þriðjudagur, nóvember 25

Útvarp Föroya
hehe man ekki hvort þetta sé sami brandari sem Sveinn Hákon var með um daginn en hérna er Útvarp Færeyjar í beinni!! Ekkert smá skondið að lesa og hlusta á :)

mánudagur, nóvember 24

Þreyttur mánudagur
FÓRUM Á HESTBAK Í GÆR!!!! Geðveikt gaman!!!! Keyrðum til Västerås, sem tekur rúman klukkutíma, en hestaleigan sem við fórum á var þar. Á mínum yngri árum var ég slatta mikið í hestamennsku, átti eigin hest og allt það þannig að ég tel mig frekar vana, þannig að stelpan sem reddaði þessu fyrir okkur var búin að lofa mér að ég fengi stærsta hestinn á leigunni :) og hún var ekkert að svíkja það. Fékk hest sem heitir Classiker eða Class sem er af kyninu "danskt varmblod" sem myndi líklega þýða "danskt heitblóð" og var víst gamall hindraunarhlaupshestur (STÓR!!!!!) og var rúmlega 1.75 m upp í makka!! Þ.a. ég sá ekki yfir bakið á honum, enda bara um 1.63 á hæð :) Þurfti að fá smá hjálp með að leggja á þar sem hnakkurinn situr miklu framar en á íslenskum hestum. Síðan leiddum við hestana inn í reiðhöllina (var komið myrkur þannig að maður gat ekki verið úti) og síðan áttum við að stíga á bak hehe jájá blessaður væni, það er sko hægara sagt en gert fyrir litla manneskju að komast upp á svona ferlíki, fyrir utan það að hann bara bakkaði :) þannig að ég fékk smá aðstoð við það. Atriði númer tvö sem er öðruvísi er að maður er með miklu styttra í ístöðunum!! en það er náttúrulega til að maður geti stigið brokkið hehe. Það tók örugglega korter þangað til að maður var kominn með taktinn á hreint, þannig að maður gat stigið brokkið án þess að skella rassinum á hnakkinn og þvílíkt og annað eins púl en samt ógeðslega þægilegt þegar maður var kominn upp á lagið. Síðan kom að því að við áttum að láta þá stökkva og það er nú hægara sagt en gert þar sem á íslenska hestinum þá hvetur maður bara aðeins klárinn og þá er hann kominn á stökk, ekkert erfitt, en þarna átti maður að láta hann stökkva án þess að hann færi hraðar og það þurfti nokkrar tilraunir til áður en maður komst upp á lagið. Að lokum fengum við að stökkva yfir smá hindrun og það var líka geggjað stuð, hef stokkið nokkrum sinnum þegar ég var yngri, aðalega á reiðnámskeiði í Geldingarholti hjá hennir Rósmarí en þá náttúrulega á hestum sem eru örugglega helmingi minni en teorían er eins þannig að það var ekki svo erfitt. Síðan þegar við vorum búin þá kom að því að stíga af baki og eftir rúma klukkutíma langa reið þá var maður löngu búinn að gleyma hversu stór hesturinn er og það var víst aðeins lengra til jarðar en ég hafði gert ráð fyrir :) en ég datt ekki á rassinn þannig að þetta bjargaðist allt. En þetta er líklega í fyrsta skipti sem ég er með meiri harðsperrur í bakinu en í lærunum og er það líklega vegna öðruvísi ásetu og að þurfa að stíga brokkið.

föstudagur, nóvember 21

Loksins kominn föstudagur! Ekkert ákveðið fyrir helgina annað en að ég er að fara á hestbak á sunnudaginn!! jeij! Stelpa sem er að gera sérverkefni hérna hjá okkur sem býr í Västerås og vinnur auka í reiðskóla og við erum nokkrar hérna sem höfum verið í hestamennsku og alltaf að tala um það að maður þurfi eiginlega að fara að drífa sig á hestbak og eitthvað svoleiðis, þannig að hún bauð okkur bara í heimsókn. Hún er búin að tilkynna mér að ég eigi að fá stærsta hestinn sem hún er með! Veit ekki hvað ég geri í kvöld, langar eiginlega bara að leigja spólu og poppa.

miðvikudagur, nóvember 19

Horfði á fyrsta þáttinn af Bachlorette í gær þar sem það var bara ein stelpa sem velur úr 25 strákum. Verð nú að segja eins og er að strákarnir voru alveg jafn slæmir og stelpurnar með að finna straumana og verða ástfangnir fljótt. Einn fór í fýlu því hann átti hesta og var svona sveitamaður en hún var víst með sjúklegt dýraofnæmi og valdi þess vegna ekki hann.

