mánudagur, september 30

Léleg í blogginu
Biðst innilega afsökunar á lélegri frammistöðu í blogginu, en það var frekar mikið að gera síðustu viku og ég varla leit út úr labbinu. Annars er ekki mikið búið að gerast hjá mér annað en að vinna og æfa. Búin að horfa á tvær vídeóspólur, Behind enemy line (bak við óvinalínuna) sem var ótrúlega bandarísk og jaðraði við það að vera hálf væmin og svo Black hawk down (Svarti haukur skotinn niður) sem var svo sem ágætis skemmtun en með frekar furðulega hernaðarstrategíu þannig að jafnvel ég sem hef frekar lítið vit á þessu fannst þetta hálf asnalega gert. Myndin fjallaði semsagt um sannsögulega atburði í einhverju Afríkuríki, Sómalíu að mig minnir þar sem bandarískir hermenn eru sendir inn í bæ til að ræna einhverjum afrískum einræðisherra og binda þannig endi á eitthvað stríð. Aðferð hermannanna virtist vera aðferð mestu dreifingu þar sem þeir gerðu ekkert annað en að tína hvor öðrum og keyra í hringi og láta skjóta sig. Hringdu svo í Sameinuðu þjóðirnar þegar þeir voru búnir að mála sig alveg út í horn til að láta bjarga sér. Það sem var kannski helst að draga blessuðu BNA hermennina niður var að mottóið var að skilja engann eftir, hvort sem hann var lífs eða liðinn, þannig að líklega dóu helmingi fleiri BNA hermenn en nauðsynlegt var vegna þess að þeir voru dragandi rotnandi lík á eftir sér og plokka upp sundrutættar leifar félaga sinna til að koma þeim í bandaríska jörð.

Síðan las ég líka bókina "Dís" eftir einhverjar þrjár stelpur en Auður frænka skildi bókina eftir. Það fannst mér þræl skemmtileg lesning og mæli ég óhikað með henni, hins vegar fannst mér endirinn vera hálfgerður "Tár, bros og takkaskór" fílíngur enda kannski höfundar alist upp með Þorgrím á náttborðinu.

Í gær fórum við í göngutúr í góða veðrinu, um 15°c og stuttermabols veður, reyndar frekar kallt í skugganum og eftir það þá komum við við hjá nágrönnum okkar, þeim Kjartani og Tönju sem búa í blokkinni við hliðin á og fengum pönnsur með sultu og ís. Þökkum kærlega fyrir það.

Núna er ég hins vegar að fara í kaffi þannig að ses seinna.

þriðjudagur, september 24

Kuldi
Gaman að því að Svíar eins og margar aðrar þjóðir kveikja bara á kyndingunni einhvern fyrirfram ákveðinn dag sem í okkar tilfelli var á fimmtudaginn síðasta. Ofnarnir hafa hins vegar ekki hitnað um eina gráðu frá því sem þýðir það að maður liggur undir teppi frá því að maður kemur heim og þangað til að maður skríður undir sæng. Frekar kalt sem sagt. Eftir að flestir íbúar hússins voru búnir að kvarta þá var farið að grenslast fyrir. Kemur þá í ljós að verkamenn sem voru að vinna við að laga leka í íbúðinni í kjallaranum voru einum of duglegir og tóku í sundur inntakið í húsið fyrir heita vatnið fyrir ofnana. Ótrúlega sniðugt. Okkur verður þá bara kalt þangað til að það verður lagað. Og ef ég þekki framkvæmdar hraða Svía rétt, þá verður það svona í maí á næsta ári einhverntíman.

laugardagur, september 21

Heimshornakók
Gaman að því að ég get setið hérna í stofunni heima og bragðað kók frá öllum heimshornum. Þegar ég fer á hverfis veitingastaðinn sem heitir Professoren þá get ég keypt súperdós af kók. Það er ekki hægt að gera í venjulegum sænskum búðum og það er vegna þess að á Professornum þá fæ ég þýskt kók. Bragðast ljómandi vel. Svo þegar ég panta mér pizzu frá vissum stað hérna í nágrenninu þá fæ ég tveggjalítra kók, sem er ekki heldur hægt að fá í venjulegum sænskum verslunum. Það er vegna þess að ég fæ kók frá Slovensku sem ég geri ráð fyrir að sé Slóvakía frekar en Slóvenía. Það kók er hins vegar frekar vont. Kaupi ekki það aftur. Þetta geta nú ekki allir. Ætti kannski að fara að prófa fleiri teikavei staði til að reyna að prófa kók frá fleiri löndum, aldrei að vita nema maður rekist á vífilsfells tappa einhversstaðar sem er kannski frekar ólíklegt þar sem að ég efast um að það séu margir sem flytji inn kók frá Íslandi fyrir litla veitingarstaðinn sinn til að spara.

