mánudagur, ágúst 23

Æji þetta var ekkert spes helgi, vaknaði á laugardagsmorgninum með ógó illt í hálsinum og kvef, var reyndar ekki með hita þannig að opinberlega flokkast þetta ekki sem veikindi. Var hins vegar frekar slöpp og gerði lítið annað en að hvíla mig og fara út í apótek og kaupa nefdropa. Á föstudagskvöldinu var ég hins vegar heima hjá Auði og Emelíu þar sem við grilluðum ljúffengar kjúklingabringur og spiluðum síðan scrabble. Ég var hins vegar ekkert að standa mig sökum þreytu og ótrúlegs ástand eftir einn bjór, gat oftast bara sett út einn staf í einu og kom þar af leiðandi ekkert á óvart að ég tapaði. Kemur reyndar ekkert á óvart þar sem ég held ég hafi aldrei unnið í þessu blessaða spili, samt merkilegt nok þá finnst mér þetta vera nokkuð skemmtilegt spil.

Í dag er ég hins vegar enn kvefuð og hálf þreytt, ekki alveg með kollinn í lagi.

föstudagur, ágúst 20

Sko það greinilega margborgar sig að fara í háskólann :) eins og má sjá hér.

miðvikudagur, ágúst 18

Var að lesa á blogginu hjá Soffíu, þar sem hún er að kvarta að efnafræði sé ekki í tísku. Þetta er oft til vandræða því maður verður stundum eins og baktería í petriskál sem er sýkt af penisilíni í veislu þegar maður leysir frá skjóðunni varðandi hvaða atvinnugrein maður valdi sér, það vill enginn vera nálægt manni hehehe, virðist ekki vera margt sem er jafn spjalldrepandi og efnafræði. Yfirleitt þegar maður tekur sénsinn á að verða útskúfað og játar að vera efnafræðingur þá er yfirleitt svarið sem maður fær "Gvöð, mér fannst efnafræði alltaf svo leiðinleg í menntó" eða "þú ert þá ógeðslega klár" :-) Þeir sem hafa hins vegar ekki eins hreint mjöl í pokahorninu sega frekar "Jæja, þú kannt þá að brugga!" en besta svarið við því er að segja að jú það kunni maður nú alveg en það er bara miklu fljótlegra að búa til amfetamín. Þetta er samt enganvegin eins slæmt og þegar maður lendir í partíi þar sem bara efnafræðingar eru :-) og einhverjar ólánshræður sem hafa sloppið með, aumingja þær :-) en það er líklega eins í öllum atvinnu/fræðigreinum. Það er ennþá verið að tala um það í fjöldskyldunni minni þegar ég sagði þeim brandarann um diffurskrímslið ógurlega, og það var þegar ég var á fyrsta ári í efnafræðinni heima, líklega veturinn '98-'99, en Haukur kærastinn hennar Kötlu var að koma í mat í fyrsta skiptið hjá okkur og var nærri hættur með Kötlu þegar hann sá í hvernig fjöldskyldu hann var lentur :-D

mánudagur, ágúst 16

Jæja þá er ég mætt aftur í vinnuna, Hildur farin heim og orðið hálf tómt í kotinu. Við skemmtum okkur annars príðilega, fórum í bæinn, Gröna lund sem er tívolí, skerjagarðinn, Vasasafnið og síðan bara sólbað og herlegheit. Þakka bara kærlega fyrir heimsóknina, Hildur, vona bara að þú komir fljótt aftur í heimsókn. Hins vegar er ég í svo svakalegu "nenni-ekki-neinu" stuði að ég er alveg í vandræðum, verð bara að reyna að koma mér út á labb og gera eitthvað af viti. Bið ykkur annars vel að lifa.......until next time......muahahahahaha

föstudagur, ágúst 6

Kræst, ég er hreint og beint að stikna!! Hitinn kominn upp í 30 gráðurnar og rakinn upp úr öllu valdi. Sem betur fer er svalt og gott inni á labbi. Var að vonast til að sumarið yrði bara þægilegt og fínt eins og það er búið að vera, um 20 gráður og stundum sól. En síðan varð það náttúrulega að breytast. Síðan er maður náttúrulega með nagandi samviskubit yfir því að vera ekki úti en þegar maður fer út þá líður manni svo illa út af hitanum, ergo, manni líður alltaf illa á sumrin ;)

Annars er það að frétta að Hildur sys er að koma á sunnudaginn veiiii en hún hefur ekki komið áður. Þá er bara að finna upp á einhverju skemmtilegu að gera, en ef veðrið heldur svona áfram þá verður það bara ís og bikini, fúlt maður ;)

aaaaa.....

þriðjudagur, ágúst 3





Jæja nú þýðir engin lognmolla lengur. Tengdó og Helgi voru í heimsókn hjá okkur í síðustu viku en eru farin heim aftur og Georg líka þannig að ég er ein í kotinu. Þakka bara Björg og Helga fyrir heimsókninga, það var gaman að hafa þau. Enívei, ég er víst orðin grasekkja í heilan mánuð, spurning hvað maður gerir, búin að fara bæði grasekkju kvöldin að spila pool og ætli það verði ekki bara rauði þráðurinn í grasekkjulífinu, mikið pool. Annars ekki mikið að frétta úr sælunni.