sunnudagur, desember 28

Jess!!!
Ég er aðalhetjan!
merry
Congratulations! You're Merry!


Which Lord of the Rings character and personality problem are you?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, desember 24

Hvað dýr geta verið merkileg. Ég á lítinn dísarpáfargauk sem býr hjá mömmu og pabba því hann vill ekki flytja til Svíþjóðar. Hann er með eitthvað holufettis og leitar því upp öll dimm skot og skríður inn í þau, held að þetta sé kannski eitthvað hreiðurdæmi hjá honum. Hann er reyndar hættur að skríða inn í örbylgjupopppokana þar sem hann lenti einu sinni í að festast inni í einum :) Þá var hann sko ekki kátur. Hins vegar eru alls konar skúffur í miklu uppáhaldi, jú og ásamt rafmagnssnúrum sem virðast vera mjög góðar á bragðið. Núna er hann hins vegar að reyna að naga í sundur hlífina á prentaranum til að geta troðið sér inn í hann. Prentarinn verst reyndar hetjulega og gefst ekki upp.

Gleðileg jól öll sömul

föstudagur, desember 19

Á morgun komum við heim, er að rembast við að pakka :) Verð komin með íslenskt númer í gemsan seinnipartinn á morgun ef allt gengur að óskum 695-1753

Sjáumst

fimmtudagur, desember 18

Ég brenndi mig :( er með risa brunablöðru á löngutöng. Var að fikta í gasgreininum og var að skipta um læner, nema hann var 280°C heitur. Gleymdi því bara örstutta stund. Er svo sem ekkert illt í puttanum, er bara að berjast við þá löngun að sprengja blöðruna :)

miðvikudagur, desember 17

Alveg hrikalegt þegar maður er svona einum degi á undan dagatalinu, í gær var ég alveg sannfærð um að það væri miðvikudagur og þar af leiðandi hlýtur að vera fimmtudagur í dag :( Síðan verður maður alltaf jafn þunglyndur þegar maður fattar að það er bara miðvikudagur í dag. Bara morgundagurinn eftir, síðan jólafrí og síðan heim á laugardaginn!

mánudagur, desember 15

Ég var ekkert smá dugleg á föstudaginn var :) Átti einn auka frídag eftir að ég var búin að skrifa niður dagana sem ég þurfti til að koma til Íslands, en það er ný polisy að maður verður að taka alla sumarleifisdagana út á árinu, þannig að ég tók bara auka daginn minn og fór í verslunarleiðangur :) Byrjaði daginn á að fara í IKEA og keypti nokkur glös og lampa sem mig var búið að langa í ekkert smá lengi, en aldrei verið á leiðinni í IKEA (ÓGÓ langt þangað, í hinum enda bæjarins), fór síðan niður í bæ og henti öllu draslinu inn í skáp á centralnum (nema lampanum því hann komst ekki fyrir) og fór að leita að jólagjöfum. Gat keypt alveg fullt af gjöfum. Samt ekki alveg búin, en held að þær flestar sem eftir eru verða keyptar heima á Íslandi :)

Fór annars í bíó á laugardaginn á myndina Station agent og verð eiginlega bara að segja að hún er nokkuð góð, góð tilbreyting frá heilalausu dellunni sem annars vellur frá BNA.

En núna er minna en vika þangað til við komum heim :)

miðvikudagur, desember 10

Já ég biðst afsökunar á að ekki vera búin að blogga neitt fyrr, er bara búið að vera nóg að gera í vinnunni þannig að ég hef ekki haft mikinn tíma til að setjast niður, nema bara rétt til að borða hádegismat. Annars er það að frétta að við Georg, Auður og Emelía héldum íslendinga jólaglögg um helgina þar sem 8 uppsalabúar mættu til stórborgarinnar. Var boðið upp á glögg en síðan heimagerða pizzu og kökur í eftirrétt, rann þetta allt ljúflega niður enda nóg af hvítlauksolíu á borðstólnum. Á sunnudaginn fór ég síðan bara til Patriciu í heimsókn og horfðum við á Hringadróttinssögu mynd 2, extended version og borðuðum tacos. Þau reyndu reyndar að pína ofan í mig einhverju ógeðslegu julmusti sem bragðaðist ekki ósvipað, þó verr, en kókið sem var í letigarði forðum daga og hafði runnið út löngu áður og var búið að vera við næstum því herbergishita í nokkra mánuði. Ekkert sérlega gott.

