föstudagur, janúar 30

Jeiiiiiii loksins fékk ég stig í getrauninni hans Begga :) Ekkert smá ánægð :) Reyndar var búið að giska á manninn en ég fékk stig samt, ég heppin. Annars er lítið að gerast akkúrat núna, búin að vera svaka dugleg í poolinu í vikunni. Í gær var síðan kveðjuveisla fyrir Nick hérna í vinnunni en hann er að fara að flytja til Skotlands. Boðið var upp á sænska baunasúpu og púns, ég náttúlega smakkaði bæði en aldrei verið fyrir hvorugt. Síðan í eftirrétt var bjór og vöfflur. Þægilegt samt með svona eftir vinnu partý, maður byrjar snemma og er þ.a.l. kominn snemma heim, sérstaklega þar sem maður þarf að mæta á fyrirlestur daginn eftir.

miðvikudagur, janúar 28

Gleymdi að segja að ég er byrjuð í kúrsi sem er alltaf fyrir hádegi alla daga, "Massspectrometry from Hell", Jæja hann heitir víst bara massspectrometry en á víst að vera erfiður þannig að maður veit aldrei. Annars var ég að komast að því núna á fyrirlestrinum að ég er bara alls ekki analytiskur efnafræðingur, heldur BIOanalytiskur efnafræðingur :) alla vega sagði skvísan það sem hélt fyrirlesturinn í dag. Maður kannski hækkar um eins og einn launaflokk við það, það finnst mér alla vega :) Munurinn fyrir þá sem ekki vita er víst sá að analytiskir efafræðingar eru bara með hrein efni, staðla og svoleiðis, en bioanalytiskur efnafræðingur er að mæla í biologiskum sýnum, plasma, eggjum o.s.fr. :) Alltaf lærir maður eitthvað nýtt

þriðjudagur, janúar 27

Turkisk pepper í ljósbláum pokum með blönduðum molum er ógó gott, en þar sem svíar eru frekar fyrir ógeðsleg hlaup en brjóstsykra (sem heita bæ þe vei "karameller" á sænsku) þá er erfitt að komast yfir þá. Maður verður yfirleitt að biðja um pokana sérstaklega við afgreiðsluborðið. Þetta er kannski bara svona leyni nammi sem bara vissir fá og ég er kominn inn í þröngan hóp viðskiptavina sem er treyst fyrir marglituðum Turkisk pepper.

mánudagur, janúar 26

Hrikalega var gott að sofa um helgina, held að ég hafi sofið í 12 tíma aðfaranótt laugardagsins! Ég, Emelía og Auður fórum í pool á föstudaginn eftir vinnu og fórum síðan heim til mín þar sem Georg var búinn að taka til gómsætan mexikanskan mat. Síðan horfðum við á G.I.Jane þar sem stelpurnar og Georg gátu dáðst að Demi Moore og ég að Viggo Mortesen :) og borðuðum snakk, drukkum kók og bjór. Gerði EKKERT á laugardaginn en fórum í smá bæjarráp á sunnudaginn. Halldór, doktorantinn hans pabba, var að koma til Stokkhólms þar sem hann á að kenna fólkinu á ITM einhverja aðferð sem hann hefur verið að nota. Nema hann fékk eitthvað herbergi sem er í ITM húsinu þannig að hann er þar aleinn öll kvöld og helgar, gaman! Ekki einu sinni sjónvarp í herberginu hans. Pælið í að búa á Raunó í 3 vikur :) Þannig að við buðum honum í slátur í gærkvöldi :) Sem betur fer þá tekur bara 5 mín að labba til okkar frá ITM þannig að vona að hann komi bara í heimsókn eða eitthvað ef hann verður alveg að klebera þarna einn.

miðvikudagur, janúar 21

Setti inn nokkrar vel valdar myndir frá Åre sem Per tók með sinni myndavél. Ef þið viljið sjá þá getiði klikkað hér.