fimmtudagur, september 19

Úldinn fiskur
Varð fyrir hræðilegri lífsreinslu í gærkvöldi. Við hjónin fórum til einnar hérna í vinnunni í gærkvöldi ásamt fleiri vinnufélögum en tilgangurinn var að borða þjóðarógeð Svía: Sur stömming sem er söltuð síld sem er látin gerjast í niðursöðudós í einhvern lengri tíma. það var búið að segja okkur að það væri ógeðsleg lykt af þessu, en það var ekkert búið að undirbúa okkur fyrir skítalyktina sem gaus upp þegar dósin var opnuð. Persónulega var ég búin að undirbúa mig fyrir nokkurskonar skötulykt en þetta var engu líkt, hrein skítalykt!!! Reyndar var bara saltbragð af sjálfum fiskinum en lyktin var hræðileg. þetta er svo borðað á hrökkbrauð með kartöflum og lauk. Við reyndar náðum að hefna okkar aðeins þar sem við tókum með okkur hákarl, hrútspunga og brennivín.

mánudagur, september 16

Netfang og heimasida!!
Komin med nytt netfang: Hronn.Jorundsdottir@mk.su.se og splunkunyja heimasidu: http://www.student.su.se/~hrjr5762/ endilega skellid ykkur. Eg er engin sma hetja, serstaklega thar sem eg gerdi hana i sumar thegar var litid ad gera i vinnunni og fann thessa finu sidu: the beginners guide to HTML og gerdi allt bara med thvi ad koda sjalf. Thess vegna er hun frekar einfold en aldrei ad vita thegar eg er buin ad laera a Flash tha geri madur flottari og finni sidu. Thid getid lika sent mer post a nyja og fina netfangid og sagt eitthvad gott um siduna herna en ef thid aetlid ad segja eitthvad slaemt tha sendid post herna.

Kosningaurslit
For ad kjosa i gaer eftir ad hafa fylgt Audi fraenku a centralinn i gaer. Verd ad segja eins og er ad thetta var toluvert odruvisi en ad kjosa heima. I fyrsta lagi tha voru fulltruar fra flestum flokkunum fyrir utan kjorstadinn ad nyta sidasta taekifaerid ad veida atkvaedi thannig ad arodur a kjorstad er greinilega ekki bannadur. Sidan thegar vid komum inn tha tok a moti okkur risa langbord med kostningarsedlum fra ollum flokkunum og thar atti madur ad taka ser mida eftir thvi sem madur aetladi ad kjosa thannig ad thad er heldur ekki haegt ad segja ad thetta hafi verid leinilegar kostningar. Sidan for madur inn i kostningarklefann og thegar eg leit a midann tha stodu bara eins og 20 nofn og eg matti bara krossa vid eitt. Thannig ad eg bara lokadi augunum og valdi einn. Hins vegar hef eg ekki hugmynd um hvort eg var ad strika hann ut eda gefa honum auka taekifaeri. Kemur i ljos. En a thinginu tha unnu SUS-arnir (sosial demokratar) storsigur med 41% atkvaedi og taka tha med ser vinstri flokkinn (8%) en verda ad taka med ser umhverfisflokkinn lika (4%) til ad na meirihluta. En umhverfisflokkurinn (midjuflokkur) aetlar ad selja sig dyrt og er buinn ad tilkynna thad ad their ganga i saeng med theim sem ganga best ad theirra krofum thannig ad their hafa urslita ahrif sem er mjog gott.

