þriðjudagur, janúar 24


Gaman ad vera komin med tonn :) Posted by Picasa

Jæja, fyrsta tönnin hjá dýrinu hefur litið dagsins ljós. Aðeins rétt farið að glitta í toppinn og maður finnur smá horn gjæjast upp ef maður þreyfar með puttanum. Þetta gekk nú ótrúlega sársaukalaust fyrir sig, verið ferlega lítið pirraður, rétt svona aðeins nagað einn putta af og til. Þannig að nú verður dreginn fram tannburstinn kvölds og morgna svo amman verði ekki reið ;)

föstudagur, janúar 20


Thad er oft voda gaman ad leika ser i dotakassanum sinum Posted by Picasa


Eirikur voda godur vid Arnar Smara, ad hjalpa honum ad opna pakka a gamlarskvold i Uppsala Posted by Picasa


Herna er virkid sem er alltaf reist um stofubordid thvi annars fer Eirikur i tolvusnururnar sem eru undir bordi. Posted by Picasa


Sidan var Arnar Smari voda godur ad keyra Eirik um i vagninum sinum. Posted by Picasa


Felagarnir tveir med aramotahatta :) Posted by Picasa

Hér er þvílík snjókoma og frekar kalt þannig að Eiríkur er bara búinn að vera að lúlla sér inni. Annars er hann alveg farinn að þjóta áfram á fjórum fótum og meira að segja byrjaður að standa upp við hluti. Annars er hann voða duglegur, hjálpar mér að ryksuga og svoleiðis. Hann sér um að rafmagnssnúran flækist ekki og hann sér líka um að halda snúrunni rakri því þá leiðir hún rafmagnið mun betur og sparar rafmagn :) Þetta skilur hann, ekki eldri en hann er ;) Reyndar keyrði ryksugan á hann um daginn og það fannst honum ekki eins sniðugt en ég held að hann sé búinn að fyrirgefa henni það.

Í gær varð 50 bíla árekstur ekki svo langt frá okkur! Eins gott að maður sé ekki á ferðinni hérna á morgnana, sérstaklega þegar veðrið er svona. Fúlt að Eiríkur sé ekki nógu gamall til að hafi gaman af snjóþotum. Vona að það snjói bara svona mikið næsta vetur.

fimmtudagur, janúar 5

Jæja, seint skrifa sumir en skrifa þó. Hérna eru jólin að klárast og þetta hefur verið hinn fínasti tími. Vorum bara þrjú saman á aðfangadag og borðuðum dýrindis elg og meððí og Eiríkur var settur sem sérlegur pakkaoppnari en var snarlega rekinn þar sem þetta gekk allt of hægt hjá honum. Borðarnir voru eiginlega mest spennandi. Hann fékk reyndar smá forskot á sæluna og byrjaði að opna sína pakka um fjögurleitið svo hann kæmist nú örugglega í gegnum allt. Á jóladag komu síðan Arna, Karvel og Arnar Smári í hangikjöt og skemmtu strákarnir sér ágætlega saman. Eiríkur sá það reyndar að nú þýddi ekkert múður, hinn strákurinn var miklu snarari í snúningum og það fannst Eika ekkert sniðugt. Þannig að nú er hann þvílíkt búinn að vera að æfa sig í skriði, hermannaskriði, að setjast upp og öðrum kúnstum. Síðan voru "mellandagarnir" bara rólegir, fórum í heimsóknir og tókum því rólega.

Á gamlárskvöld var síðan haldið til Uppsala, til Örnu og Karvels og við stelpurnar fórum með litlu strákana í sund, meðan stóru strákarnir elduðu kalkún sem var alveg geggjað góður, svona ekta ammrískur með sætum kartöflum og bleiku sallati. Síðan um miðnætti voru þessum örfáu flugeldum skotið upp og vorum við eina fólkið í húsagarðinum sem vorum með flugelda, hinir bara horfðu á okkur og fögnuðu. Annars hafa dagarnir bara liðið í rólegheitum, við verið að fara meira í sund og göngutúra og reynt að gera sem allra minnst. En nú ætla ég að fara út og kaupa sushi meðan strákarnir fara út í göngutúr.