fimmtudagur, október 31

Góðan og blessaðan daginn
Já nú veit ég allt um tölfræði....eða ekki. Ég var nefnilega í Sigtuna á tveggjadaga tölfræðikúrsi. Það var svo sem ágætt, frekar intensíft en þeir verða náttúrulega að keyra svolítið hart þegar tíminn er svona knappur. Umhverfið var hinsvegar meiriháttar. Byggingin sem við vorum í og gistum var byggt sem ráðstefnuhús 1917 og var byggt í anda klaustra við miðjarðarhafið, með rósagarði og kapellum og öðru flottu. Bærinn sjálfur er frekar kósí, er talinn vera frekar fínn og þar af leiðandi eru hús og íbúðir frekar dýr en Sigtuna er víst fyrsti höfuðstaður Svía (ekki Uppsala eins og ég hélt) og hefur verið til síðan á víkingatímanum. Þarna er líka menntaskólinn eða gagnfræðiskólinn eða einhver skóli sem kóngabörnin fara víst alltaf í og börn annara fínna manna hérna í Sverige. Þarna er víst líka alltaf haldinn jólamarkaður einhvern sunnudaginn í aðventu þar sem fólk klæðir sig í gamaldags föt og heilsteikja svín og fleira flott og stefnan er að kíkja á það.

föstudagur, október 25

Holur og göng
Ég ætla að reyna að nota þetta svar næst þegar ég er rukkuð fyrir það að keyra gegnum Hvalfjarðargöngin.....ætli maður kæmist upp með það.

Partý
Í gær var hérna allt á öðrum endanum, allir að taka til og gera fínt því kl 15 byrjaði innvígluveisla fyrir okkur og bókasafnið og var öllum í efnafræðinni og öðrum sem við höfum haft samstarf með boðið. Var okkur sem erum í umhverfisefnafræðinni skipt í tvö lið, eitt lið hellti kampavíni eða sódavatni í glös en hitt liðið fór með gestina í sægtsíín túr um stofnunina. Ég bauð mig fram í glasahellingar en var líklega ekki treyst fyrir kampavíninu því alla vega lennti ég hjá vatninu. Annars hefði þetta líklega orðið eitthvað á þá leið: "eitt glas fyrir þig og tvö fyrir mig" nei segi svona....En allt þetta heppnaðist ljómandi vel en það skapaðist að sjálfsögðu háflgerður föstudagsfílingur í liðið þannig að í raun er hálfgert svindl að þurfa að vakna í dag því að sjálfsögðu hlýtur þá að vera laugardagur í dag. Veislan stóð reyndar bara yfir í 2 tíma og á boðstólnum (fyrir utan sprittið) voru ávextir og nammi. Sem betur fer eru svona 5 kíló af nammi eftir og jú reyndar nokkrir ávextir líka. Annars er lítið að frétta. Verður líklega frekar stíf dagskrá um helgina en hún felur í sér þrif, verslunarleiðangur, út að skemmta sér á laugardkv., matarboð á sunnudaginn fyrir ungversku vini okkar þar sem við komum með matin en þau útvega húsnæðið og svo náttúrulega afslöppun, leti og sjónvarpsgláp. Maður þyrfti eiginlega að sækja um að frá 4 daga helgi. Ohhh....það væri eiginlega alveg frábært. Annars svínvirkar síminn fíni nýji, maður þarf bara að venjast því að bilið þegar maður er að skrifa sms er á 1 en ekki 0 eins og hjá Nokia.

miðvikudagur, október 23

Nýr sími!!
Ég var að kaupa mér nýjan gemsa!! Var svona krónutilboð í háskólabókaversluninni sem ég ákvað að taka. Var reyndar Sony Ericsson sími sem ég keypti og ég var búin að lofa sjálfri mér að kaupa aldrei annað en Nokia en ég var búin að sjá það að Nokia síminn sem mig langaði í væri orðin úreltur þegar hann kæmist loksins í svona krónutilboð þannig að ég ákvað að brjóta þessa prinsip reglu. Þetta virðist hins vegar vera ágætis sími sem ég fékk mér, á reyndar eftir að hlaða hann og prófa, en hann er með litaskjá og hægt að kúpla myndavél við hann og allt.....ekki það að maður eigi einhverntíman eftir að nota allar þessar auka fúnksjónir, en það er aukaatriði. Málið var bara að minn gamli Nokia 6110 sími var farin að deyja upp úr þurru en ég náði að laga það í smá tíma en núna er hann byrjaður að taka upp á því aftur og þetta er frekar hvimleiður vani (reyndar ekki eins hvimleiður og öskrin á þriðjudögum en það er annað mál ;o) ) þannig að ég komst eiginlega á þá skoðun að hann væri eiginlega á leiðinni að deyja endanlega þannig að ég er mikið búin að vera að pæla í að kaupa nýjan síma, ætlaði meira að segja að kaupa mér í fríhöfninni í sumar en EINHVER náði að sannfæra mig um að það væri ekki góð hugmynd. En núna er ég alla vega komin með nýjan og fínan. Læt ykkur bara vita hvenær ég verð orðin gráhærð á þessu Ericssons drasli þar sem maður er náttúrulega vanur Nokia snilldinni. Stígvélasíma rúla bara, það er engin spurning.

