sunnudagur, mars 30

Kóngsins Köben
Já gleymdi víst að segja það að við vorum að fá flugmiðana okkar um daginn en við hjónin ætlum að stinga af til Kaupmannahafnar að heimsækja Hildi og Þórhall um páskana!! Ú je

Nice to meet you mr. Ron
Ég hef hér með ákveðið að taka þá fullkomlega réttmætanlegu tölfræðilegu ályktun að allir Skotar heita Ron. Þessi ályktun er tekin í ljósi þess að 100% þeirra Skota sem ég hef kynnst um ævina heita einmitt Ron. Hins vegar er kannski óþarfi að taka það fram að þeir eru bara tveir en það er hægt að draga beina línu milli tveggja punkta þannig að ég tel mig hafa tölfræðilega sterkan grunn til að gera það. En þetta eru einmitt húsvörðurinn okkar Ron og síðan herbergisfélagi minn á skrifstofunni niðri í vinnu og heitir einmitt líka Ron en vill láta kalla sig Ronnie. Það er ágætt því þá þekki ég þá í sundur.

Í gærkvöldi fórum nefnilega ég og Georg og Ronarnir tveir ásamt Emelíu og Auði í pool á okurstaðnum JoLo en það gerðum við bara vegna þess að við áttum boðsmiða þangað. Það var mjög næs og náðum við stelpurnar að sýna að við höfðum lært eitthvað á námskeiðunum. Kenndum strákunum líka 9-ball sem er eiginlega orðinn uppáhaldsleikurinn minn. Eftir poolið fórum við á mongólskan veitingarstað til að fá okkur í svanginn. Ég var mikið að velta fyrir mér hvort ég ætti að fá mér rækjurétt eða kjúklingarétt. Ákvað að fá mér rækjurnar en það hefði ég ekki átt að gera því í nótt ákváðu þær að gera uppreisn og flýja niður í klósettið. En eftir uppreisn rækjanna gat ég sofið betur og svaf eins og steinn alveg þangað til að ég vaknaði í morgun. En á leiðinni heim frá veitingastaðnum komum við við á Casablanca sem er vídeóleiga með ekkert smá mikið úrval af spólum og leigðum þrjár spólur sem við megum vera með í 3 daga og kostaði ekki nema 49 kr. Núna er ég hins vegar aftur komin niður í vinnu og ætla að reyna að klára þetta blessaða próf wons end for ol.

fimmtudagur, mars 27

Strákar
Haldiði ekki að strákarnir hafi sent mér póst á þriðjudaginn og beðist afsökunar á því að hafa ekki látið mig vita, en það var víst eitthvað tölvuvesen í skólanum hjá þeim bla bla bla og vildu endilega ákveða nýjan tíma til að koma í heimsókn. En það verður víst þá ekki fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir páskahelgina, eða vika 16 eins og er sagt hérna í Sverige. Þeir tapa sér stundum alveg í skipulagningunni og sá sem getur nefnt flestar vikur með númeri er talinn klárastur. "Nei ég kemst ekki í bústaðinn í viku 18, vika 21 passar mér mun betur þó höfum við alltaf notað viku 22 til að fara út úr bænum, en hann spáir víst rigningu í viku 19." Kræst! Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvaða mánuð þeir eru að tala um!