Við hjónin horfðum annars á sænsku myndina Kopps í gær, ljómandi skemmtun, eftir sama leikstjóra sem gerði Jalla Jalla ef þið hafið séð hana. Mæli með þeim báðum.

Annars er ég ekkert að fatta vísbendingaspurninguna hjá Begga! Finnst þetta hálf fúlt þar sem ég er ekki búin að fá nein stig :( Ég er hins vegar komin með ógó marga plúsa :D ekkert smá ánægð með það.

laugardagur, desember 6

Átti eftirfarandi samtal við mann frá Nicaragua í veislu um daginn, samtalið hefur verið þýtt yfir á íslensku til að auðvelda lesendum lesturinn:

(Hann) Sæl, ég heiti Steven.
(ég) Sæll, Hrönn
(Hann) ha?
(ég) HRÖNN
(Hann) Skrjonn
(ég) Nei H-R-Ö-N-N, þú myndir líklega bera það fram "Ronn"
(Hann, frekar vantrúaður og hættur að nenna að reyna að nauðga nafninu mínu) Já okey.
(Hann) Sænsk?
(ég) nei frá Íslandi (Iceland)
(Hann) Ha?
(ég) Ísland, lítil eyja í miðju Atlandshafinu, frekar lítil.
(Hann) {Frekar dularfult nafn} já okey skil

samræðurnar halda áfram um eitthvað annað

(Hann) Frá hvaða bæ ertu?
(ég) Reykjavík heitir hann
(Hann) HA?
(ég) REYKJAVÍK
(Hann) Hvar er hann eiginlega?
(ég) Á Íslandi
(Hann) Er það í norður eða suður Svíþjóð??
(ég, frekar pirrandi að reyna að þurfa að ganga í gegn um þetta aftur) ÍSLAND, lítil eyja, erum rosa fámennt.....
(Hann, greinilega eitthvað efins) Já auðvitað

bla bla bla bla

(Hann) Hefurðu búið lengi hérna í Stokkhólmi?
(ég) Nja, tvö ár rúmlega
(Hann) Hvernig finnst þér að vera flutt til stórborgarinnar?
(ég) Hvað áttu við?
(Hann) Jú sagðistu ekki vera utan að landi?

Veit ekki alveg hvort maðurinn var svona svakalega tregur eða hvort hann var bara ógeðslega fullur og gat leynt því svona vel.

föstudagur, desember 5

Saumó!
Ég, Emelía og Auður vorum með saumó í gær :) bökuðum fullt af kökum og ég gerði í fyrsta skipti á ævinni brauðtertu, ekkert smá stolt af mér, hef alltaf séð brauðtertur í hyllingum, haldið að það væri geggjað erfitt að gera þær og svoleiðis fram eftir götunum, en síðan gekk þetta bara þvílíkt vel :) Gerði með rækjusallati og laxi. Bakaði síðan monster kúkís og sjónvarpsköku. Reyndar komu töluvert færri í saumóinn en gert var ráð fyrir þannig að það var eitthvað af afgöngum, slatta mikið reyndar, þannig að ég tók restina af brauðtertunni og sjónvarpskökunni með í vinnuna í morgun við mikinn fögnuð samstarfsmannanna, enda flestir hérna miklir kökugrísir :) Annars var bara kjaftað fram eftir kvöldi um heima og geima, enda fjölbreyttur hópur á öllum aldri og aðstæðum. Síðan var önnur doktors vörn hérna hjá okkur í dag og veisla í kvöld. Á morgun verður síðan jólaglögg heima hjá okkur þar sem fyrrverandi Hvarfarar og makar og lyfrjafræðinemar og makar frá Uppsölum og Stokkhólmi ætla að hittast og hafa gaman að.

mánudagur, desember 1

Það er sko búið að vera nóg að gera :) Hann Georg minn kom loksins úr útlegð á fimmtudaginn var, en var búinn að vera næstum í 3 vikur á vesturströndinni. Síðan kom Finnbogi í heimsókn á föstudaginn og er búinn að vera alla helgina hérna í Stokkhólmi, en fór til baka í dag. Hann er líka afmælisbarn dagsins, til hamingju Finnbogi!! Hann gisti reyndar í Fruängen alla helgina, þar sem ég og Georg fórum í útskriftarveislu á laugardaginn. Annars fórum við Georg, Finnbogi og Auður á Vín og sprithistoriska museet í gær, ákaflega fínt og áhugavert safn. Núna er það bara að vinna eins og vitleysingur fram að jólum og síðan komum við heim þann 20. des!