þriðjudagur, september 28

Ákvað að breyta nafninu á blogginu hjá mér, bara svona til að ýta undir hvurslags ótrúleg sæla það er að vera hérna :)

föstudagur, september 24

Barasta aftur kominn föstudagur :) úff eins gott, orðin ekkert smá þreytt. Annars ekkert merkilegt gerst :) þar sem maður lifir svo spennandi og skemmtilegu lífi. Reyndar er nýtt verkefni byrjað hérna í vinnunni sem ég hef hálfpartinn umsjón með, ja svona verklega hlutanum alla vega, en erum búin að ráða nýjan doktorsnema í það og ég er að hjálpa henni að komast í gang. En alveg ótrúlega spennandi verkefni, varla ræð mér fyrir kæti að þetta sé loksins komið í gang.

Er komið að því að ég er orðinn nokkurskonar stærðfræðilegur sérfræðingur hérna á stofnunninni hahahaha þeir sem voru með mér í stærðfræðigreiningu 1 og 2 í HÍ kannski brosa örlítið út í annað munnvikið við að lesa þessar línur :) sjálf bara skelli hlæ ég þar sem stærðfræði var aldrei mín sterka hlið í efnafræðináminu, aðalega kannski út af því að ég hef aldrei lært neinu tengt diffurjöfnum ;) heildun og diffrun og svoleiðis var nú bara skemmtilegt. Í menntaskóla þá gekk mér nú bara þónokkuð vel í stærðfræði, nennti bara aldrei að læra sannanir fyrir skyndiprófin, leit alltaf á útleiðsluna og hugsaði með mér að þetta væri nú ekki svo flókið, en síðan þegar kom að prófinu þá var meira mál, hennti inn eins og einu A hér og einu B þar og fyllti síðan upp með x-um og y-um :) fékk yfirleitt frekar fá stig fyrir þessar sannanir og útleiðingar. Reyndar eru svo sem ekki flóknir hlutir sem þarfnast hjálp við hérna. En þau koma alltaf: Hrönn, þú sem ert svo góð í stærðfræði..... Eins gott að þau hafa ekki séð einkunarblaðið mitt úr Háskóla Íslands. Fæ bara gæsahúð þegar ég hugsa um Línulega algebru og rúmfræði :) En ég verð samt að viðurkenna það að eins og ég var ótrúlega fegin þegar ég var búin með síðasta strærðfræðiprófið mitt og hét hátíðlega því að ég skildi aldrei stinga fæti mínum inn í kennslustofu þar sem stærðfræði af nokkru tagi væri kennd, þá hálf sakna ég stærðfræði :( Kannski bara svo langt síðan að ég er búin að bæla niður hræðilegar minningar þaðan.

þriðjudagur, september 14

dam da dam.................. ekki það að ég hafi neitt að segja..... bara það að ég er svöng :-( spurning hvað ég geri í því. Annað skýrsla helgarinnar, fór í bæinn og verslaði mér lífsnauðsynlega hluti eins og maður gerir alltaf! Á sunnudaginn kíktum við hjónakornin til Auðar og Emelíu og fengum þessar stórkostlegu vöfflur með rjóma, ekkert smá gott. Fór síðan í fyrsta pool tíma vetrarins í gærkvöldi og brilleraði þetta svakalega :-) alla vega gekk mér betur en sumum miðað við rifrildin sem komu frá borðinu við hliðin'á :-D Enívei, mér skilst að Sundfélagið Blautu gærurnar séu búnar að lýsa stríði á hendur Emelíu þannig að við erum að fara að spila biljard á eftir þar sem Emelía verður tekin í karphúsið....eða var það kannski kramhúsið hehehehe...... jæja, hef aldrei verið sterk í málsháttunum..... þar fyrir utan þá er þetta víst orðatiltæki hahahahaha jæja það er gott að geta skemmt sjálfum sér. Einhverntíman heyrði ég nú að "heimskur hlær að sjálfs síns fyndni" en bara að ég sé klárari en ég lít út fyrir að vera, þá er ég sátt!

hejdå allihopa!