mánudagur, mars 24

Pirr pirr
Uss þessir blessuðu menntaskólanemar sem áttu að koma í dag mættu aldrei á svæðið. Er eiginlega hálf pirruð þar sem maður er náttúrulega búinn að undirbúa allt og eyða tíma í að pæla og skipuleggja. Ég sendi þeim bréf áðan til að athuga hvort ég hefði misskilið eitthvað eða hvað hefði gerst eiginlega. Enívei, reyndar alveg búin að nota daginn í að reyna að halda áfram með sýnin mín þannig að dagurinn hefur ekkert farið til spillis. Annars var veislan fín á föstudaginn, fór heim um hálf tvö þar sem ég ætlaði að fara niður í vinnu á laugardeginum sem ég gerði. Reyndar missti af þvílíkum slagsmálum sem leystust út þegar einhverjir tveir strákar fóru að troða sér í veisluna. Ég vissi ekki að Svíarnir ættu þetta til. Var hérna líka á sunnudeginu en var að berjast við þetta blessaða heimapróf sem ég á að skila eftir viku þannig að ég hef næstu helgi líka í þetta. Annars skín sólin og eitthvað hefur verið að hlýna í veðri, var meira að segja orðið hlýtt um hálf átta í morgun þegar ég lagði af stað í göngutúrinn minn.

föstudagur, mars 21

Föstudagur!!
Loksins! Reyndar skiptir ekki svo miklu máli þar sem ég verð líklega alla helgina hérna niðri í skóla að vinna og læra. Fékk í vikunni heimapróf sem ég á að skila 3. apríl þannig að ætli maður verði ekki að gera eitthvað í því. Ég fékk ekki spurninguna "hver er uppáhalds halógeninn þinn" eins og ég sagði Líneyu þannig að ég er hálf súr :-) Síðan ætla víst 3 menntaskólastrákar að koma í heimsókn á mánudaginn og ég á víst að sjá um þá en ég hef ekkert heyrt í þeim síðan í síðustu viku þannig að það er vonandi að þeir mæta á svæðið. Þeir vilja koma og skoða aðstæður og hvað við erum að gera. Í raun mjög sniðugt að það sé boðið upp á þetta þó þetta sé náttúrulega hálfgerð mæða fyrir þann sem á að taka á móti þeim en svona er lífið, en þá getur maður kannski lokkað að einhverja í efnafræðina. Eins gott að þeir séu skemmtilegir!! Nei segi svona. Ætla að byrja á því að sýna þeim allt, tala við mismunandi hópa hérna sem eru að gera mismunandi hluti, sýna þeim GC og kannski GC/MS og eitthvað svoleiðis. Þar sem þeir í raun eru líklega alveg grænir á þessu sviði þá gæti maður svo sem sýnt þeim sjálfvirkar pípettur og allir yrðu sáttir :-) hehehe. En svo eftir hádegi þá ætla ég að leyfa þeim að úrhluta fitu úr eggjum, og sjáum til hversu langt við komumst þar sem það er náttúrulega pool námskeið á mánudaginn sem maður má ekki missa af! Þannig að ég verð víst að taka til leysa og drasl handa þeim ef þeir eiga að labba. Ætla reyndar að fara heim núna úr vinnunni þar sem það er veisla í kvöld, en Anna Sandholm, fyrrverandi Anna Mörck sem er ein hérna á labbinu var að verja ritgerðina sína í gær þannig að það er útskriftarveisla í kvöld. Ætla samt ekki að vera lengi þar sem helgin verður löng og ströng. En núna er ég farin heim í sturtu. Góða helgi allir saman!

fimmtudagur, mars 20

Sólin og vorið.
Æji hvað það er gott að líta út um gluggann og sjá sólina skína langt fram á kvöld. Leit meira að segja út um gluggan í gærkvöldi um sexleitið og þá var ennþá hálf bjart þannig að vorið er loksins að koma. Annars er ég farin að fá mér göngutúra alltaf á morgnanna á leiðinni í vinnuna, er búin að sjá það að þegar það er svona mikið að gera hjá mér þá fer ég ekki að æfa eftir vinnu (loksins þegar maður drattast úr vinnunni) þannig að ég er farin að vakna aðeins fyrr og fæ mér 45 mín göngutúr áður en ég mæti í vinnuna en þá nær maður aðeins að vakna og hreinsa hugann. Mæli eindregið með þessu. Það er nú samt ekki eins létt eins og það hlómar að fá sér 45 mín göngutúr í vinnuna þar sem það tekur ekki nema fimm til tíu mínútur að rölta í vinnuna. Ég gæti svo sem labbað nokkrum sinnum fram og til baka en það er náttúrulega ekkert gaman þannig að ég er búin að finna stóran hring í gegnum skóginn og í kringum útivistarsvæðið hérna við hliðiná, inn í hverfið hinu megin við útivistarsvæðið og þaðan inn í skóla, engu að síður mjög skemmtileg leið. Það samt snjóaði á mig í morgun þegar ég var komin langleiðina inn í vinnu og það fannst mér ekkert sniðugt en núna er sólin komin fram aftur og allur snjór farinn.

