fimmtudagur, maí 27

Díses, mundi það allt í einu í sturtunni í gær að ég er víst með blogg :) var alveg búin að gleyma því og ég er ekki að ljúga. Annars er vikan búin að vera frekar geðveik. Gerðum ekkert síðustu helgi annað en að liggja í leti, vinna smá, læra og heimsækja stelpurnar í nýju íbúðina sem er orðin svaka fín. Er síðan búin að vera að kenna verklegt á mánudaginn eftir hádegi og síðan í gær allan daginn, en er búin að vera með lögfræðinema sem eru að fá smá smjörþef af efnafræði. Skemmtilegir krakkar en alveg glataðir á labbi :) bara gaman að því. Gallinn var reyndar að ég, Jana og Anna M fórum heim til mín á þriðjudaginn og borðuðum lax og drukkum eins og tvær hvítvín. Síðan fyrst við vorum byrjaðar þá var aðeins gluggað í byrgðirnar heima og drukknir black russian, brjálaða bína og ýmislegt annað. Og viti menn þá vaknaði maður frekar þunnur í gær og gat náttúrulega ekki sofið aðeins lengur því verklegt byrjaði kl 9 :( Þá var bara borðaður banani og snakk í morgunmat og síðan fengið sér smá þynkuborgara í hádeginu. Var reyndar alveg orðin mjög hress svona um 10 leitið en hamborgarinn var samt mjög ljúffengur. Sem betur fer var Anna M að kenna með mér þannig að við vorum álíka hressar. Í gær áttu þau að rannsaka fisk og efnagreina mengun í honum en að sjálfsögðu var ein stelpa sem var vegan (borðar bara ávexti og grænmeti) þannig að hún gat ómögulega unnið með fisk þannig að svo hún gæti gert eitthvað þá urðum við að finna feitan ávöxt/grænmeti og þá er náttúrulega avocado fullkomið :) Get upplýst ykkur um að það er u.þ.b. 20% fita eða fitulík efni (extractable material) í avocado og fundum smá DDT :) reyndar bara snefilmagn má segja. Kannski ekki skrítið þar sem ég held að Svíþjóð kaupi avocado frá Israel og þar held ég að maður spreyjar með DDT. Samt til að friða alla þá fundum við mjög lítið, minna en er í fiski sem er þó ekki mikið. Þannig að það er engin ástæða til að hætta að borða avocado :) Alla vega ætla ég ekki að gera það, enda avocado gott. Annars búin að vera að taka til í dag og skila af okkur niðurstöðunum úr kúrsinum og klára eitt og annað því ég er að fara til Þýskalands á morgun að hitta famelíuna og ætlum að rúnta þar aðeins um. Veit ekki hvað ég kemst mikið í netið en mun reyna eftir fremsta megni. Bið ykkur bara vel að lifa á meðan og sjáumst og heyrumst annars eftir þrjár vikur :)
Adjö eins og sagt er á fínni sænsku.

miðvikudagur, maí 19

Jæja fyrirlesturinn gekk bara ljómandi vel í gær. Fyrsta skipti sem ég hélt fyrirlestur og var ekki með nein blöð til að lesa af, bara powerpoint kynninguna og fannst það bara vera mun betra í raun. Krefst þess bara að maður sé ekki of stressaður til að muna það sem maður ætlaði að segja. Annars er bara rúm vika þangað til ég fer til Þýskalands að hitta fjöldskylduna þar sem við ætlum að rúnta eitthvað um nyrðri hluta suður Evrópu :) Leiðinlegt bara að Georg kemst ekki með. Hins vegar má segja að í raun og veru sé föstudagur í dag þar sem uppstigningardagur er á morgun og Svíar eru svo geðveikir að ef rauður dagur er á fimmtudegi þá er föstudagurinn í raun "frí" eða klämmdagur og allir taka sér frí eða vinna það inn á einhvern hátt. Það tekur því náttúrulega ekki að mæta í vinnuna fyrir einn dag. Ætla reyndar að reyna að keyra gasgreininn alla helgina þannig að ég verð að kíkja inn nokkrum sinnum, en það er allt í lagi. Maður kemur einu sinni á dag og hleður fullt af sýnum á sem verða síðan tilbúin þegar maður kemur daginn eftir :) En löng helgi er aldrei slæmt.

