laugardagur, desember 17


Eg er thvilik hetja!!! Prjonadi thetta meistarastykki a litla dyrid. Hef ekki prjonad i orugglega 15 ar thannig ad thetta er thonokkud afrek. Nu verdur honum alla vega ekki kalt i frosthorkunum ;) Posted by Picasa

Bara vika til jóla!! Æðislegt. Síðustu helgi fórum við til Auðar og Emelíu í piparkökubakstur. Vorum ekkert smá duglegar. Auður var búin að búa til þetta fína piparkökudeig og síðan mættum við bara á svæðið sem sérlegir piparkökuútskurðarmenn og göldruðum fram heilan haug af fínum piparkökum. Síðan voru þær bara svona svakalega góðar líka, jafnvel betri en keyptar. Eiríkur stóð sig líka vel, var reyndar bara hafður í ráðgjafarhlutverki í þetta sinn. Næst kannski fær hann að skera út líka. Ætli maður verði síðan ekki að drífa sig í að kaupa jólatré núna um helgina. Svíarnir eru reyndar svo snemma í þessu eins og öllu öðru að það gæti bara verið að öll trén væru búin, en ég vona að það verði eins og eitt lítið eftir. Þá er bara að reyna að finna pláss í íbúðinni fyrir tréð. Georg vill meina að við séum reyndar ekki með pláss en hann er bara neikvæðnispúki og veit ekki að það er alltaf pláss fyrir jólatré. Maður þarf bara aðeins að hliðra, eða sætta sig við það að komast ekki inn í eldhúsið eða á klósettið eða eitthvað svoleiðis yfir hátíðirnar ;) Það væri nú bara eins og að sleppa jólamatnum eða pökkunum að sleppa jólatrénu! Það væru nú bara ekki almennileg jól.


Jaeja, thar sem frostid er komid tha thydir ekkert annad en ad draga fram isbjarnargallann :) Posted by Picasa

laugardagur, desember 10

Jæja, much was segi ég nú bara :) Til hamingju Unnur Birna. Tími til kominn að Ungfrú Heimur titillinn komist aftur til okkar, enda eins og allir vita erum við náttúrulega með fallegasta kvennfólk í heimi, og bara fólk yfir höfuð. Finnst að karlpeningurinn eigi líka hrós skilið. Og eftir 16 ára bið fáum við aftur staðfestingu á því (þó fyrr hefði náttúrulega mátt vera). Mér finnst eiginlega að við ættum að vinna þetta svona annað hvert ár, að vinna hvert ár væri náttúrulega svolítið gróft, maður verður náttúrulega að leyfa hinum aðeins að vera með, þó þetta sé náttúrulega ekki keppni þegar við erum með. Held að á þessum 16 árum hafi dómnefndin verið gegnumsýrð spillingu og glæpastarfssemi, en sem betur fer er búið að taka til núna og réttur eigandi krúnnunnar krýndur. Annars hefur eitthvað lítið farið fyrir þessari keppni hérna í Sælulandi, vissi ekki einu sinni af henni fyrr en ég las moggann áðan ;)

miðvikudagur, desember 7


Nu vill madur ekki liggja lengur eins og litlubornin, enda ordinn svaka stor (ad eigin sogn) Posted by Picasa

laugardagur, desember 3


Sko thetta er bara spurning um ad vera meiri toffari en hinir ;) Posted by Picasa