þriðjudagur, mars 18

Tännfors
Fann heimasíðuna hjá Tännforsen sem við fórum að skoða þarna uppi í norðri en ef einhver hefur áhuga þá er hægt að smella hér. Eru myndir frá snjóhúsinu og öðru.

mánudagur, mars 17

Frh.
Ég var búin að skrifa svo mikið í gær að ég nennti ekki að skrifa meira. Annars vakti pósterinn minn mikla athygli, er ekki enn búin að koma að því að setja hann á netið, geri það kannski bara í kvöld þegar ég er búin að vinna eða eitthvað. Sören hélt líka fyrirlestur um nýju aðferðina sína sem er hluti af því hvað exjobbið mitt fjallaði um og er ég meðhöfundur að grein sem við erum búin að senda inn en ekki búin að fá svar um að tímaritið vilji hana. Kemur í ljós. Síðna minntist Åke líka á mig og hákarlinn minn í sínum fyrirlestri þar sem ég fann líka slatta PBDE (polybrominated diphenyl ether) í honum sem er svona flame retardant (veit ekki alveg hvað það heitir á íslensku, þarf að spyrja pabba), eldvarnarefni er það eina sem mér dettur í hug en það finnst mér frekar asnalegt. Enívei, mjög skemmtileg ráðstefna þar sem ég kynntist slatta af nýju fólki og hlustaði á marga mjög áhugaverða fyrirlestra, t.d. um tvívíðan gasgreini, mjög sniðugt.

sunnudagur, mars 16

Jæja komin heim
Já ég reyndar kom heim á föstudagskvöldinu en ekki komið mér í það að skrifa hérna á blogginu. Þá er það ferðasagan. Fór út á central rétt fyrir ellefu á þriðjudagskvöldinu þar sem lestin fór 23:12. Hittumst á Burger King og fengum okkur leit dinner. Þeir sem fóru með lestinni frá okkur voru ég, Patricia og Jana sem sváfum í sama klefa (allar undir 30), síðan voru það Kaj (flokkast líka sem ungt fólk) og Nick, Ulrika, Maria, Sören og Laiban. Åke kom síðan á miðvikudagskvöldinu. Settumst öll síðan inn í klefa hjá Ulriku og Maríu og vorum að spjalla. Varð þá einhverjum á orði að voða væri gott að fá eins og einn wisky dropa. Og viti menn, við ungu stelpurnar höfðum allar skrapað saman einhverjum áfengisleifum úr skápum og allar keypt smá snakk. Ég kom með viskípela sem ég fann heima og síðan leifar af rommi og gini en Jana kom með rauðvín og Patricia kom með romm. Var öllu þessu safnað saman og sátum við svo fram undir hálf eitt og spjölluðum öll saman og drukkum rauðvínsflöskuna og sumir fengu sér smá viskí eða eitthvað annað en um hálf eitt þá vildi "gamla fólkið" :-) fara að sofa en við stelpurnar fórum inn í okkar klefa og spjölluðum til þrjúleitið en fórum síðan að sofa. Ég get svo sem ekki sagt að mikið hafi verið sofið þar sem helv... læti eru í lestinni og hún hristist og skókst alla nóttina. Um hálf tíu um morguninn var síðan komið til Storlien þar sem ráðstefnan átti að vera. Henntum við þá draslinu upp á herbergi þar sem ráðstefnan byrjaði hálf ellefu. Um hálf eitt þá var hádegismatur og þar sem prófessorinn okkar var ekki kominn og við sáum fram á þétta dagskrá næstu daga þá ákváðum ég, Patricia, Jana, Kaj og Nick að skrópa eftir hádegi og fara á skíði/snjóbretti. Sem betur fer var Patricia álíka klár og ég á bretti þannig að við vorum saman tvær í léttustu barnabrekkunni :-) og meira að segja þar var mikið dottið. Mér finnst miklu erfiðara að læra á bretti en á skíði þannig að núna er ég alla vega búin að læra að stoppa og begja til vinstri, hægri begjan þarfnast aðeins meiri æfingar. En auðvitað náði ég að detta svo svakalega á rassinn að ég var viss um að rófubeinið hafi dottið af en ég fékk verk alveg upp að bringu....sem reyndar lagaðist. Hins vegar er ég enn með risa marbletti á báðum hnjám og nokkrum öðrum stöðum. Um fimm leitið þá lokuðu lifturnar, við vorum reyndar öll alveg búin, alla vega ég og Patricia þannig að við fórum í sund í staðin og sána og síðan í kvöldmatinn. Eftir matinn voru ýmis sölufyrirtæki með kynningar og buðu upp á frítt á barnum, haha! Ég náði að sötra eitt rauðvínsglas og síðan eitt glas til viðbótar en um hálfellefu var ég orðin svo þreytt eftir brettið og lítinn svefn nóttina áður að ég rölti mér upp á herbergi og stein sofnaði.

