mánudagur, desember 30

Já ég er víst ekki búin að vera mjög aktíf í blogginu yfir jólin....
...hef bara verið í svo miklu leti-jóla-stuði að lítið hefur orðið úr verki. Jólin eru annars búin að verja meiriháttar fín. Fórum í jólamat til Åke á annan þar sem okkur var boðið í alvöru sænskan jólamat. Það var alveg ótrúlega gott og kom mjög á óvart. Ég át svo ótrúlega mikið yfir mig að ég gat ekki staðið upp fyrr en um tíu en við borðuðum um sex þar sem maður varð náttúrulega að smakka allt en þarna var á borðstólnum óendanlega margar síldarsortir og strömning sem er líka síld en heitir strömning af einhverri dularfullri ástæðu. Síðan var reykt dádýr, skinka, kjötbollur og pulsur, lax bæði reyktur og grafinn þar sem grafði laxinn hafði verið smurður með piparrótarosti og rúllað upp í rúllur. GEÐVEIKT GOTT og síðan var soðið kjöt og meiri pulsur, síldarsallat og Janssons festelse sem er kartöflu gratín með ansjósum, gott ef maður slapp við ansjósurnar og síðan var líka eitt sem þeir kalla Dop i grytan þar sem maður dýfir heimatilbúnu brauði ofan í soðið af kjötinu og pulsunum. Var reyndar mjög gott. Fengum meira að segja að smakka afganga af lútfiskinum frá aðfangadagskvöldi en það er spes sænskt, harðfiskur sem búið er að bleyta upp í með lút, virkar ekki gott en er bara alveg ágætt, borðað með kartöflum, hvítri sósu og hvítum pipar. Síðan var rísalamand í eftirrétt með appelsínum en ekki kirsuberjasósu. Og ekki má gleyma öllum snöfsunum, það tilheyrir víst að drekka allskonar snafsa og bittera og ýmislegt og syngja drykkjuvísur með. Síðan eftir eftirréttin var kaffi og líkjör og svo nammi og ávextir! Ég held að ég hafi aldrei borðað svona mikið.
Þann 27. des fórum við svo í bæinn aðeins að versla og hittum svo Auði og Emelíu ásamt Hlín og Bigga ásamt Ron húsverði á JoLo biljardsstaðinum og spiluðum biljard. Eftir það fóru allir nema Ron á staðinn Mest þar sem var snæddur nokkuð spænskættaður matur, alla vega fengu ég og Auður okkur Tapas, mjög gott. Síðan var haldið í Professorsslinguna með því hugarfari að spila Piksjónarí en það varð ekkert úr heldur endaði kvöldið bara í spjalli og rólegheitum.
Þann 28. des var okkur svo boðið til Róberts og Gabríellu, ungversku hjónunum í næsta húsi í hefðbundinn ungverskan mat sem var ofnbakað svínakjöt og mjög gott en vorum komin heim um tíuleitið þar sem við vöknuðum frekar snemma um morguninn.
Í gær fórum við svo og hittum Ron niðri í bæ og borðuðum kínverskan mat og fórum svo á Hringadróttinssögu Part II og ég verð að segja að ég er alveg sammála henni Soffíu um það hver er sætastur í myndinni!!!
Í dag keyptum við svo þessa snilldar myndarvél Canon EOS300V, ekkert smá flott.
Núna erum við annars bara að horfa á sjónvarpið og hlaða fyrir annað kvöld!

miðvikudagur, desember 25

Jólin, jólin allstaðar....
Þá eru loksins komin jól, meira að segja í gær. Fórum í hádeginu í gær í möndlugraut til Halldóru og Freysa ásamt Ólöfu og Atla. Fengum ekki möndlugjöfina :o( Komum síðan heim og vöskuðum upp og klæddum okkur svo í sparifötin og elduðum jólamatinn. Á boðstólum var blómkálssúpa í forrétt og svo dádýr í aðalrétt með allskonar meðlæti. Ekkert smá gott. Síðan var sacher í eftirrétt. Var reyndar ekki mikið pláss fyrir hana. Síðan voru gjafirnar opnaðar og kom margt fallegt og fínt í ljós og vil ég þakka fyrir mig og mína. Í kvöld er hins vegar afslöppun en á morgun förum við til Åke og konunar hans, Birgit, í ekta sænskan jólamat. Verður örugglega gaman en læt ykur vita eftir á hvort sænskur jólamatur sé góður ;o)

miðvikudagur, desember 18

Útskrift og hangikjöt
Fór á vörnina hennar Halldóru og útskriftarveisluna í gær, vörnin var mjög áhugaverð og veislan skemmtileg. Ofsalega góður matur! Nú verður maður víst að kalla hana doktor! Fékk síðan sendingu með hangikjöti, kleinum og flatkökum nammi namm. Takk kærlega fyrir það!

