Drasl blogger er þetta eiginlega, hélt að þetta ætti að vera idiot proof
Sæludvöl í Sæluríki
Sögur af sælubúum og öðrum.......
föstudagur, júní 27
Santana
Jæja þá er Harrý Potter um það bil hálfnaður, ekkert smá spennandi. Annars hefur verið nóg að gera með að fara að lyfta, spila biljard þar á eftir og lesa Harrý restina af kvöldinu. Vinnan gengur ágætlega svo sem, ekkert spennandi hefur gerst en bara þetta venjulega. Ágætt að geta einbeitt sér að einhverju öðru en menntaskólanemum.
Í gær fórum við í vinnunni á veitingarstaðinn Santana til að fagna sumrinu. Þetta er ekkert smá flottur staður og maturinn var meiriháttar en skammtarnir voru svo varla upp í nösina á ketti. Ég fékk mér grillaðan mahi mahi með einhverju dóti en það er ekki beint sverðfiskur heldur bróðir hans. Í eftirrétt varð fyrir valinu einhverskonar mangó/papaya dæmi sem var mjög gott. Og þessu var öllu skolað niður með sangria.
Í kvöld verður síðan lagt land undir fót þar sem við ætlum í innflutningspartý til Örnu og Karvels í Uppsala. Það verður örugglega svakalegt stuð en verð líklega að koma snemma í bæinn á laugardaginn til að vinna aðeins.
Santana
Jæja, þá er Harry hálfnaður! Búið að vera nóg að gera að reyna að komast að lyfta, í biljard og lesa Harry Potter. Í gær fórum við í vinnunni á veitingarstað sem heitir Santana á Kammakargatan en þar fékk ég mér grillaðan mahi mahi með einhverju dúlli með en það er víst ekki beint sverðfiskur heldur bróðir hans. Ekkert smá gott en skammtarnir voru svo sem ekki upp í nösina á ketti. Síðan var það eitthvað mango/papaya dæmi í eftirrétt. Alveg ótrúlega flottur staður en ekki nægilega stórir skammtar, góð sangria :)
Í kvöld eftir vinnu verður lagt af stað til Uppsala þar sem Arna og Karvel ætla að halda innfluttningspartý, ekki það að þau hafi verið að flytja neitt nýlega, það var langt síðan :) nei segi svona. Vonandi verður bara stuð
mánudagur, júní 23
HP
Frá með deginum í dag og í svona eins og viku verður ekki bloggað, borðað, unnið, æft eða farið út úr húsi yfir höfuð því að nýja Harry Potterbókin er komin í mínar hendur!!!!!!!!!!!!!! 766 blaðsíður af hreinum unaði
laugardagur, júní 21
"I see" said the blind man
Það er orðið svolítið síðan ég skrifaði eitthvað hérna síðast. Það er bara búið að vera nóg að gera í vikunni með menntaskólastelpurnar mínar. Þær voru reyndar lítið inni á labbinu í þessari viku, en þriðjudagurinn og miðvikudagurinn fór í það að gera power point kynningu á tilrauninni. Þær voru búnar að gera þessa fínu kynningu sem ég ætlaði svo bara að brenna yfir á disk en akkúrat þegar þær voru farnar heim þá krassar tölvan mín og allt hvarf!! Ekkert smá gaman, þannig að ég var langt fram á kvöld að reyna að laga eftir minni. Þær höfðu reyndar unnið á þrjár tölvur þannig að hlutarnir sem voru á hinum tölvunum tveim var auðvelt að flytja yfir aftur en hitt tók smá tíma. Þetta bjargaðist þó allt að lokum og var kynningin þeirra bara eiginlega sú flottasta, en þær fluttu kynninguna fyrir aðra menntaskólahópa sem líka höfðu verið að gera einhverskonar verkefni. Síðan voru þær ekkert smá sætar og gáfu mér blóm og súkkulaði. En núna er það búið og er reyndar ágætt þó þetta hafi verið mjög gaman, þannig að núna get ég snúið mér að mínu dóti. Annars fór ég í fyrsta skiptið á biljardkúrsinn, sumarkúrsinn sem verður í allt sumar á mánudaginn síðasta. Ég var sú eina sem var í fyrsta skipti þannig að ég fékk prívat kennslu allan tíman, var ekkert smá gott. Tessan, einn af kennurunum, stóð yfir mér allan tíman og bennti mér á hvernig ég ætti að standa, lyfta olboganum hærra og eitthvað svoleiðis. Síðan hefur mér tekist að fara tvisvar til að æfa mig. Georg er annars búinn að vera úti á landi í vikunni út af vinnunni þannig að ég er bara búin að vera að lyfta, vinna og æfa biljard.
