miðvikudagur, júlí 31

RIGNING
Að sjálfsögðu þurfti að rigna á leiðinni heim. Hefði svo sem verið allt í lagi nema það að ég var að prófa nýja skvísubakpokann sem ég fékk frá mömmu og þeim í afmælisgjöf í skvísupilsinu mínu þannig að regnhlífin mín var í gamla veskinu heima :o( Varð ekkert smá blaut. Gaman að því hvað það snarkaði í háspennu línunni í rigningunni sem ég þar alltaf að labba undir á leiðinni heim.

Foringinn hefur talað!
Thrael skemmtileg grein eftir Stormskerinn um fegurdarsamkeppnir.

Silfurskotta
Thegar eg aetladi ad klaeda mig i utiskonna i morgun a leid til vinnu tha maetti mer risa silfurskotta (saenska=silverfisk), blikkadi mig sakleysislega og baud godan daginn. Eg akvad nu ad i thetta skiptid tha vaeri oruggara ad bidja hugrakkan mann minn ad bjarga mer tho ad eg se 100% a thvi ad kvennfolk eigi ad bjarga ser sjalft. Fae alveg graenar bolur a oaedri endann thegar madur ser einhverjar skvisur uti i vegakannti, lyftandi pilsinu til ad fa einhvern saklausan karlmann til ad eydileggja buxurnar sinar vid thad ad skipta um dekk a bil skvisunnar, sem thakka svo fyrir sig og segja "GVOOOOD hvad thu ert klar og aedislegur og eg hefdi daid ef thu hefdir ekki komid og bjargad mer......." En aftur ad silfurskottunni. Ad sjalfsogdu thurfti liffraedingurinn madurinn minn ad tilkynna mer thad ad i raun vaeri gott ad hafa silfurskottur thvi ad thaer borda kvikindi sem eru slaem fyrir menn og bla bla bla.... mer finnst bara ad thaer geti tha alla vega falid sig almennilega svo eg sjai thaer ekki. Eru kannski half saetar thegar madur fer ad hugsa um thad........ en nei....vil ekki hafa thaer! Eins gott ad eg bui i blokk, get kennt nagrannanum um ad hafa skitugt til ad ala silfurskotturnar. Allavega ekki skitugt hja mjer nei nei. Held samt ad eg ryksugi thegar eg kem heim....og kannski skura lika......oj

Snidugur kisi
Svo er verid ad segja ad kettir og onnur gaeludyr sjeu skynlausar skepnur. Thessum kisa tokst nu ad sanna hid gagnstaeda.

þriðjudagur, júlí 30

Stripur
Tha er madur loksins buinn ad gera eitthvad vid thessari 10 cm longu rot sem madur var kominn med og buin ad lata lita aftur :o) Var eiginlega haett ad vera rot heldur var svona med sma lit a endunum hehe. For aftur a somu stofu og for a sidast sem var tha frekar odyr midad vid flesta adra stadi en eg held ad annad hvort se komin odaverdbolga i Sverige eda their hafi akvedid ad nu thydi thad ekki lengur ad vera med eitthvad halfkak i verdinu thvi eg held ad verdid hafi naestum thvi tvofaldast en samt var tvofalt dyrara seinast thegar eg for og thad kostar heima ad fara i klippingu og litun. Eg held ad naest tha borgi thad sig ad kaupa bara flugmida heim og lata klippa og lita thar :o(

mánudagur, júlí 29

Mygl
Eg verd tho ad thakka fyrir ad eg er ekki eins myglud og Soffia tho ad thad hafi verid erfitt ad vakna i morgun og ekki gert mikid af viti i dag.