mánudagur, maí 17

jeiiiii mánudagur (suk) enívei, við hjálpuðum stelpunum að flytja úr Fruängen til Skärmarbrink á föstudaginn eftir vinnu og vorum ekkert smá fljót að því. Þær höfðu leigt sendiferðabíl til að flytja dótið og mætti Emelía með hann á svæðið um fimm leitið. Síðan var byrjað að hlaða og fundu Auður og Georg sálarfélaga í hvort öðru með fanatískann áhuga á að pakka, kúbísk þéttasta pökkun var sko bara brandari við hliðina á pökkuninni þeirra. Við Emelía vorum sko oft sannfærðar um að nú væri bíllinn fullur og ætluðum af stað og fara bara tvær ferðir en Auður og Georg tóku því bara sem áskorun um að troða enn meir í bílinn. En það endaði svo sem með því að allt dótið komst með í einni ferð, en það mátti nú tæpt standa. Síðan var brunað á nýjastaðinn þó að tækin væri smá Krísuvíkurleið, ja eða sægtsíín leiðin má líka segja. Nýji staðurinn er hins vegar á fjórðu hæð og ENGIN LYFTA! Þannig að við tókum bara á honum stóra okkar og skokkuðum upp þennan bratta og þrönga stiga með alla kassana og sófann og allt það. Loksins þegar allt var búið þá fórum við Emelía í smá göngutúr til að skoða hverfið og leita að pizzastað sem við fundum mjög fljótlega. Ég held hins vegar að ég hafi aldrei verið með eins miklar harðsperrur í kálfunum, þeir bara bókstaflega neituðu að virka og emjuðu bara úr sársauka alltaf þegar ég reyndi að tjónka við þá.

Á laugardeginum var lagt undir sig betri fótinn (af tveim slæmum) og skellt sér til Uppsala í júróvisión partý hjá Örnu og Karvel. Byrjað var á því að grilla og síðan voru stelpur á móti strákum í kubb, sem stelpurnar unnu að sjálfsögðu með glæsibrag. Síðan var að sjálfsögðu sötrað bjór og horft á Júró. Ég verð nú að segja að Jónsi stóð sig alveg stórkostlega og átti alveg skilið að komast lengra. Ég er búin að hundskamma Svíana hérna í dag fyrir að gefa okkur engin stig og að þetta verði sko geymt en ekki gleymt. Við munum það bara að kjósa ekki sænska lagið á næsta ári. Held samt að við höfum fengið flest stig miðað við höfðatölu þannig að við getum vel talið okkur sátt :)

Sunnudagurinn fór að mestu í afslöppun og var lítið gert af viti. Er frekar mygluð eitthvað í dag en veit ekki alveg hvers vegna.

fimmtudagur, maí 13

Jæja, fyrirlesturinn búinn að taka frekar endanlega mynd á sig, verð nú reyndar að segja að hann gengur meira út á myndir í clipart en efnafræði :) nei kannski ekki alveg en komst nefnilega að því um daginn að það er hægt að hlaða niður fullt af myndum af netinu. Annars lítur út fyrir að helgarplanið verð fínt, júrópartý í Uppsala, lærdómur, flutningur hjá stelpunum og annað skemmtilegt.

miðvikudagur, maí 12

Úúúúúú búin að breyta blogginu :)
Er það ekki bara fínt svona?