Í kvöld verður horft á myndina "The Hustler", aka "Höstlöf" með Paul Newman í aðalhlutverki, en Auður og Emelía ætla að koma við hjá mér eftir vinnu og síðan röltum við okkur upp á Professor að kaupa hamborgara eða kebab og síðan heim að horfa.

mánudagur, nóvember 17

Var ekkert smá dugleg um helgina, jæja...alla vega á laugardaginn en þá var tekið til sem aldrei fyrr, fór síðan í langan hjólatúr, en varð að byrja á að reiða hjólið niður á bensínstöð til að blása í dekkin. Endaði síðan niðri í íþróttahúsi þar sem ég fór aðeins í ljós, ekkert smá gott, maður var orðinn svo fölur og grár að það hálfa var nóg. Fór síðan um kvöldið heim til Önnu ásamt Lindu en planið var að kíkja aðeins á næturlífið. Eftir nokkra Pina Colada og örfáa bjóra til viðbótar þá voru stelpurnar orðnar svo þreyttar og þeim fannst of seint að fara eitthvað út, sögðu að það yrðu bara biðraðir, þannig að ég og Linda urðum bara samferða í tunnelbanann :( Mjög gaman hjá okkur engu að síður. Sunnudagurinn fór í algjöra leti, lá hálf sofandi yfir úrslitaleiknum i British open í snóker þar sem Hendry burstaði O'Sullivan, það eina sem ég gerði var að fara í heitt bað og fara út á Prófessor og kaupa kebabb. Ætlaði að leigja spólu í búðinni en það voru engar skemmtilegar inni. Í dag er svo sannarlega mánudagur til mæðu þar sem gasgreinarnir okkar eru uppsprettur endalauss þunglyndis. Ef ég leyfi mér að segja "Gasgreinar djöflusins" sem voru sendir til jarðar til að refsa okkur fyrir syndir síðasta lífs. Vildi að Grisom úr CSI væri hérna til að hjálpa okkur með snilli sinni (eða þannig).

föstudagur, nóvember 14

Búin að vera að lesa og leiðrétta skýrslur í allan dag, brjálað stuð. Það var reyndar mjög fínt þar sem ég og Karin, samkennari minn í þessum verklegu tilraunum, sitjum í sama herbergi þannig að það er auðvelt að ræða hluti og vafaatriði sem koma upp í skýrslunum. Flest allar skýrslurnar voru mjög fínar, enda klárir krakkar, en það koma alltaf upp svona skrítin atriði þar sem við lágum í kasti yfir því sem skrifað hafði verið :) kannski ljótt að segja það :) Held samt að það hafi nú oftar en einu sinni og oftar en tvisvar verið hlegið að mínum skýrslum. Sælla minninga þegar ég skilaði inn skýrslu til BGW með fullt af myndum af Naomi Campell inn á milli til að vera viss um að fá stanðist ;) fannst ég vera á mörkunum og síðan eitthvað atriði varðandi ofnotkun á Excel sem var víst forrit djöfulsins að sumra mati. Besta komment sem ég hef samt fengið þegar ég var að spyrja kennarann minn að einhverju í verklegu var: "Er ekki bara best að taka skynsemina úr rassvasanum og viðra kvikindið?". Úff, held að sænsku nemarnir færu að gráta ef maður segði eitthvað svona lagað :)

Æji hvað það er gott að það sé kominn föstudagur.......

miðvikudagur, nóvember 12

Í gær tapaði Fax, einn biljardþjálfarinn minn, hrikalega fyrir mér í leiknum "Færa biljardkúlurnar til á biljardborðinu" þar sem hans kúlur duttu alltaf ofan í vasana á borðinu. Ég held að hann hafi aðeins misskilið leikinn.