Mismunandi venjur
Sérhver er nú siðurinn í hverju landi, og jafnvel í hverju hverfi. Í mínu hverfi er nefnilega til staðar dularfullur og skrítinn siður. Ég bý í hverfi sem samanstendur eingöngu að stúdentum. Aðalega eru þetta einstaklingsherbergi með sameiginlegt eldhús en svo eru 6-8 blokkir með íbúðum fyrir fjölskyldufólk og erum við í einni slíkri íbúð. Þessi venja sem ég tala um hér á sér aðalega rætur í einstaklingshlutanum enda myndi það líklega vekja litla hrifningu ef fólk færi að taka upp þessa venju í fjölskylduhlutanum. En þannig er mál með vexti að alltaf á þriðjudögum, upp úr 10 á kvöldin þá rekur fólk hausinn út um gluggan hjá sér og rekur upp öskur, óp eða væl, fer eftir því hvernig fólk er stemmt. Þannig að alltaf kl 10 á þriðjudagskvöldum berast þessi óp, væl og öskur yfir allt hverfið. Þetta er víst siður sem búinn er að vera í mörg ár og ég get eiginlega ekki ímyndað mér hvernig hann er tilkominn. En ef þeim líður betur með þetta þá fer ég ekki að amast út í það. Ég held samt að ég eigi seint eftir að taka upp þessa venju. Þetta er líka svo erfitt, kannski maður er í bíó eða á kaffihúsi, þá allt í einu uppgvötar maður að maður verður að drífa sig heim til að reka hausinn út um gluggann og æpa.

mánudagur, október 21

Skerí
Úff....þetta er skerí! Ég er viss um að maður pissar bláu í þokkabót eftir að hafa drukkið þetta

Ammælisbadn dagsins
Já afmælisbarn dagsins er hún Áslaug skvísa sem er 25 ára í dag. En hún á eimmit blómabúðina Allt í blóma á laugarveginum. Innilega til hamingju krúttið mitt!
Annars var helgin mjög fín, komst reyndar ekki í bíó en það bíður bara seinni tíma. Auður og Emelía komu í heimsókn á laugardaginn eftir að hafa skoðað náttúrufræði safn Stokkhólms sem er reyndar mjög flott. En við gerðum þetta fína búrítos handa þeim og eplapæ í eftirrétt. Það varð reyndar svolítið sætt en gott engu að síður. Á sunnudeginum ákváðum við svo að hittast við Mariatorget og fórum í biljard. Þrátt fyrir mína snilldartakta þá verður víst að viðurkennast að ég átti mér ekki viðurreisnar von meðal þessara snilldarspilara sem allir aðrir virturst vera. En eftir einn bjór fór mér að ganga betur......eða mér virtist mér alla vega ganga betur.....hvort sem það voru ofskynjanir vegna áfengisinntöku eða söguleg staðreynd skal ósagt látið. Eftir biljardið fórum við inn á þennan fína kínverska veitingarstað sem var beint á móti og fengum okkur í gogginn, ágætis mat en fóru svo allir til síns heima, við í Prófessorssveigjuna en þær upp í sveit :o) Reyndar komum við í búðinni á leiðinni heim og leigðum okkur spólu, Spy Game með Brad Pitt og Robert Redford. Alveg ljómandi mynd en þýddi það að maður drattaðist seint í rúmið sem verður til þess að maður er hálf slappur í dag. En það er allt í lagi, fer bara snemma að sofa í kvöld.

föstudagur, október 18

Úps
Gleymdi að segja það að Emelía og Auður ætla að kíkja á laugardaginn. Borðum eitthvað gott og gerum eitthvað sniðugt. Annars langar mig að fara á myndina "The Bourne Identity" sem er einmitt verið að frumsýna í dag (svíar solið á eftir) um helgina....kannski ég reyni að draga Georg á sunnudaginn eða eitthvað.