Núna um helgina er búið að vera Middsommar helgi hérna í Svea ríki en það er svona nokkurs konar Verslunarmanna helgi. Kaj, herbergisfélaginn minn í vinnunni, vorkenndi okkur svo að hafa ekkert að gera, þó það hefði svo sem ekkert plagað okkur, svo að hann bauð okkur með í sumarbústað sem hann var að fara með í með nokkrum vinum sínum, yfir eina nótt, þannig að við vorum að koma heim núna rétt áðan. Það var ekkert smá gaman. Og eins og venjan segir þá borðuðum við síldarhádegismat í gær og drukkum fullt af snafsi með og bjór. Við tókum með brennsa sem var ekki lengi að hverfa. En síðan hélt bara veislan áfram yfir daginn og langt fram á nótt, við reyndar reistum enga stöng til að dansa í kring um en hins vegar var farið niður að stöðuvatninu sem er 50 m í burtu og synt reglulega. Var reyndar ekkert allt of hlýtt þar sem það var frekar skýjað í gær og rigningardropar af og til en það skipti engu máli. Grilluðum síðan yfir opnum eldi og spiluðum kubb og ýmislegt annað, búið að vera mjög gaman. Í dag er hins vegar sól og gott veður en samt ágætt að vera komin heim. Veit ekki hvað við gerum á morgun en vonandi verður áfram sól og gott veður, ætli maður leggist ekki bara niður á strönd og sleikir sólina. Sjáum til. Við ætluðum að fara til Birka sem er svona víkingabær með Nick og fjöldskyldu en því miður var lokað yfir helgina. Ætlum að reyna næstu helgi.
Trevlig middsommarhelg i alla fall !!
fimmtudagur, júní 12
Fimmtudagur til frægðar
Var ekki orðatiltækið einhvern vegin svoleiðis. Ég samt efast um að ég verði fræg í dag en að sjálfsögðu stefnir maður á það að verða ríkur og frægur einhverntíman, mun vinna í því einhvern tíman seinna þegar ég hef tíma :-) Jamm það hefur ekkert spennandi gerst hérna síðustu dagana. Menntaskólakrakkarnir (sex stelpur) koma núna kl 9 og verða fram að hádegi. Þær voru líka eftir hádegi í gær að vinna á labbinu í fyrsta skipti en það gekk mjög vel. Spurðu fullt af spurningum og voru fljótar að læra. Annars erum við nokkrar hérna í vinnunni búnar að vera duglegar að fara að æfa. Það er nefnilega æfingarsalur fyrir starfsmenn háskólans sem er mjög góður hérna rétt hjá sem við erum búnar að vera að fara í. Í kvöld verður það kannski samt smá fótbolti ef orkan er fyrir hendi. Um helgina förum við í strandarpartý sem Róbert félagi okkar er að halda þar sem hann var að verja ritgerðina sína um daginn og er orðinn doktor. Vona að það verði ekki allt of mikil rigning á laugardagskvöldið :-)
þriðjudagur, júní 10
Ný vinnuvika
Þá er komin ný vinnuvika eftir þægilega hvítasunnuhelgi. Björg og Helgi komu til okkar á fimmtudeginum og Katla og Haukur fóru heim á föstudeginum. Helgin var svo sem ósköp róleg, fórum í bæinn á kaffihúsarölt og verslunarleiðangur á laugardeginum og sunnudeginum og í gær fórum við á Naturhistoriska riksmuseet sem er ekkert smá flott. Georg og Helgi gerðu tilraun við Armemuseet á laugardeginum en var hent út eftir tæpan klukkutíma þar sem átti að fara að loka og höfðu þá bara komist yfir hluta af einni hæð af þrem. Frekar fúlt. En núna eru víst Björg og Helgi í flugvélinni á leiðinni heim. Ég vil þakka öllum gestum síðustu vikna kærlega fyrir komuna. Í dag byrjaði hins vegar Forskarskolan hjá okkur þar sem hver deild (eða þær sem vilja) fær nokkra menntaskólanema af og til í tvær vikur til að gera einhverja skemmtilega tilraun. Ég fékk 6 stelpur sem virka mjög fínar en við byrjum ekki að labba fyrr en á morgun eftir hádegi. Þetta verður örugglega ágætt og ég fæ ágætis extrapening fyrir þetta (plús venjuleg laun) en eftir þetta þá nenni ég ekki að taka fleiri menntaskólanema að mér, er búin að gera minn skammt. Ekki nema kannski að gera þetta aftur næsta sumar. Næstu helgi verður síðan víst 17. júníhátíð Íslendingafélagsins hérna í Stokkhólmi, á sunnudaginn held ég. Ætli maður skelli sér ekki þangað, en fyrst verður einhver messa en síðan kaffi og kökur á eftir. Spurning hvort maður baki ekki bara svona bláberjaköku eða eitthvað sniðugt. Ég prófaði það einmitt um helgina, gera bara venjulega hjónabandssælu með mismunandi sultum í, ekki alltaf þessa venjulegu rabbabarasultu. Prófaði með hallonsultu og bláberjasultu og voru þær báðar mjög góðar en mér fannst bláberjakakan betri. Væri örugglega ekki slæmt með drottningarsultu eða einhverju svoleiðis.
