þriðjudagur, mars 30

Orðin hress og kát aftur eftir helgina. Ég og Emelía og Auður skelltum okkur í nokkurskonar brúðkaupsveislu á laugardagskvöldinu en par úr biljardinu gifti sig um jólin í Vegas og héldu þar af leiðandi veislu núna um helgina. Við gáfum þeim þennan fína tré gólf kertastjaka úr debenhams. Síðan þegar við ætluðum að skrifa á kortið fóru málin að vandast því við vorum frekar hræddar um að skrifa bara einhverja vitleysu þannig að við tókum bara á það ráð að skrifa smá kveðju á íslensku sem bara vakti þessa þvílíku lukku! Emelía varð að lesa upphátt alla vega tvisvar fyrir veislugesti það sem við skrifuðum og síðan að þýða yfir og allt það. Veislan var mjög skemmtileg þar sem við íslendingarnir reyndar fórum á kostum og héldum uppi stuðinu, vorum beðnar um að syngja og allt :) sungum Krummi svaf í klettagjá og Ríðum ríðum í tveim útgáfum. Síðan sýndi Emelía smá trikk sem ég myndi þó ekki þora að endurtaka. Auðvitað voru síðan íslendingarnir síðastir úr partýinu :) en skruppum síðan aðeins í bæinn og síðan heim og héldum uppi skemmtiatriðum í strætó á leiðinni heim í Fruängen reyndar við minni fagnaðarlæti annarra strætógesta. Sunnudagurinn fór reyndar bara í afslöppun, reyndar meira af nauðsyn en vali en ég vann þó spurningarkeppnina úr lifandi vísindum sem stelpurnar halda reglulega og það var reyndar bara vegna þess að ég vissi að til væri dýr sem heitir Eyðimerkurrefur, hef reyndar aldrei rekist á svoleiðis dýr en what ever. Annars var keppnin mjög jöfn og var bara eins stigs munur milli allra keppenda.

miðvikudagur, mars 24

Hefði átt að kvarta aðeins meira, fékk "väl godkänt" á prófinu mínu sem er hæsta einkunin af "icke godkänt" (ekki staðist), "godkänt" (staðist) og "väl godkänt" (vel staðist). Algjört snilldar einkunarkerfi eða þannig.

Fórum nokkrar stelpur úr vinnunni í gær heim til Patriciu sem býr í Fruängen alveg eins og Auður og Emelía. Þegar þangað var komið var byrjað að skera kjöt og sallat og kartöflur og annað sniðugt en Patricia á svona rafmagnsgrill sem maður er með á borðinu þ.s. maður steikir matinn jafnóðum, mjög gott, reyndar þolir maginn minn ekki nógu vel svona plokkmat þar sem ég varð södd eiginlega alveg strax. Hrein snilld engu að síður. Er annars ekki enn búin að fá niðurstöðurnar úr prófinu mínu en er að reyna að ná samband við kennarann.

mánudagur, mars 22

Enn einn mánudagur kominn. Prófið gekk nú bara ágætlega held ég, fæ að vita á morgun. Gerði nú ekki mikið annað á föstudaginn þar sem ég var alveg búin eftir þetta. Um kvöldið fórum við Georg með Auði og Emelíu á Sushi stað, en þetta var í fyrsta skipti sem ég og Georg smökkuðum sushi, en þetta var ekkert smá gott!! Förum örugglega aftur á svona stað. Eftir matinn fórum við stelpurnar aðeins í pool og ég sló metið mitt í 14-1, gat gert sjö bolta í röð :) Á laugardaginn komu síðan Arna og Karvel í heimsókn, sátum og spjölluðum og borðuðum þennan fína elg sem Karvel kom með og horfðum síðan á sænsku úrslitakeppnina fyrir Júró. Lagið sem vann heitir "Det gör ont" og mér finnst frekar tvíræður textinn í því lagi en Arna var að reyna að sannfæra mig um að hún væri að syngja um ástarsorg, en ég veit betur ;) Á sunnudaginn gerðum við frekar misheppnaða tilraun til að fara í vissa búð á Sveavägen en hún var víst flutt, vorum samt búin að kíkja á heimasíðuna þeirra og þá stóð ennþá að þeir væru þar til húsa þannig að við röltum okkur bara um bæinn og fengum okkur aðeins að borða, röltum meira og fórum síðan heim að spila. Síðan þegar ég og Arna röltum út í búð til að kaupa nammi þá hittum við Björn bróðir hans Hákonar! Svakalega er þetta lítill heimur, vissi reyndar að hann byggi í sama hverfi og við en vissi ekki hvernig hann leit út eða neitt. Síðan fóru gestirnir heim seinnipartinn og við slöppuðum bara af :)