sunnudagur, september 15

Auður farin heim
Jæja, þá er Auður frænka farin heim en það var mjög gaman að hafa hana. Á föstudaginn sótti ég hana á hótelið hennar og fórum bara heim og ég eldaði þessa fínu pízzu. Í gær fórum við í göngutúr niður í skóg hérna hjá okkur og svo í bæinn þar sem við gengum um og skoðuðum í búðir og kirkjur og höllina og fengum okkur að borða hádegismat og fleira. Keyptum svo villisvínasteik í söluhöllinni á Östermalmstorgi og steiktum í kvöldmat, þannig að við höfum borðað sama mat og Ástríkur og Steinríkur. Bragðaðist ljómandi vel. Fylgdum svo Auði á T-Centralin í dag til að taka rútuna upp á völl. Takk kærlega Auður mín fyrir heimsóknina, það var frábært að hafa þig.

föstudagur, september 13

Sprauta í rassinn
Var að fá sprautu :o( reyndar ekki í rassinn og það var reyndar ekkert vont heldur, en mér finnst samt að ég eigi alla vorkun skilið. Nei ég var að fá bólusetningu fyrir lifrarbólgu A og B því að í kúrsinum þar sem ég verð með verklega kennslu þá verðum við að vinna með mannablóð og þá er víst allur varinn góður. Hjúkkan sagði svo að það gæti verið að maður fái flensu einkenni á morgun. Vona að svo verði ekki þar sem ég fer á eftir að hitta hana Auði frænku, en hún ætlar að gista hjá okkur þangað til á sunnudaginn. Þá má maður ekki verða veikur.

Pikknikk
I gaerkvoldi var pikknikk i vinnunni svona til ad halda upp a sidasta sumardaginn thvi samkvaemt vedurfrettum kemur haustid i dag. Rakst reyndar ekki a thad a leid i vinnuna i morgun en eg hitti thad kannski seinna i dag, veit ekki. Reyndar alveg eins vedur i dag eins og var i gaer. Enivei, thad var mjog gaman i gaer, vorum buin ad bua til pasta med sveppum og gera sallat og sosu og braud og annad gott og svo var bjor og vin handa theim sem vildu. En thetta var haldid a grasflotinni fyrir utan vinnuna. Sidan var spjallad og spilad kubb sem er ser saenskt fyrirbaeri en kemur skemmtilega a ovart en tha a madur ad kasta nidur trekubba hja hinu lidinu med trepinna og svo eru einhverjar reglur og bla bla bla, mjog skemmilegt en getur tekid mjog langan tima. Sidan svona um half tiuleitid thegar var komid nida myrkur og folk haett ad sja kubbana tha var haldid heim a leid.

miðvikudagur, september 11

KALT!!!
Shit, eg hefdi aldrei buist vid thvi ad i thessu starfi sem eg er i nuna ad eg thyrfti ad vinna mer til hita!! Verkamennirnir herna voru loksins ad setja upp loftkaelinguna herna hja okkur og tha kemur i ljos ad hun er svona ofuraktif!! Eins og midstodin in Lodunni okkar, en thar var alltaf kanary hiti sama hvernig vedrattan var uti, madur gat valid milli "heitt" og "ogedslega heitt". Vona samt ad thad kolni ekki mikid meira eftir ad thad kolnar i vedri herna, vona ad thad verdi alla vega ekki eins og a gamla stadnum en thar atti loftraestingin thad til ad kaela alla mikid nidur. Eins og milli jola og nyars nuna sidast, tha var -20 stiga hiti uti og hitinn inni a labbi var +7!! Tho ad labbslopparnir hlyji glettilega tha var thad bara eins og dropi i hafid. Urdum ad fara heim thvi ad thad var ekki haegt ad vinna fyrir kulda.

Bilavandraedi
Greininlega hvergi okeypis langtimastaedi, ekki einu sinni i Thorsmork!! Grinlaust, manni finnst folk oft taka Krossanna otharflega kaeruleysislega enda margir fengid thad i bakid aftur.

þriðjudagur, september 10

Sorgleg
Hej ég kom bloggdraslinu aftur i gang hérna heima!!! það mætti halda að ég hefði ekkert að gera hehehe

Grasekkja og SEPO
Spurning um ad fara ad drifa sig heim a leid, elda pasta eda eitthvad alika leidinlegt. Georg er nefnilega i einhverri skolaferd (segir mer allavega) og for i gaermorgun og kemur ekki aftur fyrr en a fostudaginn. En gaman ad thvi ad tha kemur Audur fraenka einmitt lika til okkar i sma heimsokn. Verd nu ad dast ad otrulegu hugrekki hennar thar sem hun flygur hingad til Stokkholms a morgun, orlaga daginn mikla. Annars eru Sviar mikid i thvi ad undirbua sig fyrir komandi hridjuverkaaras en SEPO (Sekerhets polisen), thad er ad setja oryggislogregla Sviarikis, nokkurskonar KGB eda eitthvad alika, er vist buin ad setja alla lidsmenn sina a serstakt al Quaida namskeid thar sem theim er synd mynd af Osama kallinum svo their thekki hann orugglega i sjon ef hann skyldi radast inn i landid.

