fimmtudagur, júlí 31

Eftir frekar rólegan dag (og heitan) í vinnunni ákvað ég að leita hælis loftkældum kjallara Jolo og æfa smá. Þar var fullt af fólki frá kúrsinum, margir að horfa á Henke og Fax kennarana okkar spila 14-1 og síðan til að fá tips frá Cliff sem er ennþá á svæðinu. Ég keppti hins vegar við Önnu Karin í 9-ball, en þar sem hún er búin að spila svona fjórum sinnum lengri en ég og er miklu miklu betri þá er ekki að spyrja að leikslokum. Ég er hins vegar búin að heimta rímats og þá verður engin miskun sýnd MWAHHH MWAHHH MWAHHH nei segi svona. Síðan um tíuleitið fórum við nokkur úr biljardinu á stað sem heitir Mosebacke sem er uppi á risa hæð við Slussen þannig að maður hefur útsýni suður yfir alla borgina og með útisæti, geggjað flott. Fengum okkur nokkra öllara og höfðum það næs. Það var svo hlýtt að maður þurfti ekkert að fara í peysu allt kvöldið. Frekar gaman og fórum þaðan fyrr en um tvö leitið. Er samt frekar hress í dag og það er nú eins gott, er að fara í pikknikk með Emelíu og Auði seinni partinn, í eitthvað stelpupikknikk í tengslum við Gaypride. Það er bara vonandi að maður frelsist ekki ;o)

þriðjudagur, júlí 29

Fór á biljardnámskeiðið í gær með stelpunum. Ég var reyndar búin með alla tímana mína en fór bara til að æfa mig. Ég vildi líka sjá þjóðsögninga Cliff Thayer sem er 82 ára og víst algjört undrabarn í svona boltaíþróttum eins og biljard, en hann var í heimsókn hjá Henke og kom á kúrsinn. Hann varð atvinnumaður í biljard 27 ára þegar hann var búinn að spila aðeins í 1 ár, spilaði undir pari í golfi eftir að hafa spilað í aðeins 18 mánuði (víst eitthvað æðislegt en segir mér ekki mikið þar sem ég hef aldrei spilað golf), gerði eitthvað svakalegt í keilu eftir að hafa spilað 12 sinnum eða eitthvað svoleiðis og var held ég bestur í USA í skeifukasti eða eitthvað svoleiðis þegar hann var 13 :) Held líka að hann hafi verið fyrstur manna að komast yfir 400 í einni umferð í 14-1, held hann hafi verið með 432 eða eitthvað svoleiðis, en það þýðir að hann hitti 432 bolta í röð án þess að missa!! Ég hef náð 5!! hehehe Horfði síðan á 14-1 leik þar sem Henke kennarinn okkar og ædol skoraði á Tony sem er líka kennarinn okkar og kannski smá ædol líka þar sem þeir spiluðu upp í 125 stig. Geggjað að horfa á svona fólk spila! Ég reyndar fór áður en leikurinn kláraðist og þá var Henke með forystuna og hafði hæst komist upp í 41 í einni umferð! Algjörir snillingar. Finnst ykkur ekki gaman að lesa um biljard :)

