Góðan og blessaðan daginn
Já nú veit ég allt um tölfræði....eða ekki. Ég var nefnilega í Sigtuna á tveggjadaga tölfræðikúrsi. Það var svo sem ágætt, frekar intensíft en þeir verða náttúrulega að keyra svolítið hart þegar tíminn er svona knappur. Umhverfið var hinsvegar meiriháttar. Byggingin sem við vorum í og gistum var byggt sem ráðstefnuhús 1917 og var byggt í anda klaustra við miðjarðarhafið, með rósagarði og kapellum og öðru flottu. Bærinn sjálfur er frekar kósí, er talinn vera frekar fínn og þar af leiðandi eru hús og íbúðir frekar dýr en Sigtuna er víst fyrsti höfuðstaður Svía (ekki Uppsala eins og ég hélt) og hefur verið til síðan á víkingatímanum. Þarna er líka menntaskólinn eða gagnfræðiskólinn eða einhver skóli sem kóngabörnin fara víst alltaf í og börn annara fínna manna hérna í Sverige. Þarna er víst líka alltaf haldinn jólamarkaður einhvern sunnudaginn í aðventu þar sem fólk klæðir sig í gamaldags föt og heilsteikja svín og fleira flott og stefnan er að kíkja á það.