fimmtudagur, júní 5
Í dag er heitt
Vikan er búin að vera ofsalega fljót að líða. Katla og Haukur eru búin að vera á fullu að þvælast og sjá nýja hluti. Á mánudaginn eftir vinnu hitti ég þau og við fórum saman í stríðsmynja safn sem var mjög flott, meira eða minna frá víkingatímanum til dagsins í dag. Ég tók mér síðan frí í gær til að fara með þeim út í Fjäderholmen sem er pínu lítil eyja úti í skerjagarðinum og tókum við ferjuna þangað. Þetta var ósköp kósí eyja með kaffihúsum, veitingarhúsum og svona verkstæðum þar sem ýmsir listamenn voru til húsa að selja list sína. Ég og Katla skráðum okkur í happadrætti hjá einum trélistarmanninum og síðan keypti ég mér eina eftirprentun til að hengja upp á vegg, ósköp fín. Síðan þegar við vorum búin að labba um húsin (ekki beint hægt að segja bæinn þar sem hægt var að telja húsin næstum á fingrum annarar handar) og fá okkur ís þá lögðumst við á handklæði út á klappirnar og sóluðum okkur aðeins. Mjög þægileg ferð og hugguleg eyja. Í dag koma síðan Björg og Helgi en Katla og Haukur fara á morgun. Ekki er búið að ákveða neitt plan fyrir Björgu og Helga en við gerum örugglega eitthvað skemmtilegt.
Núna var ég líka að instalera nýtt lyklaborð við tölvuna mína og slepp þar af leiðandi að hamra eins fast og ég get til að skrifa k eða u eða i eða reyna að stroka út, búin að vera að pirra mig óendalega á þessu ömurlega lyklaborði sem ég var með. Núna er ég komn hins vegar með svona ergonomiskt lyklaborð (veit ekki hvað þetta kallast á íslensku) en þetta er svona lyklaborð sem er búið að skipta upp þannig að stafirnir liggja svona í V, á að vera voða gott fyrir úlliðina. Reyndar mjög gott að nota það, þurfti aðeins að venjast því í fyrstu en núna er ég ekkert smá sátt. Mæli með því.
mánudagur, júní 2
Katla og Haukur
Katla og Haukur komu til okkar í heimsókn á föstudaginn og verða í eina viku. Það var ekkert smá gott að fá þau í heimsókn enda bæði mjög skemmtilegt. Fór og sótti þau á centralinn og lóðsaði þau heim. Fórum síðan í göngutúr um svæðið og skóginn og fórum síðan með fína grillið okkar niður á strönd og grilluðum og sátum þar í góða veðrinu. Á laugardaginn röltum við okkur um bæinn, skoðuðum nokkrar kirkjur og aðeins í búðir og að borða og svoleiðis og í gær fórum við á Vasa safnið að skoða Vasa skipið og síðan á Skansinn sem var ekkert smá næs þar sem veðrið var svo gott. Þar voru fullt af húsum opnum, eins og bakaríið, glerblásarinn, keramikverkstæðið og margt annað. Í dag er ég bara að vinna en ætla að fara snemma heim, sérstaklega þar sem veðrið er ekkert smá gott. Katla og Haukur eru á Naturhistoriska riksmuseinu og ætla síðan að hitta Georg og fara með honum í Saluhallen á Östermalmstorgi. Veit ekki hvað þau gera á morgun en síðan vorum við að velta fyrir okkur að kíkja á Fjärilholmen sem er eyja í Skerjagarðinum og rölta þar um á miðvikudaginn ef það verður gott veður. Síðan koma Björg og Helgi á fimmtudaginn og verða líka í viku. Sumartíminn er tími gestanna :-)