Léleg blogg vika
Já þetta hefur verið hálf léleg bloggvika....en það er allt í lagi, það er bara ekkert spennandi búið að gerast hjá mér í vikunni annað en spinning og vinna, kannski maður fari bara í box í kvöld með Istvani. Ég fer ef ég næ að plata Önnu eða Lindu með mér en ég fer sko ekki með Kaj fer því hann slær svo fast. Enívei, ég fékk tvær sprautur í dag og hvorug þeirra var í rassinn (þvílík heppni). Var tekið blóð úr hægri hendinni og svo var sprauta 2 af lifrarbólgu bólusetningunni í vinstri hendina. En þá á ég bara eftir að fá bólusetninguna einu sinni til viðbótar en það er eftir 7 mánuði (hmmmm best að skrifa það hjá sér). Blóðið tók ég hins vegar bara fyrir forvitnis sakir þar sem gaman væri að athuga hvað maður sé mengaður. Ég er ansi hrædd um að hafa verið í Svíþjóð of lengi til að geta presinterast sem ekta Íslendingur og á ég von á að vera með svipað munstur og Svíar, og þó örugglega aðeins hærra, eða ég veit ekki......niðurstöðurnar verða kynntar hérna glóðvolgar þegar ég hef komið mér í það að rannsaka þetta, svo sem margt annað sem ég þarf að gera fyrst.

þriðjudagur, október 15

Virkjun-orka framtíðarinnar
Ég var í spinning í gærkvöldi eins og svo oft áður, fer nefnilega mjög oft að æfa (eða þannig). Er alltaf að pæla í því sama þegar ég fer í spinning, en það er hvort það væri ekki raunhæfur möguleiki að virkja öll þessi hjól sem eru á fullu í klukkutíma. Man nefnilega alltaf eftir því á svona vísindasýningum þegar ég var yngri að það voru svona rafmagnshjól sem knúðu útvarp eða ljósaperu eða eitthvað. En eins og er í salnum hjá okkur þá eru kannski 40 hjól þegar salurinn er fullur þannig að það væri örugglega hægt að fá slatta af rafmagni þaðan, allavega til að knýja sjálfa líkamsræktar stöðina. Og pælið í því heima á Íslandi að kúpla saman öllum líkamsræktarstöðvum landsins og þá er hægt að gleyma virkjunum á austurlandi. Það er örugglega hægt að knýja eins og eitt álver eða svo með hraustum Íslendingum. Síðan gæti Dabbi kóngur sett lög í landinu þannig að hann skildaði alla að fara í einn spinningtíma minst 3-svar í viku og þá er hann búinn bæði að leysa orkuvanda ríkisstjórnarinna og offituvanda landans. Snilldar lausn!

laugardagur, október 12

Klósettvandræði
Já, Auður og Emelía komu til okkar í gærkvöldi og það var ekkert smá gaman, en eins og Emelía lýsir best sjálf, þá átti hún í smá vandræðum með klósetthurðina. Mér finnst samt ótrúlega merkilegt bara að sætta sig við það að það sé til fólk sem er svona svakalega opið að það hafi enga hurð á klóinu og ekki einu sinni tjald eða neitt hehe. Þetta var samt ótrúlega fyndið. Átti þessa fínu íslensku ýsu í frystinum sem ég eldaði og heppnaðist bara ágætlega þó ég segji sjálf frá. Svo var gerð rabbabarakaka í eftirrétt sem var borðuð með ís. Í dag fór ég svo að kaupa ammælisgjöf handa Gogga en ég ætla ekki að segja ykkur hvað það var því hann gæti séð það. Mér finnst þetta samt mjög sniðug gjöf. Segi ykkur hvernig lukkast þegar ég er búin að gefa hana. Einnig keypti ég 10 m langa sjónvarpssnúru til að tengja saman tölvuna og sjónvarpið svo við getum horft á DVD þannig að hér eftir eru allar DVD myndir vel þakkaðar ;o)

föstudagur, október 11

Guði sé lof fyrir föstudaga
Sem betur fer kominn föstudagur aftur......annars er vikan búin að líða mjög hratt. Virðast frekar fáir vera mættir í vinnuna í morgun. Dularfullt, eða ekki. Það var nefnilega skrall í gær þar sem öllum iðnaðarmönnunum sem unnu við húsnæðið okkar var boðið í austurlenskt hlaðborð og bjór. Að sjálfsögðu var farið í leiki eins og í öllum sænskum partýum. Það var reyndar frekar fyndið en þetta var spurningarkeppni þar sem yfirmanni okkar og yfirmanni iðnaðarmannanna var att saman. Ég var reyndar komin heim um níuleitið en þetta byrjaði um fjögur þannig að á lengdina litið var þetta ágætis partý. En um níu voru bara þeir þaulsettnustu eftir þannig að það var bara að drífa sig heim á leið. Í kvöld verður samt ekkert gefið eftir þar sem Auður og Emelía ætla að kíkja í mat en verður elduð íslensk ýsa handa þeim.

