miðvikudagur, maí 28

Lokapartý
Í gær fórum ég, Emelía og Auður í lokapartý biljardskúrsins sem hefur gengið í allan vetur en það var haldið á biljardstaðnum JoLo. Þar var mætt stundvíslega kl 18 og fengum fyrst mat en við gátum valið milli lax og svínalunda og var maturinn ekkert smá góðu. Eftir matinn fórum við niður í kjallara þar sem við gátum verið sér og voru skipulagðar ýmsar keppnir í mismunandi biljardleikjum s.s. 9-ball, 8-ball og 10-ball og lærðum nýjan leik sem heitir killer sem er fínn þegar það eru svona margir og geta þá allir spilað saman á sama borði. Síðan æfðum við okkur aðeins í partýtrikkunum og lærðum helling. Ég reyndar komst því að íþróttameiðsl í biljard eru staðreind!! Er með risa marblett og kúlu á lærinu, alveg stokk bólgin, eftir að hafa gert eitt trikkið, miklu stærri marblett en eftir fótboltann. Segi ykkur ekki hvernig trikkið er því þá verður ekkert gaman að sýna það. Get samt sagt það að það eiginlega fólgst ekkert annað í trikkinu en að hitta hvítu kúlunni í ákveðna kúlu á borðinu. Tókst samt að slasa sig. Við mamma vorum nú að tala saman um dagin um það hvernig slys gætu átt sér stað í biljard og datt eiginlega ekkert annað í hug en að maður gæti potað kjuðanum í augað á andstæðinginum, alveg óvart að sjálfsögðu, en maður getur greinilega slasað sig. Seinna um kvöldið kom síðan Henke en það er strákur sem verður aðalkennarinn okkar í sumarkúrsinum og tók þátt í keppnunum. Það var samt eiginlega smá svindl því hann er fyrrum heimsmeistari í biljard, ekkert smá klár.

Í dag ætla ég að reyna að fara snemma úr vinnunni þar sem Íslandsdagurinn> er í dag en það er víst einhver hátíð sem búið er að skipurleggja niður í bæ, í Kungsträgården en þar verða fullt af íslenskum fyrirtækjum með kynningu, matur, hestar, forsetinn ætlar að gefa krónprinsessunni íslenskan hest og margt fleira. Síðan ætlum við hjónin að fá okkur að borða einhversstaðar niður í bæ með Emelíu og Auði en síðan ætlum við stelpurnar að fara á nýju Matrix myndina!!

mánudagur, maí 26

Já já það er svona þegar maður er svona brjálæðislega aktífur í blogginu. Bara búið að vera nóg að gera að vera með verklegt og undirbúa verklegt og annað. Seinna labbið hjá lögfræðingunum var í dag og heppnaðist það ágætlega, við Jana erum náttúrulega snilldar leiðbeinendur. Rosalega gaman að þessum lögfræðingum á labbinu, hrífast yfir minnstu smámunum og spyrja mjög skemmtilegra spurninga.

Á föstudaginn fór ég í bæinn í grillleiðangur, hafði séð þetta fína grill auglýst á 98 sænskar krónur í Clas Olsson en því miður þá var það ekki komið þannig að ég varð að kaupa það næst ódýrasta á 395 sænskar, ég lét mig hafa það :-) En á laugardaginn komu Emelía og Auður til okkar með þetta fína svínakjöt en takmarkið var að grilla það. Þær höfðu keypt þessi fínu kol, létt kol eins og stóð á pakkanum, ekki svona venjuleg kol sem maður er vanur, þannig að við settum ágætis haug í grillið og kveiktum í. Síðan þegar kolin áttu að vera tilbúin, þá kítkum við í grillið og viti menn, öll kolin voru nærri því horfin, skýrir "létt" nefnið, var bara loft en engin kol, þannig að hitinn í grillinu var eiginlega bara nægilegur til að grilla pulsurnar, en steiktum steikina á pönnu bara í staðin. En það var nú ekki verra, kjötið var meiriháttar gott þó það hefði bara verið steikt á pönnu en ekki grillað. Síðan horfðum við á Júróvisjón sem mér fannst bara mjög fínt í ár, virkaði samt eins og sumir söngvaranna voru ekki alveg með á nótunum hvaða lag hefði verið að syngja, eins og t.d. bresku flytjendurnir. En Birgitta stóð sig bara alveg eins og hetja.

