föstudagur, október 29

Hann Georg minn á afmæli í dag :) orðinn 35 ára þannig að það er stórafmæli!! Í kvöld ætlum við að kíkja út að borða og þar sem Georg er kjötmaður mikill (ja slæ nú sjálf ekki hendinni á móti góðri nautasteik) þá verður Jensen fyrir valinu en þeir hjá Jensens böfhus eru búnir að auglýsa um allan bæ að þeir séu loksins komnir til Stokkhólms. Höfum tvisvar prófað þá í Köben og þar hafa þeir gefið mjög góða raun.

Annars kíktum við Auður og Emelía á Henke í gærkvöldi, en hann er tilturlega nýbúinn að láta skera upp á sér bakið í þriðja skiptið á hálfu ári og er skiljanlega orðinn hálf þunglyndur á þessu ástandi öllu. Kíktum um fimm leitið og ætluðum bara rétt að segja hæ og spjalla aðeins en fórum ekki þaðan út fyrr en um hálf ellefu leitið. Töpuðum okkur aðeins í umræðunni en það var bara gaman.

mánudagur, október 25

Ég og Jana skelltum okkur í bíó á föstudagskvöldinu og fórum á Jim Carry myndina sem heitir eitthvað The eternal sunshine of the spottles mind eða eitthvað svoleiðis. Kom skemmtilega á óvart. Var búin að undirbúa mig fyrir rómantíska gamanmynd í Meg Ryan stíl en sem betur fer var ekkert svoleiðis á ferðinni. Spes mynd. Er reyndar að bíða eftir nýju Kusturica myndinni, man ekki hvað hún heitir, veit reyndar ekki hvort hún komi í bíó, kannski er hún bara búin í bíói. Annars var bara lesið og notið þess að vera í fríi um helgina meðan Georg var á safninu að læra undir próf, þó reyndi ég eitthvað að vinna í fyrirlestri sem ég á að vera með á morgun. Bjössi kíkti aðeins í heimsókn á laugardaginn en vildi ekki pönnsur. Eins gott að slappa af því mér tókst að lenda í liði TRIQ í liðakeppni í biljard næstu helgi í Norrtälje :) Ótrúlega auðvelt fórnarlamb stemmningar, yfirleitt hægt að plata mig til að vera með í flestu. Jæja, það verður bara stemmning.

miðvikudagur, október 20

Fyndið, það er gæji sem var í dönsku eðal hljómsveitinni Aqua sem er búinn að stofna nýja sveit sem heitir Lazy Boys og þeir sömdu lag sem heitir Facts of life eða eitthvað svoleiðis þar sem einhver kona telur upp fullt af staðreindum. Eftirfarandi staðreyndir koma fram og sumar eru frekar áhugaverðar en ég ábyrgist ekki sannleiksgildi þeirra :)

Did you know, that 1 out of 4 americans has appered on tv?
Did you know, 61% of all hits on the internet are on sex-sites?
Every day 21 newborn babies will be given to the wrong parents.
The average person swallows 8 spiders in a year.
Cannabis is the most widely abused druk in the world.
The average person laughs 13 times a day.
Elvis was originally blond.
The average age of first intercourse is 15,3 years old.
The average erect penis is 5,2" long - and 4,2" circumcised.
Eskimoes use refrigerators to keep food from freezing.
41% of all people take people with curly hair less seriously.
20% of all females have had at least 1 homosexsual eksperience.
Did you know, that there is no such thing as an anti-wrinkle-creme?
22% of the time, a pizza will arrive faster that an ambulance in Great Britian.
96% of all women have at one time in their life faked an orgasm.
3 people die every year, testing if a 9 volt batteri works on their tongue.
The 'Guiness Book Of Records' holds the record for being the most stolen book in the public libraries.
Butterflies taste with their feet.
5% of the population is gay.
The worlds best known word is 'okay', the second most well-known word is 'Coca-Cola'.
The giraf can clean its ears with its tongue.
Charles Chaplin once won 3. price in a 'Charles Chaplin look-a-like contest'.
In 1995 a japanese trawler sank because a russian cargo plane dropped a living cow from 30.000 feet.
Only one book has been printet in more copies than the bible - the IKEA-catalogue
1 cigaret takes away five minutes of a person's life.
In 1950 we were 3 billion people on the earth - today we are 6 billion people (time is ticking, ticking, yeah...).
'Donald Duck' was banned in Finland, because he doesn't wear pants.
74% of all nudist-females are nudists, because their husbands are nudists.
More people die from a champagne cork popping, than from poison spiders.
21% of all traffic accidents happen because the driver falls asleep.
Did you know that originally a danish guy invented the burglar alarm - unfortunately it got stolen

Veit nú ekki með þetta með köngulónna......