Úff, blogger búinn að breyta útlitinu hjá sér..... skerí. Enívei, tiltektardagur í dag í vinnunni þannig að við erum búin að standa í ströngu að þurrka af og annað sem hefur legið á hakanum. Annars er ég búin að vera að undirbúa fyrirlestur sem ég á að hafa í næstu viku, en þar sem ég er ekki búin að fá neinar nýjar spennandi niðurstöður þá varð ég að gera svona literatur studíu, gaman gaman. Er reyndar að lesa um nýtt efni sem ég var að velta fyrir mér að mæla sem hefur aldrei verið mæld á okkar stofnun þannig að það veit enginn hér neitt um það og það er frekar nýtt í geiranum líka þannig að þetta er svaka spennó. Og hefur alveg örugglega aldrei verið mælt í íslenskum sýnum þannig að það verður spennandi að sjá þegar lengra líður hvort Ísland sé eins hreint og fínt eins og maður hefur alltaf haldið :)

föstudagur, maí 7

Jæja ég virðist hafa lifað af æfinguna í gær en það stóð nú tæpt. Er með harðsperrrur út um allt, meira að segja í hárinu. Fyrir það fyrsta þá var Patricia búin að sannfæra mig um að það væri best að hjóla út á Gärdet þar sem æfingin var því Anna C ætlaði líka og hún ætlaði að hjóla. Jæja þannig að ég tók hjólið mitt með í vinnuna. Anna C var náttúrulega veik þannig að ég varð bara að komast sjálf á hjólinu þ.s. Patricia er á mótorhjóli. Ég byrja á að hjóla í rétta átt en er síðan ekki alveg viss á leiðinni þannig að ég spyr einhvern strák sem var líka á hjóli. Hann sagði að þetta væri nú minnsta mál, hann væri sjálfur á leiðinni þangað og ég gæti bara hjólað á eftir honum. Það var náttúrulega hægara sagt en gert þar sem þolið hjá mér er nú ekki upp á marga fiska og hann hjólaði frekar hratt. Þetta tók nú samt ekki svo langan tíma og ég komst á réttum tíma á æfinguna. Vorum reyndar bara fimm á æfingu en liðið var víst myndað fyrir 3 mánuðum síðan þannig að flestir eru á svipuðu róli sem er ágætt. Æfingin var frekar skemmtileg, mest verið að gera tæknilegar æfingar, æfa hvernig á að standa og eitthvað svoleiðis. Síðan eftir eins og tvo tíma fórum við í gegnum eitthvað kerfi sem hét eitthvað svaka flókið, 3-52-short-lightning-hutt-....... eitthvað bla og ég fékk að vera quarter back :) sem er ágætt þar sem það er eina staðan sem ég kannast við nafnið á, og þá fékk ég að öskra svona skipanir, geggjað stuð! Átti sem sagt að öskra fyrst "Down!" og þá fóru allir niður í stöðu, síðan "Sett!" og þá byrjaði ein að skokka og síðan "Hutt!" og þá fór allt af stað! Svaka sniðugt. Og síðan átti ég fyrst að gefa boltann en síðan prófuðum við annan variant þar sem ég þóttist gefa boltann en kastaði honum síðan fram. Og það er nú ekki eins og að kasta handbolta að kasta þessum fjanda! því maður þarf að kasta honum beint og fá snúning á hann til að hann svífi :) Gekk samt allt í lagi. En þetta var geggjað gaman. Ég get reyndar ekki enn sagt að ég viti út á hvað leikurinn gangi en það kemur vonandi í ljós síðar. Svona þegar ég fer að pæla í því þá veit ég ekki einu sinni hvað liðið heitir, það kemur kannski síðar líka.