Í gær sat ég allan daginn uppi í sófa að lesa bók, reyndar eftir að ég var búin að vaska upp eftir laugardagskvöldið. Var reyndar mjög gott veður en við fórum ekkert út í skóg eða á ströndina. Hafði það bara svo gott uppi í sófanum. Í morgun var síðan þvílík molla þegar við löbbuðum í vinnuna og skýjað þannig að það kom ekkert á óvart að um hálf tíu þá kom þetta svakalega þrumuveður með fullt af eldingum og látum, rigningu og hagléli. Ég og Jana vorum að undirbúa labbið fyrir eftirmiðdaginn og röltum okkur að framhlið hússins til að horfa á eldingarnar. Þær komu alveg þokkalega nálægt og þvílíku lætin!! Það var eins og allt ætlaði um koll að keyra! Og ég sá í fyrsta skiptið með berum augum alvöru eldingu slá niður!! Ekkert smá flott, en ég get alveg ímyndað mér afhverju sumir verða dauðhræddir í alvöru þrumuveðri.

þriðjudagur, maí 20

Ísland-Svíþjóð
Nú er æsispennandi 9-ball keppni stelpunámskeiðsins lokið. Ísland mætti að sjálfsögðu með gríðaröflugan stuðnings/klappstýru hóp (Auði og Emelíu) sem stjórnuðu hrópum og köllu áhorfenda með þvílíkri list og tækni að dómari varð að biðja hópinn um að róa sig svo keppendur gætu einbeitt sér að leiknum. Svíþjóð hins vegar hafði enga áhorfendur. Í æsispennadi leik landanna þar sem sá vann sem var fyrstur að vinna þrjá leiki þá tók Ísland fyrst forustu 1-0 með snilldar sigurskoti þar sem nían var tekin niður með að skjóta þristinum á hana áhorfendum til mikils fögnuðar. Svíþjóð náði síðan að jafna 1-1 en Ísland náði að svara með 2-1. Í jöfnum leik náði Svíþjóð síðan aftur að jafna 2-2 en þá setti Ísland í fluggírinn og tók í hraðleik forustuna og sigurinn með 3-2!!! og áhorfendurnir trylltust og næstum sprengdu höllina með fagnaðarlátum!!! Eftir langa sigurrunu Svía í þessari keppni (engin önnur lönd hafa áður tekið þátt) þá hefur Ísland loksins tekið titilinn!!! Ætli þetta sé byrjun á langri sigurgöngu Íslensku biljardmafíunnar en heyrst hefur sá orðrómur að Íslendingarnir séu hægt og rólega að reyna að taka yfir klúbbinn.......??

mánudagur, maí 19

Í sól og sumari
Það var ekkert smá gott veður um helgina!!!! Reyndar hálf skýað á laugardaginn en hlýtt en á sunnudaginn var bara ein stór sól! Við Georg fórum út í Stora Skuggan með handklæði og bækur og sóluðum okkur stærstan partinn af deginum. Gabríella og Róbert, nágrannar okkar, buðu okkur í mat á laugardagskvöldinu í ekta ungverskan pottrétt með heimatilbúnu pasta og öllu. Þetta var reyndar ekki gúllas þar sem þetta var svínakjöt en gúllas verður alltaf að vera úr nautakjöti og síðan var ekkert kúmen í þessu en það er víst skilda í gúllasi. Annars einbeittum við okkur að því að slappa af, Georg var í prófi á föstudeginum þannig að hvíldin var víst kærkomin. Í kvöld er síðan úrslitaleikur Ísland-Svíþjóð í nine ball (9-ball) og er ég búin að reyna að spara heppnina mína síðustu tvær vikur þannig að ég vona að allt gangi vel í kvöld!

p.s. er með marblett á lærinu eftir fótboltann :-(

fimmtudagur, maí 15

Fótboltahetjur
Púff var að koma heim úr fótboltanum. Það var ekkert smá gaman, úti í sólinni góða veðrinu og spilað þangað til maður gafst upp. Við Patricia og Emelía stóðum okkur eins og hetjur ásamt einni stelpu í viðbót í að spila við alla strákana. Ekki samt frá því að hreyfingarleysi síðustu mánaða hafi örlítið háð mér. Samt ekkert miðað við hvað stærði, eða réttara sagt smærðin, var að há mér þegar ég ætlaði að reyna að stöðva tveggja metra háan þjóðverja sem kom á ærandi siglingu í átt að markinu okkar. Ekki laust við að hann hafi örlítið hlaupið mig niður. Jæja, ætli ég fái ekki eins og einn eða tvo marbletti á morgun, og eins og fulla fötu af harðsperrum.