miðvikudagur, október 9

Innbyggð verkjaraklukka.
Í nótt um hálf sexleitið vakna ég upp æpandi úr sársauka vegna þess að ég fékk þennan svakalega krampa í kálfann. Veit í raun ekki hvort að þetta sé sinadráttur eða eitthvað þar sem ég hef aldrei fengið almennilega skýringu á því hvað sinadráttur er, en það voru alla vega engar sinar sem voru að hrjá mig. En allavegannnna, þá vakna ég við þennan svakalega sársauka og gríp um kálfann á mér og reyni að slaka á og þegar krampinn er liðinn hjá þá er málið að reyna að tegja á þessu. Veit ekki hversu vel þetta heppnaðist þar sem ég er með harðsperrur í kálfanum núna og frekar illt og af gefinni reynslu þá veit ég að ég verð með verki í kálfanum næstu tvo til þrjá daga. Þetta er samt sem áður ekki beint harðsperrur, heldur meira einhver stífni eða eitthvað. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist heldur gerist þetta kannski einu sinni annan hvern mánuð eða eitthvað svoleiðis en byrjaði snemma í vor. Svakalega er þetta vont!!! Var eitthvað að reyna að fá meðaumkun í vinnunni í dag en það voru ekki margir sem vildu vorkenna mér. Flestir kenndu ofþornun um og sögðu mér að drekka meira en ég kaupi þá skýringu ekki svo glatt þar sem ég drakk um það bil tvo lítra af gosi, vatni og djús og öðru þannig að það er frekar útvötnun sem er málið. En skítt með að vakna svona um miðja nótt, málið er að ég get ekki sofnað aftur og það er frekar fúlt. Ef einhver er með betri sjúkdómsgreiningu en ofþornun þá má sá hinn sami endilega láta mig vita.

Líney skvís
Líney skvís loksins byrjuð að blogga. Nú eykst pressan á Hildi!!

mánudagur, október 7

Myndir
Það eru komnar nýjar myndir inn!!! Skoðið þær hér!

Helgin
Það var svo sem ekki mikið að gera hjá okkur um helgina. Helgin fór meira í það að slappa af og hafa það gott, taka aðeins til og baka eins og eina köku. Á föstudags kvöldið lögðum við hjónin samt land undir fót og fórum í heimsókn til Auðar og Emelíu en þær buðu okkur í mat. Við fengum þennan fína pastarétt með brauði og léttvíni og var það mjög gott og við þökkum hér með fyrir. Aumingjans Auður var samt að drepast úr stressi þar sem Emelía hafði fengið þá flugu í höfuðið að Georg væri kokkur og var búin að stressa Auði upp úr öllu valdi. Þessi misskilningur var samt leiðréttur og þá gátu allir slappað af.

