þriðjudagur, ágúst 26

Allir að flýja land
Já var einmitt að skutla Georg út á völl áðan, síðan er Hildur litla systir komin til Austurríkis og pabbi er stunginn af til BNA, hann reyndar kemur aftur á sunnudaginn. Búið að vera alveg nóg að gera hjá mér þennan tíma sem ég hef verið hérna heima, reyndar búin að vera dugleg að gera allt annað en að blogga :) en það er svona, lofa að þetta komist allt í fullt gang þegar ég kem út aftur, sá þetta bara þannig að ég væri í fríi frá öllu :) Er meira að segja búin að fara á hestbak og í sund! Enívei, síjú leiter.

kv
hoj

fimmtudagur, ágúst 21

Soffía ofurdjammari þykist eitthvað ætla að róast :) trúi því svona rétt mátulega hehehe nei djók. Er alla vega búin að breyta tenglinum hennar á nýja áfengislausa bloggið

þriðjudagur, ágúst 19

Hildur litla systir og ofurskvísa er að fara til Austurríkis núna á föstudaginn sem skiptinemi. Hún er líka komin með blogg þar sem hún ætlar að lýsa því sem er að gerast, annað hvorg má nota linkinn hérna til vinstri eða klikka hérna.

fimmtudagur, ágúst 14

Vissuð þið að orðið "ástríða" er borið fram á-stríða en ekki ást-ríða (ássdríða). Ég er greinilega búin að tala svona svakalega vitlaust allt mitt líf en alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

sunnudagur, ágúst 3

Komin til föðurlandsins
Jæja, þá er ég komin heim eftir frekar langt og leiðinlegt ferðalag með smá viðkomu í London. Var mjög þægilegt þar sem ég byrjaði í hita vel yfir 30°C, kom í London í 25°C og endaði í Keflavík í 16°C. Er ekki búin að gera mikið annað en að hjálpa til við að höggva niður eins og eitt stykki ösp í garðinum hjá pabba og mömmu og fórum í mat til tengdapabba í dag. Nú verður það bara matur með ömmu og kannski eitthvað sniðugt í kvöld, veit annars ekki alveg.

Kveðja frá klakanum :) (ja alla vega til allra sem ekki eru þar ;) )

Hrönn

föstudagur, ágúst 1

HEITT!!
Mér finnst þetta alveg hætt að vera fyndið hvað það er búið að vera heitt hérna! Hitinn kominn langt yfir 30 gráðurnar. Fór í bæinn aðeins í gær að sækja filmur úr framköllun og fór í klippingu til að vera fín og sæt þegar ég kem heim til Íslands. Þar sem ég lét setja strípur í mig líka þá tók þetta nokkuð langan tíma. Og eins og á öllum klipparastofum þá eru stólarnir úr leðri (eða gervileðri eða eitthvað svoleiðis) sem hleypa engu súrefni að þegar maður situr í þeim, svo var ég með handklæði á öxlunum og svuntu yfir mér allri þannig að það endaði eiginlega við að ég sat liggur við í polli. Stóð upp meðan liturinn var að verka í hárinu bara til að aðeins kæla mig. Ferlega óþægilegt. Síðan þegar ég var orðin sæt og fín þá trítlaði ég mér niður í tunnelbana (sem er kaldur og þægilegur) og tók lestina til Slussen þar sem ég hitti Emelíu og Auði. Við ætluðum nefnilega að fara í picknick. Vorum reyndar búnar að ákveða að grilla eitthvað gott en hættum síðan við þannig að við fórum bara inn á McDonalds og keyptum mat þar sem við fórum með niður á Zinkersdamm þar sem picknickið var. Sátum þar bara á teppi, í skugga sem betur fer og spjölluðum og hlustuðum á tónleikana sem voru þarna líka. Flottasta var samt að það kom stelpa sem labbaði fram hjá okkur með risa slöngu á öxlunum! Það hefur verið draumur minn lengi að fá að snerta svona kvikindi! Mér finnst þeir svo geggjað flottir að bara hálfa væri nóg. Manaði Emelíu upp í að koma með mér að tala við stelpuna og þá kom í ljós að þetta var bóa slanga, 3 m löng og 13 ára! Hún hafði átt hana frá því slangan var bara lítill ungi. Og ég fékk að klappa slöngunni!!!! Ótrúlega skrítið að koma við svona dýr, einhversstaðar á milli leðurtilfinningu og latex við viðkomu, og greinilega mikið af vöðvum. Fannst hún bara alveg rosalega falleg!! :o) Síðan fóru stelpurnar heim til að gera sig fínar þar sem þær voru að fara út á djammið en ég fór bara heim að pakka.