sunnudagur, júlí 27

Georg farinn
Ég fylgdi Georg á lestarstöðina í gær þar sem hann tók rútu út á Skavsta þar sem hann flaug heim í gegnum London. Fór síðan aðeins niður í bæ í smá labbitúr en var svo svakalega heitt að ég rétt náði að skröltast heim, það eina sem hélt mér gangandi var tilhugsunin að fara niður á strönd og leggjast þar. Haldiði svo ekki að loksins þegar ég er komin heim, búin að klæða mig í sundfötin þá er orðið skýjað!! Frekar fúlt. Fékk mér þá bara að borða í staðin. Síðan hringdu Emelía og Auður og buðu mér í kleinur og kaffi. Og þegar ég kom þangað þá stóð Emelía sveitt yfir steikarpottinum og steikti kleinur, það er sko fátt betra en heitar, nýbakaðar kleinur og ísköld mjólk! amminamm!! Emelía er algjör snillingur, og Auður líka fyrir að snúa kleinurnar :) Síðan eftir fullt af kleinum, kaffi og einn bjór og þegar Emelía var búin að klippa hana Auði sína þá fórum við í bæinn í pool. Maður verður náttúrulega að fara soldið oft til að klappa kjuðanum sínum og svoleiðis, kyssa hann góða nótt og svoleiðis. Vorum reyndar ekkert svo lengi því Emelía var nærri búin að brjóta kjuðann sem hún var með í einhverri frústrasjón en planið var að leita uppi Max hamborgarastað þar sem búið var að segja okkur að hamborgararnir þeirra væri það sem næst væri hægt að komast American style hérna í Svíþjóð. Þegar við síðan komumst að því að þeir eru bara til í úthverfunum og næsti staður uppi í Solna þá fórum við bara á Makkann og reyndum að ímynda okkur að við værum á stælnum :) Gekk ekki svo vel. Stelpurnar fóru síðan bara á Tip Top til að fá sér bjór en ég fór á vídeóleiguna og leigði mér spólur og fór heim.

Heyrði annars í Georg áðan en hann hafði komist óhultur heim, munaði reyndar litlu þar sem það byrjuðu slagsmál í röðinni við Iceland Express þar sem einn Ítali var að reyna að ryðjast fram fyrir annan Ítala og sá síðarnefndi var víst lítið hrifinn og þeir byrjuðu bara að slást! Veit ekki hvort ég þori til Stansted ;) virðist hættulegur staður

fimmtudagur, júlí 24

Ammælisbörnin dagsins sameinist!
Já það er víst annað merkilegt ammælisbarn í dag en það er hann Beggi Snillingur, sorrý Beggi, ég er nokkrum sinnum búin að reyna að senda þér afmæliskveðju á kommentakerfinu hjá þér en bara gengur ekki neitt, ég verð því víst bara að hylla þig svona: Heil Beggi, sem á afmæli á besta degi ársins!! Ekki nema von að við séum svona falleg (geri fastlega ráð fyrir því að Beggi vinur minn sé gullfallegur) þar sem má lesa á blogginu hans að m.a. Jennifer Lopez á líka afmæli í dag, ásamt mörgum öðrum merkum mönnum og konum. Takk fyrir að bæta mér á listann þinn :)

Annars er mér illt í tánni akkúrat núna, þegar ég var að labba heim úr vinnunni áðan og labbaði yfir smá grasflöt og þá fékk ég eitthvað inn í sandalann minn, mitt á milli stóru tá og táarinnar við hliðiná sem annað hvort beit mig eða stakk mig og það var ekkert smá geggjaðslega sárt!! Rak upp þetta svakalega óp og reif af mér skóinn en sá ekki neitt. Sá reyndar að ég stóð undir kastaníu tré, þannig að ég hef kastaníufræ grunað en kastaníufræ eru með hárbeitta gadda! Og mér er ennþá illt í tánni. Reyndar lagaðist það rosalega mikið þegar Georg mannsi minn hringdi í mig og bað mig um að hitta sig niðri í bæ þar sem hann bauð mér út að borða á þessum fína veitingarstað. Fengum ekkert smá góðar steikur, sérstaklega þar sem við höfðum rænu á að biðja um að fá einhverja aðra steikingu en well done sem virðist vera standard steikingin hjá Svíanum.