fimmtudagur, mars 18

Er geggjað mikið að læra (eins og sést á því að ég sit núna fyrir framan tölvuna og er að sörfa) og úti skín sólin og hitinn kominn upp fyrir 10 gráðurnar þannig að vorið virðist endanlega komið. Meira að segja hætti á það að skilja vetrarkápuna eftir heima og fara í gallajakka í vinnuna (reyndar í flíspeysu undir) og heppnaðist bara svona þvílíkt vel, króknaði ekkert úr kulda. Annars er ég búin að kaupa geggjað mikið nammi til að halda mér lifandi síðustu törnina.

þriðjudagur, mars 16

Science, sence and nonsence

Er að fara í próf á föstudaginn þannig að ég er að læra á fullu (akkúrat núna!) þannig að mér dettur bara ekkert sniðugt í hug. Var annars á fyrirlestri líka í dag sem hafði titilinn "Science, sence and nonsence" mjög skemmtilegur um hvernig mjög góðir vísindamenn geta gert drasl rannsóknir, eins og cold fusion, homeopaty (minni vatns) og margt annað sniðugt, enda er ekkert eins auðvelt að plata sjálfan sig og fá niðurstöðurnar sem maður vill fá. Var meðal annars talað um hvernig Norski herinn leitaði að fórnarlömbum snjóflóðs 1986 með svona prikum sem maður leitar að vatni með (svona Y laga ;) ) eftir tilmælum frá Norska rauðakrossinum um að þetta væri það eina sem virkaði. Þá var mikið talað um hvað vísindi væru í raun og veru, hver sem er verður að geta framkvæmt tilraunina, ekki bara þessi eini á labbinu sem virðist vera með töfrafingur þ.s. hann er sá eini sem getur fengið draslið til að virka og fengið réttar niðurstöður.

fimmtudagur, mars 11

Búið að vera svo sjúklega mikið að gera að ég hef bara ekki haft neinn tíma til að setjast niður og skrifað. Um helgina var ég veik svo ég reyndi að gera sem minnst :) Bakaði reyndar þessar fínu vatnsdeigsbollur á laugardaginn og það bara tókst! Ekkert smá stolt. Ron kom síðan í heimsókn um kvöldið og borðaði með okkur slátur sem honum fannst mjög gott, sérstaklega lifrarpylsan, blóðmörin fannst honum spes en samt góð. Síðan fékk hann bollur í eftirrétt. Á sunnudaginn gerði ég heldur ekki mikið annað en að fara á stjórnarfund hjá TRIQ (lesið Tri-que). Sá fundur varði reyndar í þrjá og hálfan tíma, skorarfundirnir í efnafræðinni voru bara kettlingar miðað við þetta. Reyndar ekki frá því að TRIQ fundurinn hafi verið töluvert skemmtilegri en skorarfundirnir, með fullri virðingu fyrir skorinni. Síðan um kvöldið komu krakkar sem voru með Georg í bekk í heimsókn og var borðað elgskjöt og svið. Sviðin reyndar runnu ekkert sérlega ljúflega niður en einn var reyndar það kaldur að hann gleypti eitt auga :) Vikan er annars búin að vera fljót að líða, búin að vera á labbinu að dúlla mér og reyna að skrifa eitthvað. Næsta vika verður líklega mest próflestur, er að fara í lokapróf í kúrsinum mínum á föstudaginn :) geggjað stuð.