Fimmtudagurinn var þannig að morgunmatur byrjaði hálf átta og fyrirlestrar um hálf níu. Ég var náttúrulega hress og kát morguninn eftir og átti ekki í neinum vandræðum með að vakna.....ólíkt sumum sem höfðu verið að partíast til þrjúletið (hitt unga fólkið) og voru frekar þunnir þegar þeir komu loksins fram seinna um morguninn. Síðan voru bara fyrirlestrar til hálf tólf og þá hádegismatur en síðan gátu þeir sem vildu farið að skoða foss sem heitir Tennfors (Tinfoss) og snjóhús sem var búið að gera sem var risa stórt með íshúsgögnum og ísskúlptúrum. Vorum með tvo míníbússa og varð ég að keyra annan þeirra þar sem margir voru ekki enn í ástandi til að keyra. En ég skal reyna að setja inn myndir frá fossinum og snjóhúsinu um leið og ég fæ þær. Síðan hélt dagskráin áfram kl 15:30 og fram til 18:00 en við ungafólkið skrópuðum á síðustu tveim til að fara aftur í sund til að hressa suma við. Eftir það var kvöldmatur og ræður og eitthvað meira en síðan var rölt sér upp á barinn þar sem allir pósterarnir voru og haldið einhverju sumbli áfram. Eitthvað um ellefu leitið þá þurfti Jana að fara upp á herbergi til að ná í pening og ég ætlaði að vera samferða henni til að skila myndavélinni en þá sáum við að inn á herberginu hennar voru allar restarnar af áfenginu frá því í lestarferðinni sem við vorum reyndar aðeins búin að snerta á síðan og við settumst bara niður og fengum okkur í glas eða tvö. Síðan þegar við vorum búnar að spjalla þá tókum við eftir því að við vorum búnar að sitja þarna í tvo og hálfan tíma og ákváðum að rölta okkur niður á bar aftur til að sjá hvort það væri einhver þar ennþá, en þar voru Patricia og Kaj og eitthvað fleira af fólki, Åke og einhverjrir karlar sem ég hafði ekki séð ennþá sem kom í ljós að þeir voru frá Banvärket. Mér heyrðist þeir vera frá Barnvärket (Barnastofnunin eða eitthvað svoleiðis) og fannst svo æðislegt að svona grófir eldri menn sem virtust helst vera svona gröfutýpur voru að vinna með börnum, en annað kom í ljós seinna um kvöldið þegar ég var að segja hinum frá þessu. Hins vegar hélt ég smá sýnikennslu á því hvernig á að nota sjálfvirka pípettu í bjórnum hjá einum sem endaði á því að ég missti plast stútinn ofan í glasið hans. Ég er þó alla vega fegin að ég fékk pípettuna til að útskýra þar sem annar af ráðstefnunni var að reyna að útskýra seinna um nóttina hvernig GC/MS virkar hehe. En stuttu seinna vorum það bara við unga fólkið sem var eftir ásamt tveim stelpum frá Öresunds Universitet og eftri smá judo kennslu frá Kaj þá fórum við út með nokkra svarta ruslapoka sem við náðum að snýkja út úr barþjóninum og renndum okkur aðeins í brekkunum. Rassinn minn sem var ennþá aumur eftir flugið á brettinu var samt ekki of sáttur. Síðan dröttuðumst við upp á herbergi um þrjúleitið.

