Tadarada! Nú gerist það! Nýtt innlegg :) Eníveis, það er margt búið að gerast síðan bloggað var síðast. Kannski ekki svo skrítið, hvað eru tveir mánuðir síðan síðast, eitthvað svoleiðis :) Við fórum alla vega heim um jólin og það var alveg meiriháttar. Tókum því rólega með heimsóknir þar sem Ásdís er enn með svo lítið vökuþol og vill helst bara liggja uppi í sínu rúmi þegar hún drekkur. Ég er alla vega búin að prófa hjónarúmin hjá allmörgum félögum og skildmennum :) Síðan fórum við nokkrum sinnum í sund og fékk Ásdís að prófa líka. Eiríkur er orðinn syndur eins og selur (eða kannski meira eins og hundur þar sem þetta var hundasund) og synnti nokkrum sinnum fram og til baka í lauginni alveg sjálfur (reyndar með kúta). Síðan var margt annað brallað, Eiríkur og Georg fóru vestur í Hrísarkot með mömmu og pabba að skoða framkvæmdirnar og þegar þau komu til baka var pabbi búinn að kenna Eiríki 3 ný lög :) Eiríkur er nefnilega orðinn svo duglegur að syngja og syngur stanslaust, bókstaflega. Orðið það fyrsta sem hann gerir á morgnana að taka eins og eitt, níu lög fyrir morgunmat og síðan heldur hann bara áfram :) Þær eru meira að segja farnar aðeins að kvarta á leikskólanu, eða kannski ekki kvarta, en ein sagði við mig einn daginn að eftir að hún var búin að syngja sama lagið fyrir hann 5 sinnum í röð þá hefði hún beðið drenginn að finna sér eitthvað annað að gera :) nú væri komið nóg. Meira að segja heima á Íslandi þegar við vorum að færa hann steinsofandi milli rúma, tók hann "Allir krakkar" upp úr svefni, bara upp á stemmninguna. Uppáhalds lagið hanns akkúrat núna er "Jag hamrar och spikar och bygger en bil" sem er sama lag og "Ég negli og saga og smíða mér bát...." sem hann getur einmitt líka sungið :)
Af Ásdísi er það annars að frétta að við erum byrjaðar í ungbarnasundi sem henni finnst æðislegt! Vatnið er líka svo gott á bragðið að ég þarf að hafa mig alla við að halda andlitinu á henni uppi svo hún drekki ekki hálfa laugina. Hún alla vega nýtur sundsins í botn. Síðan er hún komin með tvær tennur og er farin að sitja. Svaka dugleg. Ég er aðeins farin að gefa henni grænmetismauk að smakka og henni fynnst það meiriháttar. Þó hún sé búin að drekka fulla gjöf þá hámar hún gulrótarmauk eða kartöflur eða eitthvað álíka spennandi. En hún vex og dafnar og ennþá ótrúlega róleg og sátt. En hún lætur nú heyra í sér ef henni er eitthvað misboðið og athugar hvað hún getur öskrað hátt :)
Jæja, þetta var nú ágætis færsla, tel nú skuld mína við samfélagið greidda. Myndir verða settar inn síðar :)
kram