mánudagur, mars 3

Sko nú er ég með góða afsökun fyrir að vera ekkert búin að blogga lengi ;) Við fengum grein til baka frá einu tímariti með atriðum sem við þurfum að laga og höfum bara vissan tíma til að gera það. Þannig að allur laus tími og orka hafa farið í það. Eníveis, búið að vera nóg að gera annað. Fór í einn besta saumaklúbb sem ég hef nokkurntíman farið í hjá Beggu! Þakka bara fyrir það ;) Bæði góðar veitingar og áhugaverðar umræður og svoleiðis. Ég fór líka á þæfingarnámskeið á laugardaginn var og það var geggjað. Vissi ekki að það væri svona skemmtilegt, hvað þá einfalt. Annars er bara búið að vera nóg að gera í heimafrúarstússi, hef ekki undan við að fara í ungbarnasund, mömmugöngutúra og kaffihúsaheimsóknir. Og síðan að reyna að troða inn tíma til að vinna þar inn á milli. Þetta er bara meira en fullt djobb!

Við Ásdís skelltum okkur í skvísuferð til Englands að heimsækja Kötlu sys sem býr í bænum Brodway in Sommerset :) Hér eru einmitt mamma og Hildur sys fyrir framan húsið hennar Kötlu. Það var geggjað, fengum rosalega gott veður og meiriháttar að hitta skvísurnar og að sjálfsögðu Rob.

Hérna er síðan mynd af litlu skvísunni í ungbarnasundi :)