mánudagur, janúar 19

Sunnudagurinn fór síðan mikið bara í afslöppun. Sumir fóru reyndar á skíði, aðrir fóru upp í einhvern fjallakofa til að busla í viðarhituðum heitapotti. Ég nennti hvorugu, fannst frekar mikið að borga 140 SEK til að liggja í heitapotti :) þannig að ég og einn til viðbótar röltum okkur bara um Åre, drukkum kaffi og skoðuðum skíði og snjóbretti og reyndum að finna hentugan veitingarstað til að borða síðbúinn hádegisverð þegar heitapottsliðið kæmi til baka. Síðan rúmlega þrjú röltum við okkur niður á lestarstöð þ.s. lestin átti að fara korter í fjögur. Þegar við komum þangað þá kom í ljós að lestin var bara ekkert þarna heldur í Ånga sem er milli Sundsvall og Östersund (ef það segir ykkur eitthvað) og beið þar eftir okkur þannig að það voru 10 rútur til að flytja alla farþegana þangað. Ok ekkert mál, við fundum okkur rútu sem við settumst inn í. Eftir eins og hálfstíma akstur þá stoppaði okkar rúta í Östersund til að sleppa út fólki og þá komumst við að því að lestin var ekkert í Ånga heldur í Stöde sem er rétt fyrir utan Sundsvall sem er alveg á vesturströndinni en Åre er rétt við Norsku landamærin þannig að við þurftum að keyra þvert yfir Svíþjóð. Þannig að við keyrðum og keyrðum en stoppuðum á bensístöð einhverstaðar úti í rassgati til að pissa og svo bílstjórinn gæti spurt til vegar ;) Eftir að hafa ferðast í lélegri skólarútu í fjóra tíma á mismunandi sveitarvegum og vorum orðin síðust þar sem við þurftum að stoppa í Östersund þá allt í einu heyrðist hátt ýlfur í bílnum og bílstjórinn náði að stoppa rútuna úti í kanti og opnaði hurðina, þá gaus þessi svarti reykur inn í rútuna frá hægra framhjólinu. Við þurstum öll út (rútan var full) til að athuga hvað hefði gerst. Þá sjáum við að það rýkur úr miðjunni á felgunni á framhjólinu og ég og Kaj stöndum næst. Síðan koma allt í einu logar úr felgunni og við Kaj grípum snjó og ætlum að kasta á, en þegar Kaj kastar snjó á eldinn þá bara gýs upp þetta svaka bál!! og þessi litla þekking sem ég hef fengið í brunavörnum segir að ef eldur gýs meira upp þegar maður setur vatn á hann þá er þetta olíueldur og maður á ekki að nota vatn! Þannig að ég kasta frá mér snjónum, en þá kemur bílstjórinn og mokar snjó á dekkið og eldurinn er slökktur! Síðan þar sem við fundum ekkert slökkvitæki í bílnum þá gusum við meiri snjó á dekkið :) Sem betur fer var bara eitthvað um hálftíma akstur til Stöde þannig að bílstjórinn gat hringt þangað og rúturnar sem voru komnar til Stöde gátu snúið við og sótt okkur. Síðan komumst við loksins til Stöde og í lestina sem beið bara eftir okkur, illa lyktandi og þreytt. En frá Stöde er fjagra og hálfstíma til fimm tíma lestarferð til Stokkhólms :( Síðan reyndar þegar við stoppuðum í Sundsvall (næst eftir Stöde) þá var lastað um borð 400 hamborgurum frá McDonalsd og Max og dreyft um lestina og síðan fengum við gos á næsta stoppi (eitthvað annað skítapleis). Á lestarmiðanum okkar stóð að við ættum að vera komin til Stokkhólms hálf ellefu um kvöldið en komum ekki fyrr en korter í tvö þannig að allar lestir og annað var hætt að ganga. Þannig að síðasta spölin varð ég að taka leigubíl en fæ víst til baka pening frá SJ (lestarfélagið). Þannig að þetta var nú aldeilis ævintýri, enda allir sem voru í ferðinni hafa verið að týnast inn fram eftir degi. Ég þurfti reyndar að vera mætt 10 þar sem ég er að byrja í nýjum kúrsi en er ekkert búin að vera mikið effektíf í dag :) Ég held ég fari bara snemma að sofa í kvöld.

