mánudagur, júlí 26

Einhvernvegin kemur þetta ekkert ekkert á óvart, sérstaklega miðað við þegar við spiluðum brännboll í Uppsala, Ísland móti Svíþjóð, þar sem Svíarnir urðu hálf hræddir við keppnisskapið í okkur hehehe

mánudagur, júlí 19

Jam og já víst kominn mánudagur aftur. Horfði meira á heimsmeistaramótið í 9-ball um helgina og þá aðalega á Marcus Chamat (svíi) þegar hann tapaði í undanúrslitum 11-10, fúlt. Enn fúlara finnst mér að litríkasti karakter íþróttarinnar Earl "The Pearl" Strickland komst ekki einu sinni í undanúrslit. Einn mest hataði og mest elskaði spilarinn, næstum eins og Davíð Oddson :) Í fyrra mætti hann með heimatilbúnar framlengingar teipaðar við puttana svo hann næði betur í hoppskotum og erfiðum stöðum en núna var víst búið að banna þær þannig að í ár mætti hann með skærbleikan golfhanska til að sprengja með :) ekkert smá flottur. Það hefur víst gerst, þó það sé ekki algengt, að menn missi gripið á kjuðanum í hita sprengingarinnar og stingi kannski dómarann á hol eða eitthvað. Reyndar var Emelía búin að finna það á netinu að biljard er víst ein öruggasta íþrótt í heimi, einhvernvegin tek ég því með smá varúð.

miðvikudagur, júlí 14

Djö hvað ég er eitthvað þreytt í dag. Reyndar er ég líka geggjað mikið bitin eftir moskító en ég og Anna M gerðum okkur smá dagamun í gær og fórum í vísindaferð út í skerjagarðinn. En hún þurfti að fara og skila sýnakrukkum út í eyju í syðri skerjagarðinum sem heitir Aksö, en þar er svona sjávarlíffræðistöð, og eitthvað spjalla við kallinn sem ætlar að taka sýnin, en vandamálið er að báturinn fer þangað kl 8 um morguninn en ekki fyrr en 16 til baka seinnipartinn og svo að henni myndi ekki leiðast þá spurði hún mig hvort ég væri ekki bara til í að kíkja með. Þannig að við vöknuðum um hálf sex til að keyra þangað sem báturinn fer en það tekur rúman klukkutíma. Síðan þegar við komum út í Askö þá fengum við okkur langan morgunverð sem við vorum búnar að taka með okkur. Eftir það spjölluðum við við kallinn í slatta tíma og hann sýndi okkur rannsóknarstöðina. Þegar það var búið þá fengum við okkur langan göngutúr þvert yfir eyjuna og til baka en þá var sólin komin fram og frekar hlýtt í veðri. Þegar við loksins komum síðan til baka á stöðina þá borðuðum við hádegismat og lögðumst síðan út í sólbað og sofnuðum :) Þegar við vöknuðum síðan aftur þá var kominn tími til að fá sér kaffi og fara síðan út í bát aftur. Á leiðinni heim stoppuðum við síðan bara pínu í IKEA til að skoða ;) En í staðin fyrir að fara snemma að sofa þá skrapp ég aðeins niður í Gamla Stan að horfa á Sky Sport en þar er verið að sýna heimsmeistaramótið í 9-ball (biljard) og sá þar á meðal Efram Reyes (einn af þeim bestu) mala Tony Draco. Þannig að ég lagðist ekki upp í rúm fyrr en um miðnætti :( Eitthvað hálf þreytt eftir þetta. En þetta var alveg geggjað gaman og mjög flott þarna úti. Var fínt að vera þarna líka því það var víst geggjuð rigning og þrumur í bænum :) En afrakstur dagsins semsagt sólbruni og slatti af moskítóbitum en sem betur fer engar ticks (ógeðsleg kvikindi....)

fimmtudagur, júlí 8

Jæja þá er ég meira að segja búin að hreinskrifa prófið mitt :) ekki frá því að það hafi tekið nærri því jafn langan tíma að hreinskrifa prófið og að gera það, enda triljón hvarfgangar í chemdraw taka smá tíma :) en það er bara gaman að því. Annars er mér kalt á tánnum akkúrat núna, var glampandi sól og gott veður í morgun þannig að ég ákvað að vera svaka gella og fór í sumarkjól og sandala en núna hefur dregið fyrir sólu þannig að mér er hálf kalt :(

Í gær fórum við nokkur úr vinnunni heim til Jönu að grilla á þakinu á blokkinni hennar en hún á heima í 20 hæða blokk þannig að útsýnið yfir borgina var geggjað. Sólin skein líka þannig að manni var frekar hlýtt en þegar sólin var farin þá fórum við inn til hennar að spjalla. Flestir fóru síðan heim um tíuleitið en þar sem ég bý svo nálagt henni þá hékk ég aðeins lengur og endaði með því að við vorum búnar með allt rauðvínið og komnar í black russian og ég drattaðist ekki heim fyrr en með síðasta strætó. Síðan gat ég náttúrulega ekki sofið aðeins út því að ég var víst búin að mæla mér símamót í morgun :) Spurning hvort ég eigi að vera að hætta mér inn á labb í dag eða bara vinna í gögnum fyrir framan tölvuna..... :)

fimmtudagur, júlí 1

Jæja, ekki mikið verið skrifað hérna svona upp á síðkastið. Er búin að vera alla vikuna að gera heimapróf úr kúrsinum sem ég hef verið í núna í vor. Erum búnar að vera þrjár að vinna saman og tókst að klára það í dag og þá á ég bara eftir að hreinskrifa lausnirnar. Og þar sem ég er náttúrulega geðveik hetja (náttúrulega ekki eins mikið og Hildur Hetja) þá er þetta allt tekkað :) meira að segja búin að læra að setja inn myndir af efnahvörfum og ALLT!!! Orðið ekkert smá flott.

Annars það sem er búið að gerast þá komu Arna og Karvel í heimsókn á föstudaginn og gistu hjá okkur eina nótt og borðuðum geggjað góðan mat. Síðan kom Finnbogi til gleði og skemmtanaborgarinnar á laugardaginn síðasta og verður hérna í viku, eitthvað að túbast sniðugt, þannig að við hittum hann niðri í bæ á sunnudaginn og fengum okkur kaffi og hádegismat og röltum heljarinnar hring um bæinn, en síðan þurfti hann að tékka inn í túbu boot campið um fimm. En hann fékk víst frí í gærkvöldi og þá var lagt land undir fót og farið í Saluhallen og keypt rádýrslæri sem var eldað með steiktum sveppum og herlegheitum. GEGGJAÐ GOTT! Gaf sko nautakjötinu í efnafræðimatarboðunum ekkert eftir. Síðan ætlum við kannski að kíkja á Skansinn á laugardaginn og hlusta á meistarann spila.

Annars gengur allt vel, ætla að reyna að byrja að efnafræðast eitthvað aftur í næstu viku, já og bla, ekkert annað að gerast þannig að ég hef víst ekkert meira að segja. Segji kannski eitthvað meira seinna :)

Hejdå