föstudagur, febrúar 27

Í gær horfðum við Linda og Georg á myndina "Lost in translation" með honum Bill Murray. Mjög skemmtileg mynd, hef reyndar aldrei verið sérlega hrifin af Bill Murray en fannst hann standa sig vel hérna. Mæli með henni

þriðjudagur, febrúar 24

Nóg að gera eins og alltaf. Fórum til Uppsala á laugardaginn, fyrst í heimsókn til Örnu og Karvels en síðan í innfluttnings/afmælispartý til Bryndísar og Gumma. Þar var blandað Íslendingar/Svíar en þegar líða fór á kvöldið fór hlutfallið að hallast í átt að íslendingunum. Geggjað stuð alla vega og þökkum góðar veitingar. Við fengum að gista síðan hjá Örnu og Karvel en á sunnudaginn komum við aðeins við hjá Sigrúnu og Snævari í ljúffengar nýbakaðar bollur, geggjað gott, en fórum síðan bara snemma í bæinn þar sem bæði ég og Emelía vorum að fara í próf daginn eftir. Skyndiprófið gekk ágætlega hjá mér held ég, er reyndar ekki búin að fá neinar niðurstöður en það kemur vonandi fljótlega. Í dag eftir hádegi vorum við nokkur með kynningu á rannsóknunum okkar á kúrsinum sem haldinn á stofnunninni, organisk miljökemi, og kynnti ég m.a. sérverkefni sem ég er með og á að byrja með haustinu, og viti menn, held að ég sé komin með nema í það, ein stelpa sem er á kúrsinum sem var áhugasöm. Verkefnið verður annars að mæla mengun og metabólíta í hákarlinum góða. Mjög spennandi. Gaman að því að þegar ég sagði prófessornum mínum frá því þá faðmaði hann mig, hann var svo ánægður, en hann er sérstaklega áhugasamur um hákarlinn og langar svo mikið að gera eitthvað með hann. Ágætt að fólk hafi sér áhugamál.

föstudagur, febrúar 20

Fór í gærkvöldi með Jönu og Andreasi og eitthvað af þeirra vinum á tónleika með The Ravonettes á Mosebacke. Fórum fyrst á Carmen og fengum okkur hamborgara og bjór sem var mjög næs. Upphitunarbandið var The Veil (eða eitthvað svoleiði) sem voru allt í lagi svo sem, blanda af Blur og Pulp samt einhvernvegin enn vælulegri. Ravonettes voru ekkert spes svo sem, þegar maður var búin að hlusta á fyrstu tvö lögin þá má eiginlega segja að maður hafi heyrt restina. Í dag er ég annars bara búin að vera að læra fyrir skyndiprófið á mánudaginn, geggjað stuð, en á morgun förum við Stokkhólmsbúar í heimsókn til Uppsalabúanna í innfluttnings og afmælispartý hjá Bryndísi og Gumma :)

mánudagur, febrúar 16

Á laugardaginn var ársfundur TRIQ biljardsklúbbsins okkar sem byrjaði kl 12 og var til 14. Við stelpurnar skráðum okkur sérstaklega í klúbbinn til að fá að taka þátt í klubbmeistarakeppninni sem var síðan haldin beint á eftir. Ég er samt víst orðinn varamaður í stjórn TRIQ :) Íslendingunum gekk samt ekkert sérlega vel í keppninni, komumst varla neitt áfram. Ég spilaði fyrsta leik móti Tessan og tapaði og Emelía spilaði á móti Tony sem er elitspilari og tapaði líka :( Auður spilaði á móti Ann-Sofie sem er svíþjóðarmeistari í snóker kvenna og vann held ég silfur í biljard kvenna í svíþjóð :) þannig að Auður tapaði líka. Síðan lentum ég og Emelía á móti hvor annarri og ég tapaði aftur :( þannig að við riðum ekki feitum hesti frá þeirri keppni. Samt vorum við Emelía í keppnissokkunum okkar og allt!! Greinilega ekki alveg nóg. Seinna um kvöldið var úrslitaleikur sem enginn íslendingur var með þannig að hann er algjörlega óáhugaverður. En þá fengum við hin okkur bara smá bjór og fylgdumst með en eftir það vorum við frekar fá eftir og var bara spilað dart, drukkinn bjór og spila smá meira biljard. Fínt kvöld alveg hreint :) Sunnudagurinn fór bara í afslöppun tiltekt og lestur í bókinni "massspektrometry for dummies" :) eða eitthvað svoleiðis.

fimmtudagur, febrúar 12

Þeim sem fannst gaman að mörgæsaspilinu, þá er komin öðruvísi versjón hér!