Núna er sko Emelía búin að missa titilinn ammælisprinsessa dagsins :) Ég fékk flottustu afmælisgjöf í heimi frá honum mannsa mínum en það var Cuetop 19 oz. kjuði, styrktur með glertrefjum og alles, geggjað flottur!. Núna er ég bara alveg eins og Earl Strickland, einn af bestu biljardspilurum í heimi, því hann spilar með alveg eins kjuða. Þá er það bara að byjra að spila eins og hann :) Að sjálfsögðu byrjar síðan sólin að skýna á fullu í tilefni dagsins en í gær voru einhverjar skýjadruslur að fela sólina af og til. Ég, Emelía og Auður fórum samt niður á strönd í gær eftir vinnu og spiluðum nýtt spil sem ég fékk frá Uppsalagenginu í afmælisgjöf sem var mjög skemmtilegt, Georg nennti ekki í meiri sól þar sem hann var búinn að sóla sig allann daginn, en Auður vann og Emelíu fannst spilið þá ekkert skemmtilegt. Eftir það fórum við niður á JoLo og spiluðum aðeins, ég með nýja kjuðann minn og Auður með sinn, nú getum við farið að mobba Ememlíu fyrir að vera ekki eins töff ;) Þegar ég var síðan búin að spila nóg þá settist ég aðeins og horfði á Henke kennarann okkar mala einhvern annan strák hvað eftir annað í 8-ball. Hann er ekkert smá klár.

mánudagur, júlí 21

Á föstudaginn hittum við nokkra af biljardkennurunum okkar á The Loft til að horfa á heimsmeistarakeppnina í 9-ball sem sýnd er á Sky. Stórgóð skemmtun en versta er að þessir snillingar eru svo góðir að þetta lítur út fyrir að vera svo svakalega auðvelt.

Afmælispartý okkar Emelíu var síðan á laugardagskvöldinu þar sem grillað var (reyndar kom úrhelli á annars fínum degi akkúrat þegar við byrjuðum að grilla), spilað kubb og spjallað, seinna um kvöldið voru dregnir fram gítarar þar sem Emelía afmælisbarn og Þóra uppsalaliði og lyfjafræðingur mynduðu þennan svaka dúett og við hin sungum með. Svíarnir virtust ekki alveg vera inn á þeirri línu að telja þetta bestu skemmtun í heimi en sungu þó með og hlustuðu ákafir þegar einhverjir íslenskir gullmolar voru teknir. Þóra snillingur var nefnilega búin að gera þetta fína sönghefti og fjölfalda og það var ekki hætt að syngja fyrr en öll lögin í heftinu höfðu verið tekin en fjöldi þeirra jaðraði við að vera við hálfa hundraðið. Síðan eftir góða skemmtun og gott partý héldum við Georg og Þóra heim á leið þar sem hún ætlaði að gista, hinir Uppsalabúarnir lúlluðu sér hjá stelpunum.

Sunnudagurinn fór bara í afslöppun. Fórum með Þóru niður í bæ og röltum okkur um gamla stan, kíktum á höllina og fengum okkur að borða, en fylgdum henni síðan á lestarstöðina þar sem hún tók lestina til baka til Uppsala. Gleymdi síðan að úrslitaleikurinn í heimsmeistarakeppninni var í gærkvöldi og við leigðum því bara spólu og létum fara vel um okkur.

föstudagur, júlí 18

Kaj klikkaði
Kræst! Hann Kaj, annar herbergisfélaginn minn hérna á skrifstofunni hefur aldrei verið talinn alveg eðlilegur þó þetta sé skemmtilegasti strákur og fínn félagi. Hann er íþróttafrík og klettaklifrari og fimleikaþjálfari (byrjaði í fimleikum 25 ára) þó það sé nú alveg eðlilegt. Hann er líka mjög meðvitaður um hvað hann er æðislegur og er alveg sannfærður um að hann geti gert hvað sem er. Hann og kærastan hans eru að velta fyrir sér að kíkja í tæpa viku til Íslands núna í ágúst og heimsækja okkur Georg sem væri mjög gaman, nema honum langar rosalega mikið til að fara á hestbak sem er gott og blessað, på en Islandshest eins og þeir segja. Nema það bara að gaurinn er að reyna að finna ferð sem er 3-5 daga hestaferðalag og hvorki hann né kærastan hans hafa komið nálægt hesti áður, hvað þá setið á einum!!! Maðurinn er ekki heilbrigður! Bæði ég og Georg höfum verið að reyna að segja honum að þetta sé nú aðeins eins og að hoppa í djúpa endann á sundlauginni án þess að kunna að synda, jafnvel án þess að vera með kút, en hann segir bara að þetta geti nú varla verið svo erfitt, maður þarf bara að sitja á hestinum og það geti nú hver sem er! Ég var nú lengi í hestamennskunni og átti hest og allt það og hef dottið oftar af baki en ég get talið á fingrum beggja handa og ég var að reyna að segja honum að þetta sé nú ekki alveg eins auðvelt og það líti út, en hann er svo sannfærður um að hann geti þetta að honum verður ekki bifað. Hann er meira að segja að reyna að finna ferð þar se skilyrðin eru að kunna eitthvað á hesta!! Maðurinn er geðveikur! Jæja, don't say that I didn't warn him! Hann verður bara að læra af reynslunni og rasssærinu.