mánudagur, desember 16

Loksins sódastrím!!
Ég keypti loksins fyllingu í sódastrímtækið okkar! Málið er að það er ekkert hlaupið að því að finna svona fyllingar þar sem þær eru sko ekki á hverju strái og er þar af leiðandi sódastrím tækið okkar búið að vera frekar þunglynt eftir að við fluttum til Svíþjóðar. Síðan um helgina rakst ég bara alveg óvænt á fyllingar í heimilistækja/hardver/alltmúglígt verslun og síðan fór ég í hádeginu með gamla kútinn og fékk fyllingu og keypti meira að segja einn auka kút......nú getur maður sko farið að sódastrímast aftur!

föstudagur, desember 13

Próf og getraun.
Í gær sat ég yfir fyrsta prófinu mínu þar sem ég samdi eina spurningu. Þetta var í sama kúrsi og ég var að kenna verklegt í. Tók með mér bók og þá leið minn 1.5 tími hratt. Þetta var náttúrulega svona geðveikispróf eins og þau virðast öll vera hérna, 6 tímar! Í tilefni þess set ég spurningu hér á vefinn:
Auður frænka er ekki búin að blogga síðan 3. nóv 2002 og í dag er 13. des sama ár. Hversu lengi hefur Auður frænka verið blogglaus í:
a) dögum
b) klukkustundum
c) mínútum
Hér er hins vegar Lúsíudagurinn í dag og ég ætla að fara að borða lussekatter, sem gæti kannski íslenskast í lúsarketti, jummí.

fimmtudagur, desember 12

Friður á gráu svæði.
Gaman að því að Svíar eru náttúrulega svo svakalegir friðarsinnar að hálfa væri nóg, taka aldrei afstöðu í neinu og hrósa sig af því að vera ávalt hlutlausir. Engu að síður held ég að Svíar eru annar stærsti útflutningsaðili á eftir Kínverjum á jarðsprengjum og svo var í fréttunum í dag að sænskt fyrirtæki er það fremsta í heiminum í framleiðslu á ammoníum nítrati til útflutnings aðalega, en það var meðal annars efnið í sprengjuna á Balí. Reyndar er ammoníum nítrat mikið notað í áburð en efnið sem er framleitt í þessari verksmiðju er sérstaklega í sprengjusmíði. Allt í lagi að vera hlutlaus svo framalega sem maður græðir á hálvitunum sem geta ekki verið hlutlausir.

miðvikudagur, desember 11

Athugasemdakerfi dauðans horfið!
Loksins búin að losa mig við athugasemdakerfi dauðans og setja annað betra, vona bara að það virki betur

Illt
Tókst að sofa á hægri öxlinni örugglega í alla nótt sem þýðir eiginlega að ég sé einhent í dag. Ekkert smá illt. Jæjajá, þarf að fara á fund á eftir en mér finnst svo leiðinlegt á fundum......greinilega fundað yfir mig sem formaður Hvarfs á skorarfundum efnafræðiskorar. Annars er Georg ennþá í Tovetorpi og skemmtir sér bara vel en ég er ekki enn búin að finna jólapakkann minn.

mánudagur, desember 9

Ef þið voruð að velta fyrir ykkur hvernig ætti að dansa diskó.........

Ný vika...
...og mamma og pabbi eru farin heim. Það var nú ferlega næs að hafa þau, fórum í bæinn og fengum okkur að borða og skoðuðum gamla miðbæinn og ýmislegt. Georg er líka farinn, farin með kúrsinum sínum eitthvað suður fyrir Stokkhólm og verður þar í tvær vikur. Þannig að ég er bara ein í kotinu. Ja eða ekki ennþá....er enn í vinnunni þannig að verð ein í kotinu eftir smá stund. Ætla að fara í heitt bað með bók og setjast svo með góða tónlist á fóninum upp í sófa með bókina mína, kannski búa til heitt kakó eða eitthvað. Annars eru bara 5 dagar í jólaglögg aldarinnar þar sem mætast tvö lið frá Uppsala og 2-3 lið frá Stokkhólmi, grá fyrir járnum....hver verður pikksíonarí meistari!! Í síðustu keppni voru tvö lið frá Stokkhólmi en nú gæti bæst við eitt lið en mitt lið er eiginlega bara orðinn svipur hjá sjón þar sem helmingur liðsmanna er í einhverju skólaferðalagi! Verður kannski svolítið erfitt að teikna fyrir sjálfa mig og giska..... Ég kannski sameinast öðru liði og saman munum við berja niður alla fyrirstöðu á leið á toppinn!! Og eigum eftir að leggja heimin að fótum okkar! Jæja, ætla heim að slappa af......Elvis has left the building

föstudagur, desember 6

Krabbar úr höllinni
Fór niður á central í gær að sækja mömmu og pabba og var gott að sjá þau loksins. Fórum heim með farangur en kíktum svo í bæinn til að versla eitthvað sniðugt að borða. Fórum í Östermalms saluhall og keyptum krabba í forrétt og hjartarkjöt í aðalrétt. Það var ekkert smá gott allt saman. Í dag eru þau svo í verslunarleiðangri niðri í bæ en spurning hvað við gerum svo sniðugt um helgina.

miðvikudagur, desember 4

P.s. Emelía var búin að æfa sig með því að baka kleinur sem voru alveg hreint brillíant góðar.....ohhhh mig langar í kleinur.