Enn einn mygladur manudagur
Tha er madur maettur til vinnu aftur eftir skemmtilega helgi :o) Thad var semsagt tjaldferdalag ut i skerjagardin a litla eyju thar sem vinkona min er med bustad. Thar var haugur af folki fra olikum londum, og mikid stud og djamm a folkinu. Var kveiktur vardeldur thar sem var grillad og sungid og spilad a gitar og svo natturulega synt og sullad a tveggja tima fresti i eystrasaltinu. Leit nu meira ut fyrir ad vera a thar sem eyjarnar eru svo thett tharna og vatnid ekki mjog salt en thetta var alveg geggjad, serstaklega thar sem vid vorum mjog heppin med vedur, glampandi sol og orugglega nalaegt 30 stiga hita sem a ad endast eitthvad fram i vikuna. Sidan for madur natturulega ekki ad sofa fyrr en seint og sidarmeir og vaknadi eftir kannski 3 tima svefn thvi ad eg held ad tjaldinu hafi verid tjaldad a klopp. Svefnpokarnir voru reyndar alveg ad virka. Var reyndar enginn frjosemisdans dansadur :o( verdum bara ad eiga thad inni. Hins vegar var eg ad komast ad thvi ad eg er engin sma fimleika hetja!! En einn felaginn er djupt sokkin i heim fimleikanna og var ad lyfta okkur vinkonunum og lata okkur standa a hondum a hnjanum a ser og a einni lopp a oxlunum og eitthvad svaka flokid, er nu ekki fra thvi ad thetta hefdi gengid toluvert betur ef madur hefdi ekki verid eins mikid i glasi hehe. Gaman ad thvi ad svo er madur ad finna minningar um helgina svona her og thar um likaman eftir moskitoflugurnar, var samt med svona fluguvorn en veit ekki hvernig madur vaeri ef madur hefdi ekki borid a sig vonda lykt.

laugardagur, júlí 27

Útilega
Þá er það bara að pakka og fara að koma sér út á umferðamiðstöð til að taka bussinn í útileguna. Hafið það gott um helgina.

föstudagur, júlí 26

Svefnpokar í höfn
Fór í útivistarverslun áðan og keypti tvo svefnpoka fyrir helgina, kostuðu ekki nema 199 sænskar stykkið, ákvað að það væri betra að splæsa í þá en að taka tvö teppi með í útileguna á morgun. Verð að muna að taka með myndavél þar sem einn vinnufélaginn er búinn að lofa að dansa frjósemisdans um miðnætti en seinast þegar hann dansaði frjósemisdans þá var hann nakinn með hreindýrahorn á höfðinu hehe. Annars var ég að horfa á þátt í nýja fína sjónvarpinu um daginn sem var á ensku, ekki kannski frásögu færandi, nema það að ein fjölhæf leikkonan beitti fyrir sig frönsku á vissum tímapunktum sem er kannski ekki heldur frásögu færandi. En þegar var komið að því að texta þessa frönsku þá var ekki þýtt yfir á sænsku það sem hún sagði sem manni hefði kannsku fundið eðlilegt þar sem við erum í Svíþjóð heldur skrifað allt á frönsku!! Bara svona ef fólk hefði misst af einhverju sem hún sagði þannig að það færi ekkert á milli mála!! BIG HELP!!!

fimmtudagur, júlí 25

A ekkert sma fraegan stinkskap
Eg er ogedslega fraeg!! Thannig er mal med vexti ad thad var stofnunin sem eg er a sem kom fyrst med thetta acrylamide daemi. Nuna er BBC hlaupandi um gangana herna til ad taka mynd af slottinu og their standa inni i minum stinkskap, jaeja standa kannski ekki inni i honum en vid hann :o) Eg fae nu reyndar ekki ad vera med enda kom eg ekkert nalaegt thessu fari :o( En eg er samt ogedslega fraeg. Nu er thad bara ad horfa a BBC naestu dagana til ad reyna ad sja stinkskapinn minn i sjonvarpinu.

Hestavandraedi
Soffia skvis er nu ekki ein um ad ruglast a svona hlutum, madur fraenku minnar lennti i thessu ad hann aetladi ad saekja blakkan hest sinn i haga en var naerri thvi buin ad taka blakka meri MED STJORNU i thokkabot og skilja aumingja Blakk sinn eftir med folaldid, hann hefdi ordid svona nokkurskonar einstaedur fadir hehe. Thetta gerdist fyrir morgum arum en hann er enn held eg half vidkvaemur fyrir thessu. Hann reyndar komst ekki svo langt ad fara med vitlausan hest i baeinn hehehe.

Ammli
Tok med sahcer koku i vinnuna i gaer og bestu islensku ponnukokur sem thau hofdu smakkad, held reyndar ekki ad thau hafi smakkad islenskar ponnsur adur en thad er annad mal.

