þriðjudagur, nóvember 21

Dagur í lífi morgunhanans:
Mætti í vinnuna kl 6:20 þar sem syninum tókst að breyta vekjaraklukkunni og bæta við klukkutíma. Þannig að ég dreif mig út kl 6:11 í stressi því ég ætlaði að vera mætt kl 7 og hélt náttúrulega að klukkan væri 7:11. Sest síðan fyrir framan tölvuna með kaffibolla, undrandi yfir því að það sé enginn mættur og fer síðan að pirra mig á því að einhver hafi breytt klukkunni á tölvunni. Lít síðan á armbandsúrið og sé að líklega sé klukkan í tölvunni rétt. Ég er semsagt búin að sitja síðan kl 6:30 og reikna tölfræði fyrir tölfræðikúrsinn sem ég er í. Var einum of gott að sonurinn hafi sofið til "kl 7" enda vaknaði hann bara á sínum vanalega tíma kl 6. Ekki það, það er náttúrulega fáránlegt að ætla að mæta kl 7 í vinnuna. Held ég sé búin að vera of lengi í Svíþjóð.

sunnudagur, nóvember 12

Jæja, ákvað að breyta aðeins til og klippti mig :) Veitir ekki af þegar kólna fer í veðri, nú frýs ekki hárið á mér þegar ég fer út :)

fimmtudagur, nóvember 2


Það er nú ekkert lítið hvað maður er latur að blogga. Alla vega þá fórum við út á land síðustu helgi með Beggu, Ingó og kútnum þeirra, honum Hilmi. Þetta var gamall bóndabær sem er hægt að leigja yfir helgi eða viku. Það var alveg æðislegt að komast úr bænum og slappa aðeins af. Ekki síst þar sem kútarnir sem eru svipað gamlir skemmtu sér konunglega með hvor öðrum. Veðrið skemmdi heldur ekki fyrir, þó það væri kalt þá var sól og heiðskýrt allan tímann. Ég setti inn fullt af myndum frá helginni inn hjá honum Eiríki í albúmið "Haustið 2006". Núna um helgina verður stelpu spa á laugardaginn (ummmmmm) og kannski eitthvað tjútt eftir og á sunnudaginn ætlum við að kíkja á nýjasta Uppsalabúann en Sigrún og Snævar fengu litla sæta rúsínu fyrir tæpum mánuði.