Þvílíkar endemis hetjur!
Ég, Georg, Auður og Emelía verðum að flokkast sem hetjur aldarinnar!!! Í gærkvöldi eftir vinnu fórum við Georg heim til stelpnanna þar sem lá fyrir að gera laufabrauð. Fengum fyrst þennan ljómandi góða kjúklingarétt í kvöldmat. Síðan upp úr sjö var laufabrauðsdeigið tilbúið og byrjað að fletja út og skera. Sáum strax að við vorum með meðfædda hæfileika til að gera laufabrauð! Ég varð ekkert smá hissa enda uppalin í því að laufabrauðsdeig fæst bara í Mosfellsbakarí og maður þarf 15 ára bakaranám til að geta gert deigið. En svo tókst okkur þetta bara. Reyndar hafa bæði Auður og Emelía horft á mæður sínar gera deigið frá grunni í samanlagt 40 ár þannig að það var mjög mikil reynsla samankomin í eldhúsinu í Fruängen. Emelía og Georg flöttu út og ég og Auður létum listræna hæfileika okkar skína, sá reyndar að ég átti ekkert í listræna hæfileika Auðar og komst ekki með tærnar þar sem hún var með hælana. Og kom svo upp úr dúrnum að þetta varð alveg ljómandi gott laufabrauð. Og okkur heppnaðist ekki að kveikja í feitinni! Tók hins vegar frekar langan tíma, vorum ekki komin heim fyrr en 20 mín yfir eitt. Maður tekur kannski helgi í þetta næst. Tók síðan með nokkur brauð í vinnuna í morgun og leifði fólki að smakka snilldina. Flestir voru fullir efasemda þar sem flest sem ég hef tekið með kallar á ógleði það sem eftir er af deginum, samanber hákarl og hrútspunga, en þegar þeir smökkuðu fannst þeim þetta bara ljómandi gott. Núna er bara smákökubaksturinn eftir.

Á morgun koma svo mamma og pabbi í heimsókn og verða fram á mánudaginn. Það verður ekkert smá fínt og mun helgin fara í það að skoða jólaljósin og kíkja á kaffihús og borða góðan mat.

mánudagur, desember 2

Sterkur og úrræðagóður
Segið svo að maður verði ekki sterkur af því að vera efnafræðingur. Í morgun eyddi ég hálftíma í það að reyna að opna exicator sem var lofttæmdur! Rembdist og remdist eins og rjúpan við staurinn og ekkert gekk. Varð svo allt í einu litið á ventilinn á honum og sá að hann var lokaður þannig að ég prófaði að opna hann og viti menn....heyrist ekki bara svona kviss sem þýðir að loftið streymdi inn í hann. Þá var að sjálfsögðu ekkert mál að opna helvítið! Fyrir þá sem ekki vita hvað exicator er þá er það glerílát sem maður geymir ýmislegt í ásamt rakadrægu efni og þetta er gert til að halda draslinu þurru, og að reyna að opna exicator sem er lofttæmdur þá er það eins og lemja hausnum í vegginn....álíka tilgangslaust. Ekki það að ég sé eins vitlaus og þetta lítur út en málið er að þessi exicator er ALDREI lofttæmdur! ALDREI ALDREI ALDREI!!! Oh hvað ég bölvaði fíflinu sem var svo sniðugur að ákveða að það væri alveg eins gott að lofttæma akkúrat þennan exicator! En kemur á móti að ég þarf ekki að fara í body pump í dag. Svo eitt sem gerðist um daginn.....var inni hjá syntetikunum að vaska upp glervöruna sem við notuðum í kúrsinum og uppþvottaherbergið þeirra er ekki alveg tilbúið og ég hafði aldrei unnið þar áður, en málið er að það er lás á hurðinni, en enginn sílinder! þannig að ef hurðin lokast þá er hún læst og bara bömmer fyrir þig. Ég náttúrulega vissi þetta ekki þannig að ég var að vinna inni í herberginu og hurðin skelltist á eftir mér. Var ekkert að hugsa út í það fyrr en þegar ég ætlaði út! Þá var bara ég óheppin, læst inni! Og allir í mat. Ég hugsaði nú með sjálfri mér að ég ætlaði ekki að fara að öskra á hjálp eins og einhver asni því að ég læsti mig inni, þannig að ég fann risapinsettu og gat troðið henni inn í lásinn og opnað!! Best að taka það fram að ég er ekki sú eina sem hef læst mig þarna inni!!

Svo er ammælisbadn gærdagsisn meistari Finnbogi!! Til hamingju með daginn!!!