Tha er madur sestur aftur vid tolvuna, buin ad vera half leleg vid thetta og nadi ad hassa eitthvad upp bloggernum heima. For og keypti mer kort i raektina i gaer, erum nokkrar stelpur herna ur vinnuni sem forum saman. Fyrsti timinn sem vid forum i eftir hreyfingarleysi sumarsins var Järn gympa 90 sem ma thyda jarn leikfimi i 90 minutur! Tha er threk i 40 min, bodypump i 35 min og svo teigt i 15 min. Eins og gefur ad skilja tha er eg varla vidraeduhaef i dag!!

miðvikudagur, september 4

Kosningar nalgast
Nu er eg allavega buin ad komast ad thvi ad thessir tveir stjornmalamenn sem eg kannast vid herna, Goran Persson og Anna Linn, er medlimir i SUS. Eins og kannski gefur ad skilja tha stendur thetta ekki fyrir Samband ungra Sjalfstaedismanna heldur Sosial Demokrata. Ekki spyrja mig hvadan U-id kemur. Skammstofunin var kannski akvedin a fylleriinu thegar flokkurinn var stofnadur. Var kannski svona brandari: "hehe thid fattid thetta aldrei!!!". Eda kannski er thetta svona leyndarmal ad thegar madur hefur verid innvigdur sem aedsti strumpur i flokkinum tha er thetta leyndarmalid sem madur faer svarid vid. Svona eins og thegar nyr yfirmadur hja CIA sem faer ad vita ad thad seu geimverur i Area 51 eda eitthvad svoleidis. Annars hitti eg hana Audi skvis a ganginum herna nidri i skola i gaer. Hun var ad leita ad einhverju snidugu og eg vona ad eg hafi bennt henni a retta leid :o) Ekki svo oft sem madur hittir einhvern sem madur thekkir, sem enginn annar thekkir a gongunum herna.

mánudagur, september 2

Yndislegur dagur
ohhhhh i morgun thegar eg kom ut tha var 10 stiga hiti i skugga og sol, svoleidis a vedrid ad vera, ekki thannig ad baedi hiti og raki fari ad nalgast thriggjastiga tolu, jaeja, allavega rakinn. En nuna ma segja ad thad hafi verid svalt og gott, kannski svalt innan gaesalappa: "svalt". Gaman ad thvi ad thad fer ad nalgast kostningar her hja honum Karli Gustafi, their eru svo snidugir ad hafa baedi sveitastjornarkostningar og rikisstjornarkostningar i sama pakkanum. Vid meigum hins vegar bara kjost i sveitastjornarkostningum. Versta er ad madur er ekki buinn ad koma ser almennilega inn i politikusana herna, veit ad their eru med vinstri flokkin, sosial demokratana, kristilega demokrata, moderat ("sjalfstaedisflokk") og eitthvad meira. Annars thekki eg bara tvo politikusa herna, Goran Persson forsetisradherra og Anna Linn utanrikisradherra, verst ad eg veit ekki i hvada flokki thau eru. Vid hjonin vorum annars ad raeda thessi mal i gaerkvoldi og vorum baedi sammala ad Goran Persson vaeri nu toluvert eigulegri en Dabbi Kongur enda verdur hann kannski ad vera thar thar sem saenskir stjornmalamenn eiga thad a haettu ad vera reknir ef their gera eitthvad af ser. Eins og aumingjans Mona Sahlin sem vard thad a ad nota ovart flokkskortid til ad kaupa ser matvorur thar sem hun atti ekki pening sjalf (er a svo lelegum launum) og gleymdi svo ad borga bifreidargjaldid a nyja volvonum sinum (atti liklega ekki pening), henni var bara sparkad!!! Ja herna er thetta sko hord baratta (eda eitthvad)!