þriðjudagur, júlí 23

SKÍTA BÚLLA!!!
Svíar eru nú framarlega á mörgum sviðum en aftarlega á öðrum en þegar kemur að kortanotkun þá eru þeir svo aftarlega á merinni að þeir eru hreinlega dottnir af baki! Ég, barnalegur Íslendingurinn hélt að ég byggi í siðmenntuðu þjóðfélagi, böt boj vas æ rong. Ef að þið hélduð að Bónus í Hafnarfirði væri geitvei tú hell þá ættuð þið að koma í skítabúlluna sem er í hverfinu hjá okkur. Þar fá sko flugurnar að vera í friði og ávextirnir að mygla og þar er EKKERT TIL!! En það hefur komið fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að maður hefur þurft frá að hverfa vegna þess að það er miði á hurðinni sem stendur að það sé feill í kerfinu og þeir taka ekki við kortum akkúrat núna. Það hefur líka oft komið fyrir að þegar maður er búinn að versla og ætlar að fara að borga við kassann þá kemur akkúrat þessi feill upp. Þessu hefur nú yfirleitt verið bjargað með því að hlaupa niður í skóla og í hraðbankann þar. Í kvöld kom þetta einmitt fyrir og eins og alltaf þá voru beljurnar við kassan jafn hissa. Ég tók þessu nú samt létt og hugsaði bara með mér að það væri ágætt að fá sér smá göngutúr í góða veðrinu niður í skóla (10 mín ganga) en þegar þangað var komið þá kom ég að læstum dyrum (helv... ansk... djö...) þá fór nú að síga á seinni helminginn og varð í bræði minni að þramma niður á einhverja skíta Statoil bensínstöð í nágrenninu til að kaupa mjólk í grautinn!! Og í þokkabót þá taka þeir bara vísa en ekki venjuleg kort af því bara!! SKÍTA PAKKKKKKKKK. Um leið og ég er búin að kaupa mér bíl þá ætla ég ALDREIIIIII að versla við þessa ljótu búð aftur!

Dagskra daudans
On second thought tha held eg ad midad vid dagskranna herna tha er vissara ad glapa ekki mikid. Eg held ad thad hafi verid thess vegna sem sjonvarpid okkar framdi sjalfsmord, thad vildi binda enda a omurlega tilveru sina med endalausa bingolotto thaetti og umraeduthaetti um allt og ekkert. Annars er Georg buinn ad vera ad pynta mig, hann hotar thvi ad gefa mer enga afmaelisgjof ef eg er ekki god :o( Thannig ad ef eg nudda ekki a honum taernar eda raedst a hann og kitla hann tha fae eg enga ammaelisgjof. Eg fer nu ad haetta ad nenna thessu, kaupi mer bara sjalf fina gjof.

Sjonvarpsglap
Vid fengum sjonvarpid okkar i gaer!!!!!!!!!! Jibbi Thad var sko thokkalega glapt i gaerkvoldi og nu verdur ekki farid ut fyrir hussins dyr heldur bara hangid fyrir framan tv-id og unnid upp thad sem vid misstum af medan vid vorum ekki med neitt taeki. Madur verdur nu ad komast ad thvi hvad gerdist i glaestum vonum og husinu a slettunni og Nash Bridges. Vona ad einhver hafi tekid upp fyrir okkur. (Right!!) Annars verd eg vist ad baka koku i kvold til ad taka med i vinnuna thvi eg a AMMAELI a morgun. Besta samt vid ad eiga ammaeli herna uti er ad madur tharf ekkert ad taka til eda thrifa neitt serstaklega :o)

sunnudagur, júlí 21

Tjaldferðalag.
Ég fékk flottasta boð í tjaldferðalag/partý sem ég hef fengið: http://www.ludvik.net/gillagrilla/kompatyskkalas.html spurning um að maður bara skellir sér. Þá er bara að fá lánað tjald einhversstaðar.

laugardagur, júlí 20

Nýtt sjónvarp!!
Jæja, þá erum við hjónin orðnir stoltir eigendur Philips sjónvarpstækis. Fórum í sænska Elkó og keptum okkur eitt stykki tv. Þar sem þetta er soldið langt í burtu þá létum við senda okkur það og kemur það (vonandi) á mánudaginn milli 13 og 18. Þá verður sko hægt að byrja að glápa aftur. Eins gott þar sem við keyptum okkur tvær spólur í leiðinni svona til að gera þetta almennilega, en eru svo helv... sniðug tilboð, tvær á 99 kr sænskar.

hmmmm.....