Pönnsurnar voru ekkert smá góðar í gær þó ég segi sjálf frá og vöktu þær mikla lukku sérstaklega fyrir það hvað þær voru þunnar en sænskar pönnsur eru mun þykkari, kenndi líka Patriciu hvernig maður á að baka íslenskar pönnsur. Dirty dansing sló líka í gegn, Anna hafði aldrei séð hana og fannst hún hálf hallærisleg, held að maður verði að sjá myndina fyrst þegar maður er svona 8 ára til að hrífast af töfrum hennar, þýðir ekkert að byrja að horfa á hana á fullorðinsaldri.

Annars er dagurinn búinn að fara í það að taka til kúrslabbið þar sem ég og Jana eigum að vera labbassistentar á kúrsinum "Efnafræði fyrir lögfræðinema" og kenna þeim hvernig maður á að úrhluta fitu úr fiski og keyra TLC plötu (ekki hljómsveitin) en lögfræðinemarnir koma í lok næstu viku. Á morgun verður hins vegar tiltektardagur í vinnunni, brjálað stuð.

Á eftir kl 18 ætlum ég og Patricia og Emelía að hitta einhverja félaga hennar Patriciu og spila fótbolta

miðvikudagur, maí 14

Pönnsur og dörtí dansíng
Já við skvísurnar fórum á framhaldskúrsinn okkar í pool á mánudaginn sem var mjög gaman, gekk reyndar hálf illa, var ekkert að hitta neitt en það er samt allt í lagi, ég er nefnilega að spara heppnina mína þangað til á mánudaginn næsta þar sem Ísland mun mæta Svíþjóð í stórspennandi 9-ball úrslitaleik. Þá verð ég vonandi búin að spara mér upp tveggja vikna heppni og vona að að verði nóg til að vinna keppnina. Síðan skráði ég mig á sumarkúrs hjá þeim en við ætlum allar þrjár að fara, ég, Auður og Emelía. En í sumarkúrsinum þá verður farið djúpt í tækni og svoleiðis. Fáum líka að spila frítt á JoLo allt sumarið þannig að ætli maður verði nokkuð brúnn í sumar. Verðum orðnar ekkert smá klárar eftir það enda er kennarinn okkar fyrrverandi heimsmeistari.

Í kvöld ætlum ég, Anna og Linda og kannski Patricia að fara heim til mín þar sem ég ætla að baka íslenskar pönnsur og bjóða þeim upp á íslenskan lakkrís og síðan ætlum við að horfa á Dirty Dansing. Georg ætlar að vera heima líka og mig grunar að hann sé hálfgerður laumuaðdáandi DD. Vill samt ekki viðurkenna það :-)

mánudagur, maí 12

Framhaldskúrsinn
Helgin fór eiginlega bara í það að liggja í sólbaði úti á svölum, var alveg geggjað veður um helgina en núna hefur þykknað upp og sólin farin. Kílóinn á föstudaginn var mjög skemmtilegur, ekki frá því að ég hafi aðeins verið með harðsperrur um helgina :-) maður er í svo góðu formi. Í gær hitti ég hins vegar Auði og Emelíu niðri á Gamla Stan og settumst við á kaffihús og sötruðum öl og gos í góða veðrinu og fengum okkur síðan smá göngutúr um bæinn. Bærinn var eiginlega tómur þar sem líklega flestir voru að horfa á Svíþjóð-Kanada í heimsmeistarakeppninni í hokkí en þetta var úrslitaleikurinn sem fór 3-2 fyrir Kanada, þannig að flestir voru hálf þunglyndir þegar þeir mættu til vinnu í morgun. Svo sem skiljanlegt þar sem gert var út um leikinn í bráðabana. Núna á eftir ætlum við stelpurnar að fara í fyrsta framhaldstímann okkar í pool. Verður spennandi að sjá hvort maður sé ekki algjör kettlingur þegar maður fer að bera sig saman við hinar gellurnar, sérstaklega þar sem annar kennarinn okkar í byrjendakúrsinum er nemandi í framhaldskúrsinum.

