mánudagur, mars 19



Við Eiki vorum heima í dag úr vinnu og leikskóla þar sem hann var með smá hita og búinn að hósta frekar mikið. Enda þegar við hringdum í leikskólann þá urðu fóstrurnar ekkert hissa, það voru víst 5 aðrir búnir að hringja á undann þannig að helmingurinn af deildinni sem var víst frískur í síðustu viku lágu í veikindum núna :) Við bökuðum alla vega súkkulaðismákökur með hnétulausu súkkulaði og Eiki þurfti að sjálfsögðu aðeins að prufusmakka súkkulaðið. Annars var hann rosalega duglegur, helti öllum þurrefnunum samviskusamlega í hrærivélaskálina, var næstum aðeins of hjálplegur við að bæta eggjum við en ég náði að stöðva hann og var mikið að minna mig á að hnífurinn sé ó-ó þegar ég var að hakka súkkulaðið svo ég færi ekki að skera af mér puttana. Sem betur fer fór lang stærsti hlutinn af súkkulaðinu í kökurnar en einn og einn biti laumaðist í lítinn munn. Að sjálfsögðu verður maður líka að hafa svuntu þegar maður bakar.

miðvikudagur, mars 14

Klukkan er 10:42 hér í Stokkhólmi og ég er að hlusta á Rás 2, Brot úr degi. Þar held ég nú að þulurinn sé eitthvað aldeilis að rugla. Hann var að tala um hvað Stokkhólmsbúar væru hræddir um að þetta yrði kaldasti mars mánuður í manna minnum og að nú væri sko snjór og kallt þar. Síðan lít ég út um gluggan og horfi á fuglana fljúga, sólin skýn, auð jörð og líklega um 12 stiga hiti. Hann var kannski að rugla okkur saman við einhverja aðra, eða kannski lesa upp gamlar fréttir, enda búinn að vera að rifja upp hvað gerðist á þessum degi gegnum aldirnar. Var einmitt líka að hlusta á Rás 2 í gær og þá var verið að tala um kulda og hret heima og þá varð mér nú hugsað til að stundum er gott að vera í Sæluríki :)

Eníveis, við komum heim úr viku skíðaferð á sunnudaginn þar sem við fórum til Sälen í Vestur-Svíþjóð. Ef ég sofna ekki á sama tíma og Eiki í kvöld, þá kannski tekst mér að hlaða niður myndum á netið og gefa smá ferðalýsingu :) en lofa engu.