Morguninn eftir var nú ekki eins erfiður og mætti halda, náði að vakna í morgunmatinn sem byrjaði um hálf átta aftur en margir þarna voru að dragast inn á fyrirlestranna fram undir ellefu, frekar gráir og myglaði, m.a. Kaj sem er náttúrulega orðinn svo gamall karl greyið, 32 ára :-) . En sem betur fer voru bara fyrirlestrar til hádegis en þá var hádegismatur og síðan biðum við eftir lestinni sem fór um tvöleitið en stoppuðum fyrst í búðinni/pósthúsinu/ríkinu/allt múglígt og keyptum snakk, gos og nammi og eitthvað að borða til að hafa með í lestinni á leiðinni heim og til að gefa fólkinu í vinnunni á mánudaginn. Síðan eftir langa langa langa langa lestarferð heim þá komum við loksins á centralinn í Stokkhólmi um hálf ellefu um kvöldið. Sem betur fer fékk ég síðan far heim af lestarstöðinni þar sem maður var nú hálf tuskulegur og þreyttur.

Laugardagurinn fór bara í afslöppun, fór ekki úr náttfötunum fyrir en um tvöleitið. Fór síðan um fjögurleitið niður í bæ með filmuna í framköllun og smá rölt en hitti síðan Emelíu og Auði á Mariatorget um sexleitið en þá röltum við okkur á McDonalds og fengum okkur borgara en síðan inn á pool staðinn beint á móti og spiluðum í 3 tíma til að æfa okkur fyrir námskeiðið. Ég verð að segja eins og er að mér hefur nú farið slatta fram. Prófuðum að spila bæði 8-ball og 9-ball en kosturinn við 9-ball er sá að við getum allar þrjár spilað í einu og ég verð að segja eins og er að 9-ball er nokkuð skemmtilegur leikur. Verðum bara aðeins að spyrja kennaran betur út í reglurnar. Georg vildi ekki koma með þar sem hann var að gera eitthvað verkefni fyrir skólann. Í dag er ég síðan aðeins niðri í vinnu að dúlla mér en ætla að fara að koma mér heim aftur bráðum.

þriðjudagur, mars 11

Ráðstefna
Ú, loksins bloggerinn farinn að sýna gamlar færslur. Enívei þá er ég að fara að fara á ráðstefnuna á eftir, lestin fer 23:15 þannig að ég ætla að vera komin á centralinn svona eins og korter í eða eitthvað svoleiðis. Bið bara að heilsa ykkur öllum og ég veit ekki hvort ég komist í tölvu þarna uppi í sveit, örugglega ekki, ég held ekki að menningin sé komin svo norðarlega hehe nei smá djók. Blogga um leið og ég get.