föstudagur, júlí 19

Sjónvarpsbíltúr
Jæja, þá erum við búin að fara með sjónvarpið okkar í bíltúr. Ætluðum að fara með það og láta meta það fyrir tryggingarnar og Georg og áttum við að koma með það fyrir fimm. Þannig að ég dreif mig heim úr vinnunni um fjögurleitið í þvílíkri úrhellis rigningu og hrindum á taxa og brunuðum með tækið á verkstæðið. Þegar þangað var komið þá stóð á smá miða að þeir ætluðu að loka 4 þann daginn þannig að allir voru farnir heim!! :o( Þá sáum við einhverja rússneska búllu sem auglýsti tv-viðgerðir en þegar þeir sáu tækið þá var bara sagt "no, no, dont know any KOLHSTER" þannig að við urðum bara að bíta í það súra epli að fara með tæki heim aftur í rigningunni. Ég er nú samt ekki frá því að tækið hafi eitthvað hressts við að komast aðeins út og skúrinn. Læt það nú samt vera að stinga því í samband.

Blogg postur
Jam eg held ad thetta se rett hja Soffiu, ferlegt med thetta blogg er ad madur er alveg haettur ad fa tolvupost :o(

Monty Python
Ekkert betra en ad lesa sma Monty Python, Life of Brian a sidunni hennar Audar fraenku svona snemma morguns til ad koma ser i gott skap. Sidan se eg ad Soffia hetja er ad fara ad keppa a gaedingum sinum nuna bradlega, hun baud okkur Lineyu a hestbak sidasta sumar sem var god skemmtun. Madur aetti kannski ad fara ad senda henni addaenda post (tharna kemur aðdáandi aftur) a hverjum degi til ad mykja hana adeins upp svo madur geti snykt annan utreidartur hja henni ;o)

fimmtudagur, júlí 18

Meistarinn eini og sanni
Hvad myndi madur gera ef madur hefdi ekki Finnboga vin sinn til ad bjarga ser ur heimasiduvandraedum!!!!!!!!!!!!! Nu er er buin ad fela thessa ljotu koda sem allt i einu akvadu ad birtast upp ur thurru. Eg get svarid thad ad stundum held eg ad tolvur og velbunadur og samt serstaklega softwere hafi sal, og thad er oft a thidum ekki mjog falleg sal, meira svona puki, ljotur puki sem skemmileggur allt thad fina sem madur er buinn ad gera.
Takk Finnbogi!!!

Fimmtudagur til fraegdar
Eg held reyndar ekki ad eg verdi fraeg i dag. Herna i vinnunni eru allir komnir i fri thannig ad vid erum kannski 6 eftir sem erum ad vinna. Oh hvad mig hlakkar til ad fara i fri....... Nei ekkert svona. Fri er bara fyrir aumingja, her verdur unnid myrkranna a milli...........eda ekki.

miðvikudagur, júlí 17

Sambandslausar naerbuxur
Gaman ad thvi ad thegar madur er i pilsi i vinnunni tha er madur ekki med neina vasa fyrir gemsann. Ein vinkona min bennti mer hins vegar a ad ef madur stingur gemsanum undir pilsstenginn og undir naerbrokarstrenginn tha situr hann fastur thar, helv... snidugt nema thad er eitthvad dapurt sambandid, braekurnar eru eitthvad ad dempa kontaktinn held eg hehe er med svona einangrandi braekur.

Nyr og betri dagur
Tha er madur sestur aftur vid tolvuna enda buin ad vera ferlega dugleg. Erum buin ad vera ad pakka upp leysum og efnasambondum en thad var nu meiri vidbjodurinn. Ollu er pakkad i sma plastpoka og svo ofani kassa sem er fylltur upp med efni sem sygur i sig ef eitthvad byrjar ad leka. Thetta natturulega thyrlast allt upp thegar madur er ad pakka upp og svo byrjar mann ad klaeja undan thessu thegar madur svitnar og thar sem er frekar heitt og rakt herna nuna tha vantar thad ekki ad madur svitni. Annars er sjonvarpid enntha daid :o( en vonandi verdur thvi bjargad um helgina. Svo eru Bjorg og Helgi farin heim thannig ad vid erum ordin ein i kotinu aftur. En aetla ad reyna ad gera eins og i gaer, fara snemma heim og leggjast a strondina i eins og tvo tima.......ahhhhh ja

