sunnudagur, desember 10




Jæja, loksins er ég búin að setja inn nokkrar myndir á netið. Er reyndar ekki búin að finna nágrannan með þráðlausa netið. Stóra tölvan okkar dó nefnilega þannig að ég er að nota þann netkapal :) Alla vega, fullt af nýjum myndum á heimasíðu Eiríks :)

mánudagur, desember 4

Jæja, nóg að gera. Ég ætlaði að setja inn fullt af myndum því það er mikið búið að vera að gerast en kúkanágranni minn er hættur að leyfa mér að stelast á þráðlausa netið hans :( Þannig að lappinn minn sem er með allar myndirnar er netlaus. Verð að koma bara með hann í vinnuna svo ég geti bloggað almennilega og sett inn myndir. Eða leita upp nágrannann og lesa yfir honum.

Eníveis, mamma og pabbi komu í heimsókn fyrir rúmri viku og þá var sko líf og fjör. Fórum á Gröna Lund, á jólamarkað og í bæinn og annað skemmtilegt. Því miður fór reyndar heill dagur í ælupestavesen hjá þeim "gömlu" (mamma, ekki lesa) ;) Eiríki fannst rosalega gaman að hafa þau og var hálf leiður þegar þau voru farin. Hann vildi meira að segja kúra hjá þeim á morgnanna og gat sofið til að verða átta! Við höfum reynt síðan að taka hann uppí til okkar til að láta hann sofa svona lengi en það bara gengur ekki. Það er miklu skemmtilegra að hoppa í rúminu eða pota í augun á okkur. Þannig að næst þegar við komum heim til Íslands, þá ætlar Eiki að sofa hjá ömmu og afa ;)

Á laugardaginn var fórum við til Uppsala í heimsókn og árlegt jólaglögg. Þar voru samankomnir 9 fullorðnir og 5 börn á aldrinum 2 mánaða til tæplega 2 ára. Þið getið rétt ímyndað ykkur fjörið. Eiríkur og Arnar Smári sem eru elstir, voru góðir saman. Fóru í eltingaleik, kubbó og bíló osfr. Í gær komu síðan Begga, Ingó og Hilmir kútur í pönnsur og meððí.

En núna verð ég að drífa mig á tölfræðikúrsinn minn og ég kannski set inn myndir einhverntíman í bráð ef fyrrnefndur nágranni hættir að nískast :) eða ef lappinn verður tekinn með í vinnuna.