Pool námskeið í gær
Ég, Emelía og Auður fórum á pool námskeiðið okkar aftur í gær. Í þessum tíma fórum við í það hvernig maður ætti að standa, halda á kjuðanum og skjóta og allt svoleiðis. Eina æfingin sem við gerðum síðan var að raða þrem kúlum í beina línu og skjóta miðju kúlunni í battann beint á móti og reyna að fá hana til baka aftur akkúrat á milli hinna tveggja kúlnanna án þess að snerta þær. Fyrst byrjaði maður náttúrulega með ágætis bil milli ytri kúlnanna en síðan fór maður að minnka bilið. Þetta er nefnilega ekki eins auðvelt og það virðist vera þar sem ef maður hittir ekki nákvæmlega á miðja kúluna sem er í miðjunni þá fær maður snúning á hana og þá kemur hún skakt til baka. Síðan fær maður ekkert smá illt í axlirnar þegar maður er að byrja að skjóta rétt þar sem maður á bara að fá hreyfingu í olnbogann á hendinni sem heldur kjuðanum en ekki í öxlina. Og síðan lærði ég loksins rétt grip á vinstri hendinni (gripið heitir víst brú, opin brú réttara sagt) sem maður styður á borðið og get þar af leiðandi farið að skjóta miklu fastar :-) Við erum orðnar ekkert smá klárar.

mánudagur, mars 10

Pósterinn minn!
Ú Je ég var að fá pósterinn minn!!! Fyrsti pósterinn sem ég geri og ekkert smá flottur í þokkabót þó ég segji sjálf frá :-) Þá er það bara að klippa hvítu hliðarnar frá og finna eitthvað sniðugt til að pakka honum inn svo hann lifi ferðalagið af.

Ágætis helgi
Já helgin var mjög fín. Á föstudagskvöldinu þá fórum ég og Linda og Anna sem eru vinkonur mínar úr vinnunni upp í Bergshamra, sem er næsta lestarstöð, og leigðum spólu, Magnolia, og keyptum í búrítos, fórum síðan heim til mín þar sem Georg beið og bjuggum til góðan mat, og horfðum á spóluna og borðuðum nammið sem við keyptum, sem var ekkert smáræði þannig að það var ennþá til nammi þegar þær fóru um kvöldið sem ég gat svo borðað á laugardeginum :-) ekkert smá heppin. Myndin var góð en löng.
Á laugardeginum fórum svo ég og Georg í bæinn til að versla, ætlaði að kaupa skíðabuxur þar sem ég er að fara á þessa ráðstefnu á morgun á einum af betri skíðastöðum Svía. Fór í Intersport og ætlaði bara að finna einhverjar ódýrar og fann t.d. einar sem voru eitthvað goritex æðislegt bla bla bla og kostuðu 1.500 kr sænskar sem er kannski ekkert geggjað fyrir skíðabuxur, ákvað samt að skoða aðeins meira og rölti mér fyrir tilviljun inn í barnadeildina og sá þar þessar fínu skíðabuxur á 380 kr sænskar sem bara pössuðu þannig að ég ákvað bara að kaupa þær í staðin en keypti þá líka lúffur og peysu á Georg en allt þetta var ódýrara en hinar skíðabuxurnar þannig að ég var bara hæst ánægð. Stundum er nú frekar gott að vera lítill.
Um kvöldið var síðan Þorrablót Íslendingafélagsins. Við nokkrar í saumaklúbbinum, s.s. Emelía, Auður, Halldóra og nokkrar í viðbót, ákváðum að það væri ekkert góður matur á þorrablótinu, sem bæ ðe vei var líka dýrt, þannig að við fórum með mökum á Indverskan stað sem var skít sæmó, góður matur en léleg þjónusta. Eftir matinn fórum við síðan á þorrablótið, komum eitthvað um 10 leitið en um tólf þá var hætt að spila tónlist og allir reknir heim, frekar fúlt. En af genginu sem fór á veitingastaðinn þá voru bara ég og Emelía og Auður eftir, Georg fór heim eftir matinn og hinir fóru á einhvern annan stað eða heim líka. Fórum þá heim til eins íslendingsins ásamt liði sem við könnuðumst við og sátum í því partíi til u.þ.b. 3 en þá þurftum við að fara til að ná síðustu lest heim.
Sunnudagurinn fór síðan bara í afslöppun, og kebab frá Prófessornum klikkar aldrei!