mánudagur, júlí 15

Mygladur manudagur
Tolvan min er enntha i fylu :o( en thad verdur vist bara ad hafa thad, verst er ad mikilvaegar funksjonir eins og ad skrifa islenskan tolvupost verda half bjanalegar. Annars er gaman ad vita ad madur er ahrifameiri en madur heldur thar sem eg er buin ad smita Audi fraenku med blogginu en thad bjargadi halfpartin deginum ad lesa svona skemmtlegt snemma morguns, serstaklega thar sem mer tokst ad vakna kl 4:30 af einhverri oskiljanlegri astaedu. Bloggid hennar Audar ma lesa her. Annars er litrik en skemmtileg helgi buin. Byrjudum a thvi a fostudaginn ad keyra til Uppsala og skoda domkirkjuna thar sem er mjog falleg (er ekki enn buin ad koma mer inn i thad ad setja inn myndir thannig ad thid verdid bara ad nota imyndunaraflid eda linkana). Sidan a laugardeginum tha forum vid til Södertälje sem er fyrir sunnan baeinn og skodudum Arbaejarsafnid thar sem heitir Torekällbergets museum. Sidan komum vid heim og kveiktum i sjonvarpinu, sem er enntha i solbadi ut a svolum. Luxus svona ad hafa sjonvarp a svölunum. Vaeri meira ad segja enntha betra ef thad virkadi. A sunnudeginum forum vid svo aftur til Södertälje og skodudum Scania safnid thar (Helgi er heitur trukka addaandi (aðdáandi kemur asnalega ut a ensk-islensku)). Enivei, eftir thad keyrdum vid til Ekerö og tokum ferju til Birka sem er elsti baer svia sem vitad er um, vikingabaer sem hefur verid grafinn upp i Sviariki. Thad var doldid magnad og flott ad sja. En nuna aetla eg ad fara nidur og fa mer kaffi og med thvi.

laugardagur, júlí 13

Eldraunir og lífshætta!!!!!

Skondið, ég var svo að lesa bloggið hjá Steinunni beib þar sem spakmæli dagsins er að á hverju heimili er nauðsynlegt að hafa slökkvitæki. Ég held að ég geri það bara á mánudaginn hehe, eða kannski bara marsmellóvs, hvort ætli sé betra...... Við kannski getum bara notað gamla tækið okkar sem arinn. Eða kannski kemur bara vond lykt af því, ég held það bara.

Eldraunir og lífshætta!!!!!

Þið eruð núna að lesa grein eftir manneskju sem hefur lennt í lífsháska miklum og hefði alveg eins ekki verið frásögu færandi í dag!!! Eftir að hafa átt lukkaðan dag í Södertelje við það að skoða byggðarsafn í glampandi sól og góðu veðri OG ratað heim án þess að týnast neinstaðar þá var komið heim og lagst í sófann og planið var að slappa aðeins af. Þegar var svo kveikt á sjónvarpinu til að horfa á fréttirnar þá byrjuðu allt í einu að koma truflanir og svo slökknaði allt í einu á sjónvarpinu. Eftir að hafa ýtt á nokkra takka á fjarstýringunni og búið var að ganga úr skugga að ekki væri rafmagnslaust þá leit ég bakvið sjónvarpið til að athuga hvort að snúran hefði dottið úr sambandi. Þá allt í einu benti Helgi (maðurinn hennar tengdó) mér á það kurteisislega að það ryki upp úr sjónvarpinu. Þá kippti ég snúrunum úr sambandi og öskraði á Georg: "Sjónvarpið brennur, KOMDU UNDIR EINS" en þar sem hann náttúrulega hélt að ég væri að gera grín í honum þá þurfti ég nátturulega að öskra nokkrum sinnum sem náttúrulega með því að nágranninn barði reiðilega á vegginn. Georg kom svo hlaupandi með blauta tusku og þá voru akkúrat eldtungurnar farnar að sleikja tækið að utan og rétt náði að berja þær niður og henda svo tækinu fram af svölunum!!! Þá gerðum við okkur grein fyrir því að við höfðum verið svo nærri dauðanum að við gátum greint hvítuna í augunum á honum!! Ég verð að segja að ég lít öðrum augum á lífið í dag! að ég sé þroskaðri manneskja og ætla hér eftir að tileinka líf mitt hjálparstarfi sveltandi börnum í Eþíópíu. (Lýsingin hér að undan er sögð með nokkurnvegin réttum lýsingum, engum nöfnum hefur verið breytt en höfundur leyfir sér skáldaleyfi þegar kemur að lýsingarorðum) Ekki nóg með það að tölvan mín í vinnunni gerði uppreysn, heldur sá sjónvarpið það að tilveran væri ömurleg og ákvað að fremja sjálfsmorð!!. En öllu gamni slepptu þá var byrjað að koma logar sem Georg náði hetjulega að slökkva og tækið er núna geymt úti á svölum. Þokkalega heppilegt að við erum tilturlega nýbúin að kaupa heimilistryggingu. Gaman að því að þegar við svo hringdum í tryggingarnar og sögðum að það hefði kviknað í sjónvarpinu þá var fyrsta spurningin sem Georg fékk: "brennur enn?" Að sjálfsögðu var svarið: "jú, en ég verð að flýta mér að tilkynna þetta þar sem ég á eftir að hringja í slökkviliðið!" Skemmtileg forgangsröð hjá sumu fólki. En lán í óláni var að þetta gat ekki farið betur, íbúð systur stjúppabba Georgs (flókin fjölskylduteingsl) brann til kaldra kola út af tilturlega nýju sjónvarpi. Enda sjónvarpið okkar ekki meira en tveggja ára gamalt. Þýskt Kolhster gæðamerki!! En jæja, ætla að fara að borða túnfisksteik og tilbehör. Nánari lýsingar á því hvernig lífsháskinn breytir lífi mínu seinna.