föstudagur, október 4

Víkingur
Á miðvikudaginn lögðust nokkur okkar á deild fræði þeirrar sem umhverfisefnæfræði stunda í víking og leið okkar lá til Uppsala, upprunarlegrar höfuðborga Svía, fyrir u.þ.b. 750 árum síðan. En tilgangur farar okkar var að hlusta á fróða menn ræða sín á milli um kosti þess og galla að snæða feitan fisk. Var þetta ágætis skemmtun framan af en þegar líða tók á daginn fór undirrituðum að leiðast masið. Fram komu ýmsir fræðingar sem ræddu m.a. kostina og efaðist enginn um kosti þess að borða fisk yfir höfuð og hefur tekist að sanna nær óyggjandi að omega-3 fitusýrurnar eru hreint kraftaverkaefni og var meðal annars einn þarna sem sýndi fram á með ýmsum tilraunum að í raun hefur léttvín frekar takmörkuð áhrif á hjartasjúkdóma heldur virðist það haldast meira í hendur að mikilli léttvínsdrykkju fylgir oft mikið fisk og sjávarréttaát. Hann reyndar talaði dönsku þannig að það komu heilu kaflarnir þar sem ég datt út og skildi ekki bofs. En eftir síðdegiskaffið þá voru bara aðilar frá manneldisráði sem ræddu um reglugerðir og ástæður þess að Svíar og Finnar fengu undanþágu frá lágmarksmörkum díoxíns í fiski og bla bla bla en stemmningin í salnum breyttist skyndilega og virtist aðalfjörið vera að ráðast með skítkasti á manneldisráð og þá kárnaði gamanið. Hins vegar fannst mér umræðan einkennast af því að það væri ekki til neinn annar fiskur í heiminum en Eystrasalts fiskur eða eiturfiskur úr Vänern og Vättern. On ðí oðer hand ef maður veltir fyrir sér EB mörkunum þá eru þau 4 pg/g ferskur fiskur sem er nú ekkert svakalega mikið magn og þessi tala var líklega fengin með því að gera ráð fyrir því að manneskjan sé naggrís og deila með 100. Það kom nefnilega svo skemmtilega fram að áhættuhópurinn (fiskimenn og fjölskyldur á austurströndinni) var í raun heilbrigðasti hópurinn þ.s. þau borða svo mikinn fisk þannig að kostirnir virtust vera stærri en gallarnir við að borða fisk úr Eystrasaltinu. Skemmtilegasti hluti fararinnar var samt ferðin heim. Við vorum fimm sem vorum samferða í lestinni heim og ég og einn félagi minn komum við í ríkinu á leiðinni niður á lestarstöð og splæstum í eina rauðvín sem við buðum svo hinum upp á. Ferlega næs. Var reyndar svolítið erfitt að finna flösku af víni sem var bæði gott og var með skrúftappa en það hepnaðist á endanum.

þriðjudagur, október 1

Undur og stórmerki
Undur og stórmerki gerðust í gær, hitinn kom á ofnana okkar heima. En fyrir þá sem ekki vita þá er ekki kveikt á kyndingunni yfir heitustu sumarmánuðina en kveikt var á kyndingunni fyrir 2 vikum en íbúðin okkar og tvær til viðbótar eru búnar að vera hitalausar. En í gær byrjuðu ofnarnir að hitna. Ég læt það nú vera að þeir séu funheitir þó þeir séu á hæstu stillingu en engu að síður þá eru þeir eitthvað að hitna. Gleymdi líka að segja ykkur að við keyptum okkur sófaborð um helgina sem við fengum afhent í dag. Keyptum hana í búðinni Rustico sem er með mexikanskar mublur og er borðið í stíl við sjónvarpsskápinn okkar sem við keyptum í Miru fyrir eins og 2 árum. Ekkert smá flott. Á morgun verð ég hins vegar ekkert við þannig að það þýðir lítið að koma í heimsókn fyrir þá sem ætluðu að kíkja við hehe þar sem ég verð í Uppsala að hlusta á fyrirlestra um kosti þess og galla að borða feitan fisk úr Eystrasaltinu (ég sé reyndar enga kosti við það en ég læt ykkur vita ef eitthvað nýtt kemur fram). En þar verða vísindamenn úr öllum áttum sem ætla að velta þessu fyrir sér. Kræst ég gleymdi að segja ykkur annað!! Í síðustu viku fór ég að sækja sænsku skilríkin mín!!! Loksins komin með sænsk skilríki. Það var orðið frekar þreytt að rúlla fingrunum um hárið og setja upp ljósku svipinn alltaf í búðinni og segjast ekki hafa haft hugmynd um að maður þyrfti sænsk skilríki þegar maður notar sænskt kort. Sænska kortið mitt er nefnilega svo vanþróað að það er hvorki mynd né kennitala né neitt á því enda verða svíarnir ekkert smá hvumsa þegar maður sýnir þeim fína búnaðarbanka kortið sitt sem flokkast líka sem fullgild skilríki. Enívei, ég lét tilleiðast þó að Halldóra væri búin að hræða úr mér líftóruna með ljótum og vondum afgreiðslukonum í bönkum sem neita að taka við myndinni því að hún væri ekki nógu góð. Það þarf nefnilega að sjást í annað eyrað og hafa hvítan bakgrunn og 11 mm á milli nefbrodds og hökubrodds. Frekar flókið. Ég hins vega greinilega hitti á svona yndislega góða eldri konu sem fannst myndin mín bara fín og tók við henni. Núna svo 4 vikum seinna fékk ég send skilaboð heim um að skilríkin mín væru tilbúin og ég gæti farið niður í banka og sækja þau. Þannig að núna get ég gengið stolt inn í hvaða verslun sem er (svo lengi sem það er innistæða á kortinu mínu) og verslað mér hvað sem er og veifað fína skilríkinu mínu framan í afgreiðslufólkið!