fimmtudagur, maí 6

Fór með nokkrum stelpum hérna úr vinnunni heim til Önnu C og horfðum á japönsku teiknimyndina "Spirited away" og er hún alveg æðisleg :) en hún fjallar um stelpu sem lendir í því að vinna í baðhúsi fyrir guði sem norn rekur :) Nokkuð góð og hefur fengið eitthvað af verðlaunum. Annars held ég að ég hafi verið að koma mér í ærlega klípu, er búin að lofa því að fara á æfingu með Patriciu núna á eftir, en hún æfir amrískan fótbolta. Þetta eru víst eintómar löggur og íþróttakennarar á æfingunni og síðan við efnafræðingarnir. Pössum inn eins og hönd í hanska hehe Nei þetta verður örugglega bara gaman. En það er svona að þegar maður er frekar auðvelt fórnarlamb stemmningarinnar, yfirleitt hægt að plata mig í að gera eitthvað. Læt ykkur vita á morgun hvort ég sé enn lifandi. Annars er voða lítið að segja nema er að vinna á fullu og sumarið virðist hafa látið sjá sig aftur eftir að hafa tekið smá frí í byrjun vikunnar.

mánudagur, maí 3

Þar sem ég hef ekkert skemmtilegt að segja og er að inngufa sýnin mín sem tekur heila eilífð og get ekkert gert á meðan og það gengur eitthvað hægt hjá öðrum líka að skrifa eitthvað á sín blogg þannig að ég set bara inn tvo dónó brandara sem ég fékk frá Emelíu :)

Tveir giftir sitja á barnum og eru að spjalla saman.
"Ég skil ekkert í þessu, í hvert skiptið sem ég fer heim af barnum þá slekk ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í innkeyrsluna. Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum upp stigann, fer úr fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og leggst varlega í rúmið. Samt æpir konan mín á mig að ég eigi ekki að koma svona seint heim því ég veki hana alltaf!"
"Iss" segir hinn. "Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar ég fer Heim þá stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn í bílastæðið og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann, hossa mér u ppí rúm, slæ hana á rassinn og segi HVER ER GRAÐUR?" "Einhvern veginn þá þykist hún alltaf vera sofandi."


Kona nokkur kemur inn í apotek og biður um Arsenik.
"Og hvað ætlaru að gera við það ?" spyr apotekarinn.
"Ég ætla að gefa manninum mínum það því hann er byrjaður að halda framhjá mér".
"Ég get ekki selt þér Arsenik til þess", segir apotekarinn “jafnvel þó hann sé farinn að halda fram hjá þér.”
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apotekarans.
"Ó" segir apotekarinn "ég gerði mér ekki grein fyrir því að þér væruð með lyfseðil !!!!!!!!!!!!"

Jæja þá eru mamma og pabbi farin heim aftur. Það var rosalega gott að fá þau í heimsókn. Við pabbi vorum slatta á fundum hingað og þangað og hann hélt smá fyrirlestur hérna, en mamma var meira bara í sólbaði :) Á föstudaginn fórum við í mat til Åke og síðan á brennu um kvöldið þar sem var sunginn fjöldasöngur og horft á flugeldasýningu. Þar var gamall kall sem hélt ræðu og stjórnaði söngnum en það hafði hann gert síðustu 40 árin að minnsta kosti. Laugardagurinn rann síðan upp bjartur og fagur og við mamma og pabbi skelltum okkur á Skansinn og Aquaria sem er á skansinum og er með fullt af hitabeltisdýrum, slöngum og öpum. Var meðal annars gengið í gegnum lemúrabúrið þar sem lemúrar gengu fram hjá manni eins og ekkert hefði í skorist. Á sunnudeginum þegar þau voru síðan farin tóku algjör rólegheit við þar sem við horfðum á hluta af úrslitaremmu í heimsmeistarakeppninni í snóker þar sem O'Sullivan var að keppa á móti Dott. Dott hafði reyndar yfirhendina en ég held að O'Sullivan taki þetta nú á endasprettinum, enda ein skærasta stjarna sem íþróttin hefur séð. Spurning hvort maður skelli sér ekki bara í biljard í tilefni þess á eftir :)