föstudagur, september 10

Það er aldeilis hvað vikan líður hratt, í gær hélt ég að það væri þriðjudagur en það kom skemmtilega á óvart að fatta að það væri fimmtudagur :) Annars er voða lítið að frétta héðan úr Sælunni, var á einhverjum kennslufræðikúrs í byrjun vikunnar þar sem var verið að tala um hvernig maður á að vera sem verklegur kennari. Mér fannst nú bara skemmtilegt á honum, fékk eitthvað af hugmyndum um það hvernig maður á að fá þessa skítagemlinga til að hugsa og lesa verklýsinguna. Það gerðum við ALLTAF þegar ég var ung ;-) Annars, gaman að því, það var verið að tala um þessa setningu að þegar gamla (ja eða eldra alla vega) fólkið talar alltaf um að hlutirnir hafi verið betri þegar þau voru ung, nemendurnir klárari og harðari og allt. En sá sem sagði þetta í fyrsta skiptið var einhver grikki fyrir rúmum 2000 árum, þannig að ef hlutirnir hafa verið á niðurleið síðustu 2000 árin þá erum við líklega MJÖG léleg í dag. Var verið að benda á að yfirleitt voru nemendurnir ekkert klárari þegar maður var sjálfur ungur, bara það að maður er vitrari í dag en maður var þá :)

mánudagur, september 6

Jæja það er nú aldeilis hvað ég hef prófað nýja hluti um helgina :) Ekki bara það að ég gerðist svo fræg að hafa loksins komið inn á Stadion sem er ólumpíuleikvangur svía síðan 1912 en nú hef ég líka farið á leik í amrískum fótbolta! Ég semsagt lét lokkast og fór með Patriciu og Lísu á úrslitaleik í SM í amerískum fótbolta en þar hittust liðin Stockholm Mean Machines og Carlstad Crusaiders! Æsispennandi leikur (eða þannig) þar sem leikmennirnir fluttust nokkra metra fram og til baka í tvo og hálfan tíma, kom reyndar tvisvar fyrir að allur skarinn færðist hættulega nálægt það sem mér skildist vera markalínan en allt kom fyrir ekki, þessar 4x12 mín sem spiluðust á tveim og hálfum tíma voru algjörlega markalausar. Carlsta spilaði reyndar betur, náði að hlaupa eitthvað með boltann, en í framlengingu náðu Stokkhólmarar touchdown og aukamarki. Jæja, ég get núna allavega með góðri samvisku haft fordóma gegn þessari íþrótt :)

miðvikudagur, september 1

Jaeja, núna er ég ad skrifa thetta hjá herbergisfélaganum sem er ekki med íslenskt lyklabord, frekar fúlt :( en Johan og Jannis sitja alveg uppvedradir yfir minni tölvu thar sem ég asnadist til ad segja ad ju ég vaeri alveg til i ad fá Linux á mina tölvu, en their eru ný búnir ad setja upp suse a sinar. Málid er bara ad mín tölva virdist hafa eitthvad á móti Linux og vill ekki skipta harda diskinum. Thannig ad ég sem er náttúrulega ekki alvöru tölvunörd, er búin ad segja eins og 20 sinnum "jaeja ef thetta gengur ekki tha nenni ég thessu varla" en fae bara á móti "ha jú jú, vid erum naestum búnir ad fixa thetta" og nuna eru their búnir ad sitja líklega í fjóra daga, emjandi úr huggulegheitum, fyrir framan tölvuna thvi eftir thvi sem thetta verdur erfidara, theim mun skemmtilegra virdist theim thad finnast. Sídan kemur alltaf eitthvad svona "ju ég er nú frekar upptekinn thannig ad eiginlega hef ég ekki tíma" og thá reyni ég ad svara ad their thurfa ekkert ad vera ad thessu, fixa thetta bara seinna, en fae alltaf svarid ad thetta sé ekkert mál, madur laerir alltaf eitthvad, en ég vil bara fá tölvuna mína til baka svo ég geti farid ad sörfa eda eitthvad.

Annars er litli neminn minn komin sem verdur hjá mér í allt haust og er búin ad vera ad lesa og gera kynningu sem hún á ad flytja á morgun. Virkar ágaetlega á mig, held hún verdi alveg dugleg, aetlum ad reyna ad byrja ad labba á föstudaginn :) Enívei, verd ad fara, Johan er kominn aftur thar sem tölvan er komin í 97% af einhverju sem hún er ad gera og tha aetlum "vid" ad reynda eitthvad meira sem á nuna ad virka eda eitthvad bla bla bla :)