föstudagur, maí 9

Æ hvað ég er fegin að það sé föstdagur. Þessi vika er reyndar búin að vera mjög þægileg, mikið fundarhald í vinnunni þannig að ég komst inn á labb eiginlega bara aðeins í gær og í dag. Var reyndar heima á miðvikudeginum þar sem ég var komin með smá hita en er búin að vera með kvef og hálsbólgu, ekkert smá gaman. Í dag ætlar síðan vinnan að borða saman og spila kíló, en ekki eins kíló eins og er spilað heima því Svíar spila þetta með tennisbolta og kylfu, minnir líklega enn meira á hafnarbolta en íslenska versjónin, held samt að það sé einn í pottinum sem grípur og reynir að fá hina til að verða úr. Eins gott að það sé gott veður núna, sól og hiti en smá gola, ja sumir hérna kalla þetta víst rok en ég veit ekki. Síðan er það bara að undirbúa sig fyrir fyrsta framhaldskúrsinn í pool á mánudaginn. Ég held samt ekki að maður sé almennilega með í umræðunum ef maður er ekki með eigin kjuða :) Við verðum bara lúðar þá, það er allt í lagi.

þriðjudagur, maí 6

Helgin var allt í lagi, lá reyndar með kvef og hálsbólgu þannig að ég reyndi svona mest bara að slappa af. Reyndar tókum læri úr frystinum sem við áttum þar og elduðum á sunnudagskvöldinu og buðum Emelíu og Auði. Ekkert smá gott. Horfðum síðan á hluta úrslitaleikjanna í heimsmeistaramótinu í snóker (hef þetta í fleirtölu þar sem þeir tveir sem eru í úrslitum verða að spila 35 leiki) en þar voru Williams (minn maður) að keppa við Daugherty. Það er eiginlega ekkert sniðugt hvað þeir eru klárir, geta látið hvítu kúluna fara í boga til að forðast kúlur sem þeir meiga ekki snerta og fullt sniðugt. Staðan var síðan 16:14 fyrir mínum manni síðast þegar ég gáði.

Í gærkvöldi fórum ég og Auður og Emelía síðan í pool námskeiðið okkar en áttum að taka próf til að athuga hvort við kæmumst í framhaldsnámskeiðið. Tíminn reyndar byrjaði á því að það var haldin 9-ball keppni þar sem ég komst í úrslitin!! Jibbí Úrslitaleikurinn verður síðan leikinn eftir tvær vikur þar sem ekki vannst tími til að klára. Ég vil bara þakka andstæðingum mínum fyrir góða keppni og mikla baráttu. Síðan tókum við prófið sem við allar stóðumst með glans þannig að við eigum að mæta næsta mánudag í framhaldsnámskeið. Ekkert smá klárar!

föstudagur, maí 2

Frí
Svíar eru alveg indislegir þegar kemur að almennum frídögum. Núna var náttúrulega fimmtudagurinn frí en það er náttúrulega svo hallærislegt að hafa frídag í miðri viku þannig að miðvikudagurinn er hálfur dagur, þ.e. það eru annað hvort tveimur eða fjórum tímum styttri vinnudagur, tveimum tímum í þetta skiptið, fer víst eitthvað eftir dögum. Síðan kemur náttúrulega föstudagurinn asnalega út, klemmdagur svokallaður, þ.e. dagur sem klemmist milli frídags og helgi, þannig að ef maður hefur unnið sér hann inn eða mun gera það þá getur maður tekið hann frí líka. Merkilegt alveg hreint. Svo ef almennur frídagur kemur upp á laugardegi þá er það náttúrulega svindl þar sem þá missir maður rauða daginn og þá leysir maður þetta bara með því að föstudagurinn verður hálfur dagur. Úff það verður erfitt að byrja að vinna aftur heima á Íslandi, þar sem eingin vorkun er sýnd :-) Jólin eru til dæmis alveg gullnáma af klemmdögum.