Spennandi! Búið að vera svo gaman í vinnunni, er nefnilega með óþekktan topp hjá mér sem ég veit ekki hvað er. Gaman að reyna ýmiss test og mismunandi aðferðir til að reyna að útiloka ýmiss efni og reyna að þrengja hópinn af grunuðum. Síðan er skemmtilegt að ég er akkúrat að lesa kúrs í massspectrometry og það náttúrulega kemur að ýmsum notum við spæjaravinnuna. Verst er nú samt að vera ekki með hann Grisom úr CSI hérna, hann myndi líklega leysa gátuna á örskotsstundu :)

þriðjudagur, febrúar 10

úúúúu ég reyndi síðan að fylla í eins geðveikislega og ég gat og þá fékk ég þessa tölu:

I am the number
666
I am evil

_

what number are you?

this quiz by orsa


I am the number
2
I am friendly

_

what number are you?

this quiz by orsa


Ég er líka 2. Allir sem ég hef séð gera þetta próf eru líka 2. Dularfullt

Úff komst að því í dag í kúrsinum að það er víst kominn tími til að opna bókina og byrja að lesa :) Ætlaði að vera svakalega dugleg um helgina, en ákvað á laugardaginn að ég væri þreytt og tók bara til og svoleiðis, ætlaði að vera svaka dugleg á sunnudaginn en matarboð hjá Rasmusi á laugardagskvöldinu setti smávægilegt strik í reikninginn :) þannig að það var víst ekki mikið gert þann sunnudaginn :) En í kvöld ætla ég bara beint heim eftir vinnu og lesa fullt. Er komið óþyrmilega mikið út í skammstafanir í kúrsinum, en kúrsinn er að verða skemmtilegri og skemmtilegri þannig að það er pósitíft.

föstudagur, febrúar 6

Ég er sko alveg sammála henni Auði í dag!! Ekki það að ég sé eitthvað oft ósammála henni en ofurhjálpsamir karlmenn eru bara alveg óþolandi. Ég veit að þeir vilja vel og þeir halda örugglega sjálfir að þeir séu svaka góðir, en mér finnst bara eins og það sé verið að niðurlægja mann hrikalega mikið með því að vera að gera ráð fyrir því að maður geti ekki eitthvað sjálfur, jafnvel þó maður sé alveg á fullu að gera hlutinn. Eins og þetta með að spila biljard, ef stelpa kemur ein inn á biljardstað þá er ekki þar með sagt að hún sé algjörlega hjálparlaus, eða að hún sé sjálfkrafa að leita að maka eða eitthvað svoleiðis. Kannski finnst henni bara gaman að spila biljard EIN við sjálfa sig. Við kvennmenn erum nefnilega fæddar með vissan eiginleika sem oft skortir í marga karlmenn.

VIÐ GETUM BEÐIÐ UM HJÁLP EF OKKUR VANTAR HANA!!!!!!!!

Þannig að ef við biðjum ekki um hjálp þá er það líklega vegna þess að við þurfum ekki hjálp

By the way það er ekkert smá óþolandi að reyna að hringja inn á stúdentaskrifstofuna og enginn svarar!

fimmtudagur, febrúar 5

Dísis, fékk óþyrmilega að vita að ég er víst orðin fullorðin eftir að hafa reiknað fullorðinsstigin mín hjá Auði og Emelíu. Verð víst bara að bíta í það súra epli. En eins og ég sagði hjá þeim að mér finnst hálf pathetic að manneskjur komnar langt á fertugsaldurinn séu eitthvað að þræta fyrir að vera orðin fullorðin (eins og mjög margir Stokkhólmsbúar gera) og eru endalaust að reikna fullorðinsstig (vuxenpoäng) en mér finnst það vera talsverður munur á að vera fullorðinn og vera þroskaður. Ég myndi t.d. segja að ég væri fullorðin (úff hljómar reyndar betur á sænsku) en kannski ekki alveg þroskuð. Síðan getur maður talað um að maður taki ábyrgð á eigin lífi og það er ekki það sama og vera fullorðinn þ.s. margir fullorðnir taka ekki ábyrgð á eigin lífi eða gjörðum. T.d. ein sem er að vinna með mér, orðin 35 ára vildi ekki kaupa sér 160 cm breitt rúm, keypti sér 140, þ.s. henni fannst það vera of fullorðið að kaupa 160 cm rúm!!! Þetta er kannski spurning bara um að lifa í afneitun.

miðvikudagur, febrúar 4

Ef þetta er ekki hættulega ávanabindandi :)

Komið sumarveður hérna í Stokkhólmi, 6 stiga hiti og sól. Kemur á móti að snjórinn er allur farinn, sem er kannski ekki svo svakalega slæmt. Vona bara að hann nái að fara allur áður en það byrjar að snjóa aftur ef það á að koma meiri snjór. Annars allt gott að frétta. Sérstaklega þegar ég frétti að ég þarf ekki að taka skyndiprófið sem átti að vera á mánudaginn þar sem ég les bara hluta af kúrsinum. Allt það sem verður prófað úr á skyndiprófinu mun ekki koma á mínu prófi :) Ætla samt að reyna að gera æfingarskyndiprófið sem ég er með. Samt er næsta skyndipróf eftir rúmar tvær vikur. Svakalega líður tíminn hratt.

þriðjudagur, febrúar 3

Mikið hefur verið talað um Janet og Justin og óvænta brjóstasýningu þeirra bæði í BNA og annarsstaðar á öldum netmiðlanna. Alveg merkilegt hvað þetta er orðið mikið hneyksli og brjóstið á Janet líklega orðið eitt af frægari brjóstum í dag :) Mér finnst bara að ef það er virkilega til mannsbarn (sama hversu gamalt það er) í heiminum sem ekki hefur séð kvennmansbrjóst, þá er örugglega löngu kominn tími til að sjá eitt.