mánudagur, október 23

Díses hvað Svíar geta nöldrað, held þeir geti bara kennt sjálfum sér um að hafa kosið vitlaust í alþjóða hvalveiðiráðinu! Hnuss

mánudagur, október 16


Við Eiki fórum á Náttúrugripa safnið í síðustu viku eftir skóla og vinnu. Það var rosalegt stuð og margt spennandi að sjá, m.a. þessi fiskur sem maður gat gefið að borða og þá sagði hann annað hvort "amm namm namm" eða "blehh". Það vakti gífurlega hrifningu og lá Eiríkur í hláturskasti í hvert skipti. Síðan er Eiríkur búin að eignast vin á leikskólanum, strákur sem heitir Leon og er frá Moldavíu og er 2 mánuðum yngri. Eiki verður víst rosalega glaður alltaf þegar Leon kemur og hleypur til hans, síðan leika þeir sér saman. Þá er líka eins gott að Eiki sé búinn að læra sænskt orð, "där" sem þýðir "þarna" þannig að núna bendir hann út um allt og segir "deaaa". Síðan er ég búin að setja nokkrar haust myndir inn á vef sonarins sem þið getið skoðað.

þriðjudagur, október 10

Ég er með harðsperrur í hnésbótunum! Og hvað var ég að gera í gær? Ég var í jóga! Hélt ekki að maður fengi harðsperrur eftir jóga. Mér til varnar var þetta reyndar Poweryoga :) og var reyndar bara alveg ágætt, ekki eins mikil afslöppun eins og var í meðgöngujóganu, enda ekki verið að undirbúa þáttakendur fyrir það að kreysta körfubolta út um líkamsgöt :) Og við vorum ekki látin standa á haus, ég varð fyrir smá vonbrygðum. En annað að frétta, þá erum við loksins búin að kaupa hleðslutæki fyrir myndavélina, í staðin fyrir það sem skyndilega hvarf. Þannig að við ættum kannski að fara geta sett myndir inn á netið hmmmmm.