fimmtudagur, júlí 17

Já afmælisprinsessa dagsins er Emelía Eiríksdóttir ofur hetja og biljardsnillingur og sambúi minn hérna í Stokkhólmi. Við Emelía ætlum að halda sameiginlega veislu núna á laugardaginn þar sem hún fagnar 27 ára afmælinu en ég fagna mínu 25 ára afmæli sem er í næstu viku, þann 24. júlí, (hint hint) ;) bara svo þið munið.....ég get líka svo sem verið með daglega niðurtalningu svo þið gleymið því örugglega ekki :) Annars eruð þið velkomin í veisluna, ef þið eigið leið hjá :)

Fór í pool í gær og prufaði fína lánskjuðann minn og ég hefði aldrei trúað því hefði ég ekki prófað það sjálf að það gæti verið svona svakalega mikill munur að spila með eigin kjuða og kjuðunum sem eru á biljardstofunum!!! Er reyndar með mjög léttan kjuða og mjúkan, en ó mæ god ég er svo sannarlega búin að sjá ljósið!! Versta er að maður getur ekki snúið til baka hér eftir! Allt í einu fer maður að galdra fram skrúfur hægri vinstri upp og niður! Núna bara VERÐ ég að kaupa mér kjuða :)

miðvikudagur, júlí 16

Það var ekkert smá fínt um helgina. Eftir vinnu á föstudeginum fórum ég, Georg, Linda og Anna með strætó til Blidö þar sem sumarhúsið hennar Lindu er. Hús sem var byggt átjánhundruð og eitthvað mikið en þau eru búin að gera mikið upp. Þar sem það tekur tvo og hálfan tíma með strætó þá vorum við ekki komin fyrr en tæplega átta en kveiktum þá upp í grillinu og sumir fengu sér sundsprett á meðan þar sem húsið er alveg við sjóinn og þau eru með einkabryggju. Laugardagurinn var frekar skýjaður en þá fórum við bara í tveggja tíma langan göngutúr og skoðuðum kirkjuna og fórum á flóamarkað. Um kvöldið fórum við í þrítugsafmæli hjá Jönu sem var haldið skammt frá sem var skemmtilegt, þar voru grillaðar pulsur og vinir hennar sem eru með hljómsveit spiluðu, geggjað stuð. Sunnudagurinn var bara ein stór sól! Lágum á bryggjunni og slöppuðum af, borðuðum nammi og nýbakaðar bollur sem Georg bakaði.

Á mánudaginn var það biljardkúrs eins og venjulega. Stelpan sem ætlaði að lána mér kjuða kom með kjuðann en ég náði ekkert að prófa hann því kennarinn talaði út í eitt allan tíman. Vorum að fara almennilega í gegnum reglurnar í mismunandi leikjum. Ætla að reyna að fara í kvöld og prufukeyra trillitækið :)

