ár. Efnafræðiverðlaunin það ár fór til tveggja Ameríkana við háskólan í Minnesota sem gerðu tilraunir með það hvort menn syntu hraðar eða hægar í sírópi. Lækisfræðiverðlaunin fékk fyrirtæki sem framleiddi gervieistu fyrir hunda sem höfðu verið geldir og fengust í mismunandi stærðum og mýkt. Árið 2004 fengu Svíar líffræðiverðlaunin fyrir það að finna það út að síld virðist tala saman með því að prumpa og fengu þeir ekki birta greinina fyrr en 2003 þar sem rannsóknin hafði verið "hemligstämplad" (leyndarmál) í 10 ár. Þeir höfðu gert rannsóknina fyrir herinn þar sem þeir voru að rannsaka hljóð sem gerði kafbátaleit erfitt fyrir. Þá kom í ljós að þetta voru prumpandi síldartorfur. Það árið fékk Vatíkanið viðskiptarverðlaunin fyrir að hafa leigt fyrirbænir til Indlands, en þeir voru víst þeir einu sem ekki sendu fulltrúa til verðlaunarafhendingarinnar. Árið 2002 fékk enskur líffræðingur líffræðiverðlaunin fyrir rannsóknir á því hvernig strútar laðast að vinnumönnum í strútsræktargörðum á pörunartíma. Stærðfræðiverðlaunin fóru til Indlands fyrir nálgun á heildaryfirborðsflatarmáli indverska fílsins. Ótrúlegt hvað mönnum dettur í hug. Þessar upplýsingar fengust líka á DN en eflaust má finna tæmandi lista á google.

Slappur eftir flugið? Fáðu þér eina Viggu.

Las það um daginn í DN að í tilefni nóbelsverðlaunanna þá eru náttúrulega alltaf gefin igNobel, nokkurskonar antiNobel, til þeirra sem eru að stunda frekar "tilgangslaus" vísindi. Ekki það að það sé til tilgangslaus vísindi, en sumir eru kannski að skoða skondnari hluti en aðrir. T.d. sú sem fékk efnafræðiverðlaunin var að skoða leiðir til að vinna vanillu úr kúamykju. Sú sem fékk verðlaunin í bókmenntum var að rannsaka notkun á orðinu"the" og þá aðalega vandræðum sem greinirinn veldur í röðum orða í stafrófsröð. Hvort það voru líffræðiverðilaunin eða í lyfjafræði, þá var það maður sem fékk verðlaunin vegna þess að hann hafði sýnt fram á að það væri hægt að lækna flugþreytu hjá hömstrum með að gefa þeim viagra! Gott fyrir hamstra sem fljúga mikið. Kannski ekkert skrítið að þeir verði hressir þar sem þeir hugsa líklega um eitthvað allt annað en flugþreytu þegar það er búið er að dæla í þá viagra. Þá veit maður það næst þegar maður þarf að fljúga. Ætli maður geti fengið skrifað upp á þetta hjá lækni, eins og sjóveikistöflur.