föstudagur, júlí 12

Fostudagur!!

Nu er thad ljott!!! Tolvan min for i fylu, liklega yfir thvi ad eg var ad kvarta yfir henni og reyna ad breyta lyklabordinu thvi nuna er bara komid enskt lyklabord og hun hard neitar ad breyta aftur yfir i saenskt, og eg finn ekki tvipunkt til ad gera broskalla ARGGGG. FINE! eg verd tha bara skapgerdarlaus i dag. Annars var eg ad lesa a mogganum ad Nanoq er ad verda gjaldthrota og sa a vefnum theirra ad verslunin er bara lokud. Theim var naer ad okra svona mikid a vorunum. Eg fann tvipunkt!! :o) hehe. Annars fer Georg ad saekja bilinn i hadeginu og tha aetlum vid ad kikja til Uppsala eftir hadegi. Kannski bara ad madur rekist a Sigrunu og Snaevar sem voru i lifefnafraedinni a sama tima og eg var i efnafraedinni heima. Eda kannski ekki.

fimmtudagur, júlí 11

Thrumur og eldingar!!

Nettengd aftur!! jibbí Íslenska lyklabordid samt eitthvad ad klikka :( en reyni ad laga thad eftir fika (kaffid). Annars komu bara thrumur og eldingar thegar ég hjóladi i vinnuna i morgun!!! Stórhaettulegt. Vard ad stíga af hjólinu og draga fram regnhlífina sem ég er búin ad venja mig á ad vera alltaf med og reida hjólid í vinnuna!! Thvílíkt úrhelli. Sídan laerdi ég nýtt ord i saensku í gaer hehe, ord dagsins í saensku: Bekräfta en thad thýdir ad sanna. Thannig ad theyr segja ekki "undantaget som sannar reglan" (undantekningin sem sannar regluna) heldur "undantaget som bekräftar reglan" hehe Svo var ég og ein hérna í vinnunni ad koma upp kerfi ad thegar nýtt ord dagsins í saensku kemur thá verd ég ad nota thad tíu sinnum yfir daginn í ólíkum setningum, vandamálid er ad ég gleymi thví alltaf thangad til ad ég kem heim á kvöldin ;)