Auður og Emelía buðu okkur í mat í gærkvöldi þar sem fína grillið þeirra var sett saman og vígt. Fengum þessa príðis svínalund, marineraða á snilldar hátt með grilluðum sveppum sem voru fylltir með rjómaosti og síðan grillaða banana í eftirrétt. Ekkert smá gott!! Sátum úti og borðuðum þar sem veðrið var svo meiriháttar gott. Á leiðinni heim þegar við vorum að labba í lestina þá sáum við tvær leðurblökur sem voru að elta flugur og einn héra. Ótrúlega fjölbreitt dýralíf í stórborginni!

föstudagur, júlí 11

Við Emelía og Auður eru búnar að vera svaka duglegar að æfa okkur í biljard, fórum bæði á miðvikudaginn og í gær. Síðan er ég búin að redda mér lánskjuða þangað til ég fæ eigin kjuða en ein stelpan á námskeiðinu á auka kjuða sem hún bauðst til að lána mér. Hún reyndar sagði að hann væri í það mýksta fyrir byrjendakjuða því að með mjúkum kjuða er miklu auðveldara að fá snúning á boltann þannig að maður þarf ekki að hafa nógu mikið fyrir því að læra almennilegan snúning. En það væri samt betra en að vera með kjuðana sem staðirnir eiga. Ekki samt spyrja mig hvað felst í skilgreiningunni á mjúkum og hörðum kjuða því ég hef ekki hugmynd. Við stelpurnar ákváðum að fara í smá vettfangsferð í biljardverslun til að kynna okkur aðeins málið og verðin.

Eftir vinnu í dag ætlum við Georg, ásamt Lindu og Önnu að fara út í sumarhúsið hennar Lindu sem er úti í skerjagarði og eyða helginni þar. Á reyndar að vera skýjað á laugardaginn en á sunnudaginn sýndu þeir bara eina risa sól yfir Svíþjóð. Þá ætlum við sko að liggja í sólbaði. En á laugardaginn förum við í þrítugsafmæli hjá Jönu sem verður haldið í nágrenni við sumarbústaðinn.

mánudagur, júlí 7

Helgin var alveg meiriháttar fín og gott að hvíla sig eftir þreytta viku. Ian og Emil komu í heimsókn til okkar á föstudagskvöldið þar sem Ian er að fara að flytja til Bergen í vikunni og var þetta smá kveðju matarboð. Þeir reyndar fóru snemma þar sem Ian þurfti að hitta fleira fólk til að kveðja og átti eftir að fara á þrjá staði til viðbótar. Vona að það hafi gengið vel þar sem þeir voru búnir að fá sér oggu lítið í aðra tánna þegar þeir fóru frá okkur.

Laugardagurinn fór bara í vídeógláp og afslöppun. Sem betur fer var aðeins skýað þannig að maður var ekki með neitt samviskubit yfir að vera bara inni og gera ekki neitt. Horfði loksins á nýju James Bond myndina, gaman að því að í lokin í bílaeltingarleiknum þá er bíllinn hans James stundum á íslenskum númerum og stundum á breskum og stundum á einhverju öðru. Síðan um kvöldið fór ég til Önnu en hún var með smá kaffiboð og bauð upp á nýbakaða snúða og annað góðgæti. Spiluðum kubb í almennigsgarði rétt hjá en fór bara snemma heim til að slappa ennþá meira af. Það var kannski eins gott þar sem Nick annar vinnufélagi minn hringdi seint á laugardagskvöldinu til að athuga hvort við ætluðum með til Birka morguninn eftir með honum og fjöldskildu. Við vorum búin að plana þetta reyndar fyrir löngu en hann var kominn í frí og ég var ekki búin að heyra neitt frá honum til að staðfesta. Síðan hringdum við í Ron og buðum honum með líka. Þannig að kl 10 á sunnudeginum var lagt úr höfn frá Statshusbron og siglt í átt að Birka. Siglingin tók um tvo tíma þannig að við vorum komin þangað rétt fyrir hádegi. Birka er annars eyja í Mälaren, sem er risa stöðuvatn, þar sem elsti þekkti víkingarbær Svía var og er fullt af uppgreftri í gangi og ýmislegt annað. Fórum þangað síðasta sumar með Björgu og Helga en náðum bara að vera þar í 1-2 klst. Núna tókum við ekki bátinn til bara fyrr en hálf sjö um kvöldið. Í alveg glampandi sól og steikjandi hita gengum við um og skoðuðum allt sem hægt var að skoða, lágum á ströndini og sumir fengu sér sundsprett, hinir fengu sér bara ís. Skoðuðum safnið sem var þar og fengum gædaðan túr um eyjuna og margt fleira. Alveg meiriháttar dagur!! Komum ekki heim fyrr en um níu leitið og fengum okkur aðeins að borða og fórum síðan bara í rúmið.