föstudagur, mars 7

Ný mynd!
Úje búin að setja heila nýja mynd inn á myndasíðuna....brjáluð uppfærsla. Getið klikkað hér til að skoða hana.

fimmtudagur, mars 6

Menntaskólakrakkar
Í dag komu 90 menntaskólakrakkar í heimsókn í háskólann og fóru aðeins á milli deilda hérna og komu m.a. í heimsókn til okkar. Ég þurfti sem betur fer reyndar ekki að gera neitt heldur sá Ulrika um þetta allt. Hún var eitthvað að vandræðast í gær hvað hún ætti að segja og sýna þeim því þetta verður að vera eftirminnilegt svo að þau myndu muna eftir efnafræðinni þegar þau færu að velja hvað þau ættu að gera í framtíðinni. Þá sagði ég henni meira í gríni en alvöru að hún gæti tekið hákarl sem ég var með í frystinum og leyft þeim að finna lyktina og því myndu þau aldrei gleyma, en henni fannst það alveg stór góð hugmynd og fékk hálfa sultukrukku með hákarlsbitum til að sýna krökkunum. Þá gat hún talað um að við værum að mæla mengun í lífrænum sýnum, t.d. hákrarli sem allir fengu að þefa af og þeir hugrökkustu að smakka, og eitthvað svoleiðis fram eftir götunum. En þetta gekk víst alveg stór vel, Ulrika kom allavega glampandi eins og sól þegar hún var búin og sagði að þetta hefði eiginlega verið skemmtilegasta skólaheimsóknin sem hún hafði séð um og sagði að þessu myndu krakkarnir líklega seint gleyma (kannksi ekkert skrítið miðað við lyktina af sterkum hákarli). En ég var búin að finna aðeins um vinnsluaðferðina sem var reyndar svolítið erfitt að túlka þar sem í lýsingunni stóð bara að hákarl er veiddur að vori og grafin í jörðu fram að slætti en þá hengdur upp og byrjað að borða þynnstu bitana á köldum vetrarnóttum (dáldið erfitt að gefa nákvæma lengd á vinnslunni), ég sló á að þetta tæki tótalt u.þ.b. 6 mánuði.

miðvikudagur, mars 5

P.s.
Vissuð þið að Svíar hafa aldrei heyrt talað um Derrick!!! Hafa aldrei séð frægustu bauga vestursins! Helgispjöll

Draumur
Ég held að ég sé búin að lesa of mikið af blogginu hennar Soffíu en mig dreymdi í nótt að ég væri í Þýskalandi og að reyna að bjarga mér á þýsku og ég var að reyna að segja einhverri konu að eftir að ég væri búin að sofa þá ætlaði ég að gera eitthvað sem ég man ekki hvað var. Vandamálið er að ég kann ekki þýsku, hef aldrei lært stakt orð í þýsku. Eina sem ég kan er úr gömlu Derrick þáttunum: Ich bin ein kriminalpolizi (örugglega vitlaust stafað og skrifað). Vandamálið í draumnum var hins vegar að ég vissi ekki (og veit ekki enn) hvað svefn er á þýsku en mundi bara hvað það er á frönsku, dormier (örugglega eitthvað vitlaust líka), en mér fannst ekkert sniðugt að vera að reyna að segja þjóðverjunum eitthvað á frönsku því þá yrðu þeir líklega fúlir og myndu reka mig í burtu. Hins vegar gat ég blandað fullt af sænsku inn í samtalið okkar þar sem sænskan er alveg stútfull af þýskum tökuorðum. Ég vaknaði nú í miðjum draumi en mig minnir að ég hafi getað gert mig ágætlega vel skiljanlega á blöndu af sænsku, ensku og einstökum þýskum orðum sem ég held að ég kunni.