Sólin skín annars og vorið virðist vera á leiðinni og brúnin á svíanum er eitthvað að léttast. Í dag var ég hins vegar lokuð inni í gluggalausa málmklædda hreina herberginu með Kaj og Jönu og vorum við að nýsmíða diazometan, geggjað stuð. Nú er ég hinsvegar orðin svöng aftur.

föstudagur, mars 5

Ú je
I am the Master of the Universe!
Magister Mundi sum!
"I am the Master of the Universe!"
You are full of yourself, but you're so cool you
probably deserve to be. Rock on.


Which Weird Latin Phrase Are You?
brought to you by Quizilla

Góðar föstudagspælingar

The words of David Brent

* Eagles may soar high but weasels don't get sucked into jet engines.

* Never do today that which will become someone else's responsibility tomorrow.

* Accept that some days you are the pigeon and some days you are the statue.

* If your boss is getting you down, look at him through the prongs of a fork and imagine him in jail.

* If at first you don't succeed, remove all evidence you ever tried.

* You have to be 100 per cent behind someone before you can stab them in the back.

* Statistics are like a lamppost to a drunken man - more for leaning on than illumination.

* There may be no "I" in team but there's a "me" if you look hard enough.

fimmtudagur, mars 4

Hildur Hetja átti víst afmæli í gær, 26 ára! Til hamingju. Hildur var með mér í efnafræðinni heima í HÍ og í vorum við og Soffía í T-listanum og stjórnuðum Hvarfi (félag efnafræði og lífefnafræðinema) með harðri djammhendi :) Vorum m.a. með bestu óvissuferð (að mínu mati) sem ég hef alla vega farið í, sem var svo vel skipulögð að fólk vissi ekki einu sinni hvar það hefði verið þega það kom heim :)

miðvikudagur, mars 3

Æji búið að vera frekar mikið að gera hérna undanfarið, er að skrifa grein, vinna á labbinu og gera póster fyrir ráðstefnu, allt í einu :) Það er reyndar alveg ágætt að taka svona törn því þá líður tíminn svo hratt. Ekki mikið búið að gerast í kúrsinum mínum þar sem þeir sem lesa kúrsinn í fullu námi eru í verklegu allann daginn núna þannig að þá slepp ég. Í dag var ég hins vegar að byrja í öðrum kúrsi sem er reyndar bara ein eining og fjallar bara um uppbyggingu háskólans, hvernig hann virkar og deildirnar eru eitthvað að kynna sig og svoleiðis. Verða bara nokkrir fyrirlestrar af og til, mjög þægilegt og mjög upplýsandi. Síðan tek ég einn kúrs í vor sem verður bara fyrirlestur einu sinni í viku en það er víst próf í þeim kúrsi :( en hann á að fjalla um metabólisma í líkamanum og virkar mjög áhugaverður, þ.e. hvernig utanaðkomandi efni brotna niður í líkamanum.

Annars held ég að ég sé komin með kvef :( vaknaði í morgun stífluð með illt í hálsinum og er búin að vera að hnerra og snýta mér í allan dag, en er ekki með hita þannig að þá er maður ekki veikur.

Helgin var reyndar fín, við Georg fórum í bæinn á laugardaginn og ég keypti mér þennan fína jakka og síðan fundum við hillu í eldhúsið fyrir allar matreiðslubækurnar :) fórum síðan í pool með stelpunum og Ron og síðan út að borða en fórum bara heim á eftir. Á sunnudeginum gerðum við stórinnkaup í matinn og síðan reyndi ég að baka vatnsdeigsbollur en þær misheppnuðust eitthvað, held að ég hafi sett of mikið af eggjum í. Mér reyndar til afsökunar þá hef ég aldrei horft á mömmu baka bollur og hafði bara ekki eina einustu hugmynd hvernig á að baka þær, þannig að ég fylgdi bara uppskriftinni svona einhvernveginn, sauð t.d. ekki vatnið með smjörinu áður en ég setti hveitið út í og eitthvað svoleiðis sem mér var bent á að gera eftirá :) reyni kannski aftur næstu helgi. Er reyndar búin að lofa þeim í vinnunni að taka með bollur ef þær heppnast.