þriðjudagur, júní 22

Jæja jú maður er víst kominn til baka til siðmenningarinnar (hmmm þá úr barbaraskapnum í þýskalandi líklega) en ferðin var hreint út sagt meiriháttar. Flaug til Munchen og hitti þar mömmu, pabba, Kötlu sys og Hauk og ömmu og gistum eina nótt. Síðan var lagt snemma af stað til Austurríkis þar sem við ætluðum að hitta Hildi systir sem er skiptinemi í Griskirken (eitthvað vitlaust skrifað en so...) Þar gistum við eina nótt og röltum okkur um bæinn og borðuðum kvöldmat með "mömmu" hennar Hildar og fjölskildu. Síðan daginn eftir var Hildur tekin með og brunað til Salzburg og hún öll skoðuð. Skoðuðum kastalann uppi á hæðinni og dómkirkjuna og fleira og gistum þar eina nótt. Næsta dag var haldið til Innsbruch og gullnaþakið skoðað og þar var einni nótt eytt. Daginn eftir var Hildi skutlað á lestarstöðina og við stefndum á Brennerskarðið á leið okkar til Ítalíu þar sem við ætluðum að eyða viku við Gardavatn. Ítalía var stórkostleg, gott veður og fínn matur. Fórum í dagsferð til Feneyja t.d. og dagsferð að skoða nánasta umhverfi og lenntum í svaðilför þar sem okkur var bennt á að keyra upp á visst fjall, sem og við gerðum, en komumst að því þegar við áttum kannski kílómeter eftir að vegurinn var líklega ekki gerður fyrir þýskt autobanatröll, þar sem þetta var einbreiður malarvegur sem bókstaflega hékk utan í þverhnýptu bjarginu og aðeins fært fuglinum fljúgandi og einstaka hjólistum. Eftir að hafa upplifað þessa nær dauða lífsreynslu þá var ákveðið að hvítir vegir á kortinu væru líklega ekki greiðfarnir. Einnig var einhverjum tíma eytt í leti og sólböð. Eftir viku var stefnan tekin aftur norður og ákváðum að keyra gegnum Sviss. Þar sem við áttum ekkert bókað ákváðum við að stoppa í Luzern sem er mjög falleg borg og gistum þar eina nótt, en brunuðum daginn eftir upp í Svartaskóg í Þýskalandi, en þar gistum við í sumarbústað sem var við bóndabæ einn sem var alveg frábært. Fengum fersk egg frá hænunum á hverjum degi og ýmislegt annað. Þar átti að eyða annarri viku og fórum meðal annars dagstúr til Frakklands, til Strassborgar og keyrðum niður með Rín, stoppuðum á víngarði og keyptum fullt af víni og eitthvað meira, fórum einn dag til baka til Sviss, til Zurich og heimsóttum Jurg sem er vinur fjölskildunnar og margt annað. Síðustu þrem dögunum var síðan eytt í Munchen þar sem við Katla og Haukur komumst m.a. á Harry Potter á ensku, hrein snilld.

Annars er gott að vera komin heim en hefði svo sem alveg getað verið minnst viku til viðbótar og keyrt meira. Á m.a. eftir að heimsækja Portúgal, Linkenstein, Mónakó og fullt af austur evrópulöndum og margt margt fleira :)

föstudagur, júní 18

Jæja, kom heim frá Þýskalandsreysunni í gærkvöldi. Var alveg meiriháttar gaman en erfitt að byrja að vinna aftur. Keyrðum gegnum Þýskaland, Austuríki, Ítalíu, Sviss og Frakkland :) Segi meira frá ferðalaginu seinna :)