Seinkun
Var að fá póst um að fyrirlestrinum núna eftir hádegi verður frestað um viku 'suk' Ég sem var að undirbúa og var næstum alveg tilbúin. Jæja ég þarf þá næstum ekkert að undirbúa mig fyrir næstu viku, aðeins að ákveða nákvæmlega hvað ég á að segja, sem ég var byrjuð á í morgun en nenni ekki að halda áfram með fyrst það verður enginn fyrirlestur í dag. Fer þá bara að leika mér með GC-inn eitthvað.

Bolludagurinn
Já í gær var víst bolludagurinn en hann er líka til hérna í Svíþjóð og í tilefni þess hafði Ulrika hérna í vinnunni bakað þessar dýrindis bollur (semlor eins og þær heita hér) sem eru mjög góðar. Þetta eru svona venjulegar sætar gerbollur oft með smá kardimommu í og síðan er toppurinn skorinn af og allt er skafið úr þeim þannig að bara skurnin er eftir. Það sem er skafið úr er síðan blandað við möndlumassa og smá mjólk bætt út í þannig að þetta verður smá drulla sem er síðan sett aftur ofan í skurnina af bollunni. Ofan á er síðan settur rjómi og síðan toppurinn sem var skorinn af og flórsykri dreyft yfir. Þó að lýsingin sé nú kannski ekki svo geðsleg þá er þetta mjög gott og ég gúffaði þrem í mig í gær en þá er maður líka kominn með nóg því þetta er náttúrulega alveg dísætt. Ulrika er víst líka algjör sérfræðingur í að baka semlor. Gærkvöldið fór síðan í að undirbúa fyrirlestur upp úr ritgerðinni sem ég skrifaði um helgina en átti að gera smá samantekt á lífrænum fosfötum sem eru notuð sem skordýraeitur. Kláraði það og kláraði líka næstum því pósterinn minn sem ég ætla að taka með á ráðstefnuna sem er í næstu viku í Storlien. Ekkert smá gaman að gera svona póster, sérstaklega þar sem við getum látið prenta hann út hjá analýtísku deildinni en þeir eru með svona risa prentara þannig að maður fær svona alvöru plagat. Ekki neitt að vera að líma inn á stórt blað neitt vesen. Annars varð ég svolítið sorgmædd. Gerði póster um hákarlinn minn og var orðið ekkert smá flott, með bláum bakgrunni og síðan var ég búin að finna geggjaða mynd af hákarli, tekið undir hann, blátt í kring og maður sá aðeins glitta í sólina....semsagt ekkert smá flott. Síðan þegar ég fór að skoða málið aðeins betur þá var þetta ekki rétt hákarlategund :-( og þá gat ég náttúrulega ekki notað þá mynd og fann enga eins flotta af mínum hákarli :-( Greinilega ekki margir verið að taka mynd af þessum venjulega norðurhafs hákarli. Varð ekkert smá fúl.

mánudagur, mars 3

Afmælisbarn dagsins
Afmælisbarn dagsins er Hildur Ólafsdóttir fyrrum samnemi úr efnafræðinni og T-listanum :o) en hún er 25 í dag. Til hamingju Hildur!

ohhhhh mánudagur......
hvað ég vildi að það væri föstudagur eða eitthvað álíka sniðugt. Alveg merkilegt hvað maður getur verið úthvíldur á sunnudagseftirmiðdegi og farið síðan snemma að sofa á sunnudagskvöldi en samt vakna ógeðslega myglaður og þreyttur á mánudagsmorgni. Ætli þetta sé bara þreyta vegna þess að heil vika er framundan þar sem maður þarf að vakna og vinna og vera þreyttur, bara einfaldlega að maður sé að bugast vegna komandi vinnuálags :) Kannski er maður bara að vorkenna sjálfum sér, enda á maður alltaf allt gott skilið, eða hvað? :o)