miðvikudagur, júlí 10

þá er maður kominn heim eftir HEITAN dag, nálægt 30°c!!!! og það er ekki eins gott og það hljómar!! trúið mér. Hef ekkert komist á netið í vinnunni þar sem ég er búin að pakka saman tölvunni og ekki búin að setja hana í samband aftur :( þannig að maður er búinn að vera hálfgerður hálfur maður/kona í dag.....eða eitthvað hehe kom svolítið asnalega út. What ever. En er búin að vera að flytja tölvubúnað og hillur á milli húsa og setja upp hillur og annað álíka skemmtilegt og ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi tapað eins og þó nokkrum lítrum að vatni í svita í þessum leiðinda hita. Í svona veðri á maður að sitja með bjór á sundlaugarbakka eða flatmaga á ströndinni eða eitthvað álíka letilegt. Stalst reyndar heim um fjögurleitið þar sem tengdó og þau voru að koma. Annars held ég svona þegar ég fer að hugsa um það að það er örugglega miklu betra að vera læstur inni en að hlaupa um í náttúrunni þar sem þá getur maður fengið ljóta festingu (á ensku ticks) á sig og það er hlutur sem ég hef verið að fá martraðir um eftir að við fluttum hingað. Maður ætti kannski bara að reyna að næla sér í eina til að losna við þessa hræðslu. En festin er ógeðslegt lítið skordýr sem grefur hausinn í húðina til að sjúga blóð og maður getur smitast af borelia og TBE en strákur sem við könnumst við lamaðist í tvo mánuði og var frá vinnu í meira en ár því að hann smitaðist af TBE frá festingu. ÓGEÐSLEGT!!!!!!!! :þ

þriðjudagur, júlí 9

Enn er lítið að gerast hérna í vinnunni og sólin er ekkert farin að láta sjá sig. En teljarinn farinn ad hreyfa sig. Annars koma svo Björg tengdamamma með manninn sinn Helga á morgun og þá verður tekin upp sægtsín dagskrá. Svo ætlum við líka að leigja okkur bíl um helgina og keyra eitthvað út úr bænum. Vona bara að við villumst ekki eins og síðast. Annars er Stokkhólmur mjög idíotprúf að keyra í (fyrir utan miðbæinn) þannig að maður eltir bara skiltin, mjög þægilegt og allt er merkt. En ég veit ekki hvað við gerum, vorum að pæla í að keyra kannski til Kopparberg, þar sem við vorum um hvítasunnuna en þar er mjög fínt. Svo langar mig líka til að sjá Ulriksdalsslot sem á að vera mjög flott.

Jibbí tókst að setja inn komment, reyndar koma líka komment hjá teljaranum, en enginn er fullkominn ;)

Maður ætti kannski sjálfur að heimsækja síðuna sína oftar.....er svo niðurdrepandi þegar mælirinn sýnir bara 1 hehe Maður gat líka valið að veljarinn byrjaði á einhverri stórri tölu eða eitthvað

Góðan daginn allir. Sólin er aftur farin :( en í gær kom þetta geggjaða veður svo að við Georg löggðumst út í sólbað þegar ég kom heim í gær en núna eru bara ský. Hmmm.... var eitthvað að reyna að setja teljara inn en hann kom ekki

mánudagur, júlí 8

Spurningin med titilinn.....hvort madur aetti ad apa eftir Soffíu en "Nyheter från Stockholm" hljómar ekki eins vel, fyrir utan thad thá gaeti einhver skilid thetta.

Thá er loksins komid ad thví ad madur fari ad blogga :) Datt náttúrulega ekki í hug ad breyta um lyklabord fyrst en svo verdur thad ad vera. Loksins farid ad sjá fyrir endan á flutningi aldarinnar thar sem stofnunin mín er ad flytja milli húsa, en vid erum búin ad vera í sama húsi í meira en 30 ár og thid getid ýmindad ykkur hvad hefur safnast af drasli á thessum tíma. Erum búin ad vera ad taka til í meira en mánud. Erum búin ad vera ad henda uppthornudum sýnum frá 1970 og 80, ekkert smá gedslegt. Og vaska upp óendanlega mikid magn af glervöru. En núna er eitthvad flutningarfyrirtaeki ad flytja alla kassana yfir thannig ad thad er ekkert fyrir okkur ad gera :( annad en ad setja upp blogg og laera hvernig thad virkar. Skemmtilegast samt vid thessa flutninga ad sérstaklega minni deild er mikid umhugad ad óhreinindum og mengun sem getur skemmt maelingarnar okkar, thannig ad thegar vid erum búin ad flytja thá verdum vid ad vaska allt upp aftur!! og svo brenna vid 300 grádur til ad ná loka skítnum burt. En nýji stadurinn er ógedslega flottur, allt nýtt og byggt sérstaklega fyrir okkur. Erum med eitt labb sem er fyrir sýni sem er med mjög lágan styrk, svona nokkurs konar hreint labb, thar sem allir veggir eru klaeddir med rydfríu stáli og yfirthrýstingur er í herberginu. Eiginlega svo hreint ad madur thorir ekki thangad inn!!