Jæja þá er maður víst kominn í siðmenninguna aftur. Þetta var ekkert smá gaman!!! Var á snjóbretti allan tíman og loksins búin að ná tækninni svona nokkurnvegin. Þannig að næsta skref er víst bara að versla sér eins og eitt stykki með öllu. Ferðin fór alla vega þannig að við komum um hálf níu um morguninn á fimmtudaginn til Åre eftir að hafa ferðast alla nóttina með lest. Tókum strætó til Björnen þar sem íbúðin okkar var og fengum sem betur fer strax lyklanna. Þá var bara að henda inn draslinu og kaupa liftukort og leigja bretti. Dagurinn gekk að mestu áfallalaust en er þó með nokkra marbletti til minningar :) Allir voru dauðþreyttir þannig að það var farið snemma í háttinn eftir að hafa sofið frekar illa í lestinni. Þannig að fyrst var farið aðeins í gufuna og síðan bara lagt sig.

Á föstudaginn þá tókum ég, Patricia og Stina sem vorum allar svipað góðar á bretti, ásamt Önnu og fleira fólki strætóinn til Åre og ætluðum að skíða þar. Tókum stólalyftu upp einhverja bláa brekku (frekar létt) og ætluðum að skíða hana niður. Klukkutíma seinna þegar við vorum loksins komin niður þessa helvítis brekku þá vorum við allar sannfærðar um að hún var sko eitthvað allt annað en blá, ef ekki bara rauð minnst (meðal erfitt) þannig að við ætluðum bara að skíða okkur yfir í Björnen aftur þar sem bláu brekkurnar voru sko alveg örugglega bláar. Byrjuðum á því að taka eins og hálfs kílómetra lyftu upp og biðum þar í örugglega hálftíma þar sem Patricia datt tvisvar í lyftunni en gaftst upp og tók strætó. Síðan byrjaði langa ferðin heim. Það tók örugglega rúmlega klukkutíma líka þar sem leiðin var frekar slétt þannig að maður varð að ýta sér slatta áfram og loksins þegar komu smá brekkur þá byrjaði maður að fara svo hratt að maður varð að stoppa sig þannig að maður fékk aldrei nægilega ferð til að renna yfir næsta slétta hluta. Ekki nóg með það þá hallaði næstum helmingur af leiðinni alltaf til vinstri þannig að maður varð að halda sér í sömu stellingu ógó lengi. Loksins þegar við komumst síðan aftur í Björnen hálf tvö þá vorum við svo hrikalega uppgefnar að við fórum bara á Wärdshuset og fengum okkur langan langan hádegismat og skíðuðum eiginlega ekkert eftir það.

Laugardagurinn var hins vegar mjög góður, við Patricia og Anna héldum okkur bara í Björnen og skíðuðum þar, og þá loksins komst ég inn í tæknina hvernig á að sviga og svoleiðis. Þannig að sá dagur var geggjaður.

Núna er ég að far í hádegismat en eftir það þá segi ég ykkur frá sunnudeginum og heimferðinni því það var víst ekki eins auðvelt að komast heim eins og við höfðum búist við :)

ses

miðvikudagur, janúar 14

Hápunktur dagsins var að brunavarnarkerfið fór í gang í dag hérna í byggingunni. Ég ákvað að rölta mér út án þess að taka jakkann minn með en sá náttúrulega eftir því þar sem það var ógeðslega kalt úti. Slökkviliðið kom síðan með þrjá bíla en fundu engan eld þannig að við gátum haldið áfram að vinna í ró og næði. Annars verður gert hlé á færslum hér, alla vega fram á mánudaginn þar sem ég er að fara á skíði!! úje beibí! Fer í kvöld og kem á sunnudagskvöldið seint! Reyni að fótbrjóta mig ekki og ekki sofna í gufubaðinu.