Í kvöld verður það síðan bara biljardnámskeið eins og venjulega á mánudögum með Emelíu og Auði. Sólin heldur reyndar áfram að skína þannig að það er svo sem frekar freistandi að fara bara heim á ströndina en ég mun ekki falla í freistni!

þriðjudagur, júlí 1

Jæja, ég verð þá víst bara að heita Hr? Enívei...fórum til Uppsala á föstudaginn til að fara í innfluttningspartý hjá Örnu og Karvel. Mættum reyndar klukkutíma of seint þar sem ég komst ekki nægilega snemma úr vinnunni og misstum síðan af lest. Það skemmdi nú samt ekkert fyrir, ákvað bara að halda íslenskum heiðri uppi með að mæta ekki á réttum tíma. Í partýinu voru náttúrulega Arna og Karvel en líka Sigrún og Snævar ásamt einhverjum svíum sem ég þekkti ekkert. Partýið byrjaði úti í garðinum með grillun og spjalli. Eftir matinn var farið í Brennboll sem er svipað og kíló hjá okkur. Liðin voru Íslendingar (ásamt einum Ítala) móti Svíum. Svíar reyndar byrjuðu á því að taka forystuna en síðan var hætt að telja og ég held að það hafi verið vegna þess að við vorum að vinna. Annars kom gamla keppnisskapið upp í okkur Íslendingunum og hvöttum okkar lið á fullu og fögnuðum ef hinu liðinu mistókst. Svíarnir voru töluvert settlegri og ég held að þeim hafi ekkert litist á okkur. Þegar sólin var farin var farið inn og haldið áfram að skemmta sér með hákarl við höndina og brennsa í hinni. Óþarfi að segja að þeim leist ekkert á hákarlinn en voru mjög hrifnir af brennsanum. Síðan ákváðum við Arna að sína Svíunum ljósið varðandi Sálina hans Jóns míns og spiluðum Sódómu og Krókinn í kapp við hvort annað. Ég held reyndar að þeir hafi ekkert verið nær því að sjá hvað Sálin er góð partý hljómsveit, verst að hafa ekki verið með Stuðmenn. Þegar leið á kvöldið fór fólk að tínast heim, meira að segja Karvel ákvað aðeins að hvíla augun í smá stund en ég, Georg og Arna létum það ekki stoppa okkur. Held reyndar að það var ágætt að hætta þegar allir hinir voru farnir og Arna farin að draga upp Monty Python spólur. Ekkert smá skemmtilegt partý.

Á laugardeginum var farið snemma á fætur og fengið sér morgunmat. Upp úr hádegi var síðan farið að hitta Sigrúnu og Snævar á lestarstöðinni þar sem Uppsala búar voru á leið í Gröna Lund í Stokkhólmi. Við hins vegar ákváðum að hittast síðan öll heima hjá okkur ásamt Emelíu og Auði og snæða kvöldverð saman, sem við gerðum. Það var ekkert smá gaman en Uppsala búar urðu að fara snemma til að ná síðustu lest heim. Það var kannski ágæt þar sem ég var búin að mæla mér mót við sjeffann niðri í vinnu á sunnudagsmorgninum þar sem við ætluðum að klára umsóknina mína.

Í gær fórum við Auður og Emelía síðan á biljardkúrsinn okkar, mjög góður tími og í kvöld ætlum við að fara og æfa okkur aðeins meira svo við verðum rosa klárar.