Jamm það er gott hvað maður er alltaf fljótur að kveikja :o) Er búin að vera í sömu vinnuinniskónum í uþb 4 ár, eru reyndar aðeins farnir að láta á sjá, og búin að vera hálf bölvandi þeim allan þennan tíma því þeir eru aðeins of víðir þannig að ég þarf alltaf að kreppa tærnar ef ég labba hratt í þeim. Síðan í gær þá fattaði ég loksins að það væri hægt að þrengja þá hahahaha :o) hafði bara aldrei pælt í því, bara sætt mig við að þeir væru of víðir. Ekki það að þeir séu neitt flóknir, bara svona venjulegir inniskór með tveim böndum og svona götum svo hægt sé að stilla þá. Svona er maður nú klár ;o)

mánudagur, október 18

Ja hérna, var að líta yfir síðustu pósta og þeir byrja allir með nöldri; "ég er svo þreytt", "á svo bágt" og svo framvegis. Greinilega búin að búa hérna í Sæluríki of lengi :-) Héðan í frá verður ekkert nöldrað, ætla að vera jákvæðnin uppmáluð..... eða eitthvað

Úff, eitthvað svo hrikalega eirðarlaus í mér í dag, ætlaði að fara út á labb en þá var svo vond lykt inni á labbi því litli neminn var að extrahera sýni, svo átti ég engar hreinar pípettur og Anna M er að keyra á gasgreininum þannig að ég kemst ekki að og átti eitthvað svo svakalega bágt þannig að ég fór bara að klára literatur leitina mína um nýja efnið mitt. Síðan vill enginn senda mér póst :-( Semsagt alveg að drepast úr sjálfsvorkun :-) Annars var helgin róleg, við Georg kíktum í bæinn á laugardaginn og fengum okkur kaffi og kökur á einhverju kaffihúsinu og skoðuðum aðeins í búðir. Sunnudagurinn fór bara í lærdóm hjá Georg og vitleysu hjá mér, þ.e. gerði ekkert af viti. Var næstum búin að kíkja í heimsókn til Önnu M og athuga hvort það væru komnir kettlingar hjá henni en komst aldrei alla leið :-) Frétti síðan í dag að kettlingarnir eru ekki komnir.

fimmtudagur, október 14

Uss þetta var nú meiri leikurinn í gær!!! Við Auður og Emelía fórum á O'Learys og horfðum á leikinn þar og borðuðum ruslmat, reyndar ógeðslega góðir hamborgararnir þarna :) Vorum reyndar ekki margir Íslendingarnir á staðnum, en það sem okkur vantaði í fjölda bættum við upp með fagnaðarlátum þegar eina íslenska markið var skorað :) Síðan voru hinir svíarnir eitthvað að reyna að gefa okkur illt auga, en við föllum nú ekki fyrir svona amatörtrikkum. Hittum síðan nokkra íslenska stráka og eina íslenska stelpu sem er hérna sem aupair. Síðan í morgun eru allir vinnufélagar mínir búnir að koma til mín og votta mér samúð, like I care :) Fylgist það lítið með íþróttum að ég var yfirleitt búin að gleyma leiknum alltaf þegar þeir fóru eitthvað að ibba sig. Hefði bara verið svo mikið "in your face" ef við hefðum unnið því þeir eru svo miklir stóribróðir að auðvitað ættu þeir að vera miklu betri. Jæja, gengur bara betur næst :)

mánudagur, október 11

Díses hvað ég er ekkert smá þreytt!! Annars var þetta ljómandi góð helgi. Fórum á föstudagskvöldið til Halldóru og Freys að kíkja á Skarphéðin litla sem varð akkúrat þriggja mánaða á föstudaginn. Hann var ekkert smá sætur, var bara með svo stórar kinnar að það hlítur að vera erfitt að brosa. Nota það alla vega sem afsökun fyrir að hann vildi ekki brosa til okkar ;o) Á laugardaginn kíktum við og Auður og Emelía til Uppsala og sátum á kaffihúsi með Örnu og röltum um bæinn en Karvel var að vinna um daginn. Hittum hann og Sigrúnu og Snævar síðan um kvöldið og borðuðum mexikanst heima hjá S&S og spiluðum orðabókar Fimbulfamb. Mjög skemmtilegt spil, en hafði aldrei spilað það áður. Nú þarf maður bara að redda sér íslenskri orðabók svo maður geti farið að æfa sig. Það þarf nú samt varla þar sem ég lenti í öðru sæti :) Vorum reyndar að velta fyrir okkur að gera þetta enn meira spennandi og nota ítalska eða þýska orðabók.

fimmtudagur, október 7

Æji ekki er nú sælan búin að vera mikil, allir að drepast úr kvefi og pest. Var heima á föstudaginn og mánudaginn þannig að ekki varð mikið úr verki um helgina annað en vídeómaraþon og afslöppun. Vikan er hins vegar búin að vera fljót að líða, búin að vera að ditta að GC-inum mínum, skipta um detektor, súlu og gera injektorinn hreinan þannig að núna loksins er hann orðinn fínn.

Ætlum líklega að skella okkur til Uppsala um helgina og gera eitthvað sniðugt.

Úff, góð færsla eða þannig :o)