þriðjudagur, janúar 13

Já hún Soffía er orðinn félagsmálafulltrúi MH, ég gleymdi að segja það að ég er víst orðin trúnaðarmaður SINE í Stokkhólmi. Ég gleymdi samt að segja þeim að ég er ekki í félaginu, ætli það skipti nokkru máli?

mánudagur, janúar 12

Þá er kominn aftur mánudagur. Akkúrat núna er annar herbergisfélagi minn sofandi í sófanum fyrir aftan mig þannig að ég verð að pikka hljóðlega á lyklaborðið, en hún er víst ólétt þannig að maður fyrirgefur henni alveg :) Þetta var ósköp róleg helgi hjá okkur. Ég fór að hitta Auði og Emelíu í pool á föstudaginn og tókum við m.a. leik með vinstri hendi, frekar erfitt í byrjun en venst ótrúlega vel :) Ég og Georg fórum svo í bæinn á laugardaginn og keyptum okkur m.a. góða steik fyrir sunnudaginn en um kvöldið komu Anna og Linda í heimsókn og við horfðum á vídeó og borðuðum nammi :) Í gær vann ég aðeins heima, þar sem ég er að byrja í kúrsi í næstu viku, reyndar bara hálfan daginn, þá er ég aðeins stressuð yfir að ekki ná að gera það sem ég þarf að gera, en það kemur bara í ljós. Get víst ekki verið of stressuð þar sem ég er að fara á skíði á miðvikudaginn :) förum um kvöldið og komum aftur á sunnudagskvöldið jejj!!! En núna eftir 5 mín verður haldinn skipulagsfundur varðandi matarkaup og annað :) Það verður víst ekki tekið af svíanum að honum finnist skemmtilegt að skipurleggja og halda fundi. Mér finnst bara merkilegt að það hafa ekki verið haldnir fundir fyrr, maður verður að hafa minnst fjóra skipulagningarfundi fyrir hverja uppákomu :) Man þegar ég var formaður í Hvarfi í efnafræðinni þá held ég að ég hafi slegið hraðamet í að stjórna almennum félagsfundi, hvort fundurinn var 15 mín eða eitthvað svoleiðis :) samt var ég með tíma fyrir spurningar og almennt efni.

föstudagur, janúar 9

Föstudagur til frægðar.....ætli ég verði fræg í dag?? Æji er það ekki bara óþarfa vesen að vera frægur, ég held að ég sé of löt til þess. Þá getur maður ekki farið út í búð á jogging buxunum eða farið ómálaður í bæinn. Hins vegar er Beggi.com að láta uppgradera á sér hjartað í dag og óska ég honum alls hins besta. Ég er hins vegar orðin frekar langeygð eftir stigum í getraununum hans, get aldrei giskað rétt :( Ég gerði þess vegna bara eigin spurningaleik; Hvað er það sem er stórt og grátt og segir "Ættu, Ættu!"???

miðvikudagur, janúar 7

Jæja já, þá er alvara lífsins hafin aftur. Ég mætti hress og kát í vinnunna á mánudaginn var, en lippaðist heim um hádegi, reyndar með fullt af lestrarefni, og ákvað að vinna heima. Í gær var svo rauður dagur þannig að ég er ekkert að kvarta. Ég og Patricia fórum í dag að skila tveim lestarmiðum til Åre þar sem eitthvað fækkaði í hópnum sem er að fara á skíði. Ég var þvílíkt komin í árásarhaminn út af því að ég var viss um að þetta yrði eitthvað vesen og ætlaði sko ekki að fara þaðan út fyrr en við værum búnar að fá að skila miðunum, síðan var bara þessi yndælis maður sem afgreiddi okkur og ekkert vesen skapaðist :) Við semsagt förum á miðvikudagskvöld eftir viku :) jejjjjjjj verður geggjað stuð. Erum 12 sem förum og erum með risa kofa á leigu með gufubaði og öllu þannig að þetta verður vonandi þvílíkt gaman. Núna ætla ég hins vegar aðeins að fara að æfa.

mánudagur, janúar 5

Jæja, þá er maður kominn út aftur. Ég vil bara þakka öllum samverustundirnar og öll heimboðin, sérstaklega þeim sem við ekki náðum að fara í, en vona að eitthvað verði úr því næst þegar við erum á landinu.