sunnudagur, nóvember 9

Hér er alveg svarta þoka og var líka í gær. Annars fórum við Georg heim til Nicks á föstudaginn en þangað var allri vinnunni boðið þar sem hann var að verða fertugur og síðan er hann að fara að flytja til Skotlands í byrjun febrúar, en Liz konan hans var búin að gera heljarinnar indverska veislu, ekkert smá gott, en við fórum snemma heim þar sem við fengum far með Åke en Nick býr ógó langt í burtu, einhversstaðar úti í Nacka. Annars tókst mér að plata Georg með mér í bíó í kvöld og ætlum við að sjá nýju Matrix myndina, en síðan fer Georg á morgun yfir á vesturströndina með kúrsinum sínum og verður næstum í 3 vikur og kemur ekkert heim á milli. Ég ætla bara að nýta tímann á meðan og æfa og spila biljard á hverjum degi :) jú og kannski vinna líka smá ;)

fimmtudagur, nóvember 6

Henke, einn biljardkennarinn okkar, er engin smá hetja!! Var núna í lok október hinu megin á hettinum að keppa í heimsmeistarakeppni í biljard fyrir fólk í hjólastól og varð heimsmeistari bæði í 8-ball og 9-ball!! Ef einhver finnur hjá sér þörf fyrir að senda honum hamingjuóskir þá getiði gert það hér! :o)

Er búin að vera að kenna verklegt alla vikuna, grunnkúrs í umhverfisefnafræði, sem er búið að ganga mjög vel, ótrúlega næs fólk í kúrsinum og flestir hafa komið inn á labb áður þannig að maður er ekki eins stressaður og oft áður. Annars er það að frétta að ég og Patricia erum búnar að panta fjallakofa og lestarmiða fyrir okkur og nokkra í viðbót til Åre á skíði í janúar, erum alls 14 sem förum þannig að þetta verður geggjað stuð hvort sem verður skíðafæri eða ekki :) Tökum næturlestina á miðvikudagskvöldinu þannig að maður er kominn um átta leitið um morguninn til Åre og síðan eftirmiðdagslestina til baka á sunnudeginum þannig að við getum verið á skíðum í þrjá og hálfan dag! Geðveikt

þriðjudagur, nóvember 4

Eftir fjölda áskoranna má sjá fyrstu tekk dýrðina hér :)

mánudagur, nóvember 3

Engin smá hetja :) Ég var að klára að tekka fyrstu skýrsluna mína :) ekkert smá flott, meira að segja með töflum og allt. Þurfti reyndar smá (mikla) hjálp frá meistaranum til að komast í gang en þetta hafðist allt á endanum. Fyrir þá sem eru eitt spurningarmerki þá má lesa stutta raunarsögu meistarans hér. Búið að vera á dagskránni að testa þetta lengi, gamla tölvan mín hérna í vinnunni var bara svo lítil að ég vildi ekki íþyngja henni með enn einu forritinu (var reyndar ekki nægilegt pláss) en núna er ég með miklu betri tölvu þannig að þá voru engar afsakanir eftir.

Annars var þetta engin smá sælkerahelgi, Ron bauð okkur í indverskt á föstudaginn, hafði meira að segja kjöt í réttinum þó hann sé strangt til tekið grænmetisæta :) Það var geggjað gott en alveg hrikalega sterkt. Ég mæli ekki með að fólk klóri sér í auganu eftir að hafa borðað svona sterkan mat. Og svo í gær þá buðu Auður og Emelía okkur í læri og meðlæti, geggjað gott, meira að segja brúnaðar kartöflur og allt með :) Horfðum síðan á myndina "The colour of money" með Paul Newman og Tom Cruise en það er svona biljard mynd og var eiginlega heimaverkefni að horfa á hana. Ætlaði reyndar að taka myndina "The Hustler" með Paul Newman í staðin sem er eiginlega fyrri myndin og TCOM sjálfstætt framhald en enskan mín er bara ekki betri en svo að í báðum leigunum sem ég fór á reyndu þeir að pranga inn á mig myndinni "Höstlöf". Þannig að ég gafst bara upp og bað um TCOM í staðin. Aðalástæðan var reyndar að The Hustler var ekki til :)