mánudagur, júlí 31

Uss uss, botninn bara algjörlega dottinn úr þessu bloggi. Ég datt í eitthvað algjört letikast :) Men men, Áslaug skvís kíkti í helgarheimsókn um daginn og það var rosalega gaman að fá hana hingað. Fórum í bæinn að sjoppa, Vasasafnið og bíó og eitthvað því um líkt. Eiríkur var líka rosalega skotinn í henni. Síðan höfum við bara verið að dóla okkur, kíkja í heimsókn til Uppsala, til Örnu og Karvels og fá þau í heimsókn hingað. Síðan skelltum við Begga okkur á tjúttið á laugardaginn, hittum stelpu sem heitir Brynhildur og írska vinkonu hennar og fórum á Fasching jazz klúbb. Gott að komast aðeins út á lífið. Annars er bara lítið að frétta annað en að við erum að koma til Íslands í dag og förum út aftur 26. ágúst. Númerið er eins og venjulega (vona ég) 695-1753. Sjáumst vonandi heima :)

fimmtudagur, júlí 13

Síðustu helgi skrapp ég til Plymouth að hitta Kötlu sys (þið vitið, þessi sem hefur ekki bloggað LENGI ;) nei, djók). Fór snemma á föstudeginum og var fram á mánudag. Strákarnir voru einir heima á meðan að slappa af og heimsækja fólk. Alla vega þetta var alveg geðveikt. Eina var að maður þarf að taka 5 tíma rútuferð frá London til Plymouth, væri líklega hægt að fljúga á milli en maður er svo nískur. Eníveis, við vorum bara á röltinu alla helgina, fórum náttúrulega aðeins í búðir, röltum um gamla bæinn, fórum á testofu, sædýrasafnið, tókum bát yfir til Mount Batten (sem var líklega fyrirmynd myndarinnar með Huge Grant þar sem við sáum í raun ekkert fjall, bara hæð hahahaha). Fórum meira að segja í bíó á Pirates 2 myndina. Sem var alveg ágæt, einganvegin í líkingu við fyrstu myndina en 2 tímar með Johnny Depp og Orlando Bloom can never go wrong ;) Alla vega, það var meiriháttar að hitta Kötlu og sjá hvernig hún hefur það. Takk kærlega fyrir allt sæta :) En helgin gekk líka vel hjá strákunum, þeir voru bara að dúlla sér við að vera úti og fara í heimsóknir, grill hjá Sven og Fang, Uppsalaferð til Örnu og Karvels osfr. En ef Georg væri með blogg þá gæti hann líklega sagt ykkur frá því þannig að þið verðið að kvabba í honum um að byrja að blogga ;) síjú Hrönn


Her er hluti af gamla baenum i Plymouth sem kalladist The Barbican, sem er hofnin og fullt af pubbum og svoleidis. Rosa huggo Posted by Picasa


Ad sjalfsogdu verdur madur ad fara a ekta testofu og f? s?r cream tea sem er te med enskum skonsum med thykkum rjoma og sultu Posted by Picasa


Katla med saedyrasafnid i bakgrunni Posted by Picasa


Thad var labbad ut um allt. Herna erum vid a Hoe-inu sem er svona graent svaedi alveg vid midbaeinn Posted by Picasa


Ad sjalfsogdu var kikt ut a lifid, forum m.a. a thennan fina Jazzklubb eitt kvoldid Posted by Picasa


Sidan forum vid i saedyrasafnid og saum thennan fina hakarl m.a. Posted by Picasa

sunnudagur, júlí 2

Uss uss, ekkert gert í þessum myndamálum. Á miðvikudaginn (afmælisdaginn) var ég bara í almennri leti og nennti engu, á fimmtudaginn var vínsötr á bryggju niðri í bæ þar sem herbergisfélagi minn er á leið til BNA og á föstudagskvöldið fór ég á sama tíma að sofa og sonurinn ;) en í gær fór allt kvöldið í bakstur og dútl, þannig að ég held að ég sé löglega afsökuð. En núna skal ég bæta fyrir það. Alla vega, í dag var afmælishátíðin mikla og gestagangur hér frá hádegi. Það var rosalega skemmtilegt og Eiríki fannst ferlega spennandi að fá alla þessa gesti í heimsókn. Ekki skemmdu kræsingarnar þó ég segji sjálf frá, en brauðterta og pönnsur og annað góðgæti var ágætlega heppnað. En ég er búin að setja myndir af herlegheitunum inn á vef sonarins ásamt fleiri myndum í 10-12 mánaða möppuna. Annars er sólin bara búin að skýna eins og henni sé borgað fyrir það, enda vorum við að kafna inni í dag, en í gær fórum við á ströndina þar sem Eiríkur burslaði í vatninu eins og herforingi og við urðum hreinlega að stökkva á eftir honum þar sem hann hljóp út í vatnið um leið og við slepptum af honum hendinni. En hér að neðan eru nokkrar myndir frá midsommar þar sem við vorum úti í Stora skuggan að borða síld og jarðaber eins og vera ber ;)


Bordhaldid a fullu Posted by Picasa


Ingo, Jorri og Georg, Hilmir og Eirikur fyrir nedan Posted by Picasa


Begga og Halla Posted by Picasa


Audur, Anna og Emelia Posted by Picasa


Eiríkur með bílinn sinn Posted by Picasa


Georg og Eiríkur einbeittir við borðhaldið :) Posted by Picasa