mánudagur, júní 27

Leigusamningnum rift
Jæja, í dag rennur út leigusamningurinn við litla krílið sem er leigjandi hjá mér, enda búið að vera þarna inni alveg nógu lengi. Hins vegar er það eitthvað að þrjóskast við, líklega líkar því dvölin ágætlega. Vonandi líður þó ekki að löngu áður en það gefst upp á að streitast á móti.

laugardagur, júní 25

Ég vildi bara þakka kærlega fyrir kveðjurnar sem þið hafið sent. Kistulagningin var í gær og síðan er jarðarförin á þriðjudaginn þannig að ég held að allir séu sáttir.

Annars er lítið að frétta, núna er middsommar helgi hérna í sæluríki sem er nokkurskonar verslunarmannahelgi, bara aðeins fjölskylduvænni, en allir drífa sig út úr bænum í bústað eða tjöld, held reyndar ekki að það séu neinar útihátíðir. Við hjónin höldum okkur bara í bænum í rólegheitunum, kíkjum kannski í bíó í kvöld eða eitthvað. Fór annars í fyrsta skiptið til tannlæknis hérna í Svíþjóð á fimmtudaginn. Er nefnilega með svona spelkur innan á fram tönnunum eftir að hafa verið í tannréttingum, en það vildi ekki betur til en ein losnaði. Þar sem ég gat ekki fengið tíma fyrr en eftir rúmar tvær vikur hjá venjulegum tannlækni þá dreif ég mig á neyðarmóttökuna og fékk að bíða þar í tvo tíma þar til ég komst inn. En á móti mér tók ungur strákur sem átti ekki orð yfir hvað þetta væru flottar græjur sem væri búið að líma í munninn á mér, hafði aldrei séð svona áður :) þetta hefði sko ekki verið gert í Svíþjóð, sem ég gat svo sem staðfest. Ég alla vega bað hann um að taka þetta bara af og slípa niður límið, en hann vildi ólmur líma þetta bara á aftur. Mér var svo sem slétt sama, bara að eitthvað yrði gert. En þetta tók líklega allt í allt 5 mín. Síðan rölti ég mér til bara að strætóstoppistöðinni og sem betur fer þurfti ég að bíða í uþb 20 mín eftir strætó, því akkúrat þegar strætó er að koma þá losnar helv... draslið aftur. Þannig að ég varð að rölta mér til baka og biðja gæjann núna að fjarlægja þetta, sem hann gerði hálf skömmustulegur. Þetta ævintýri tók 3 og hálfan tíma en ég held að ég hafi verið samtals 10 mín inni í stól. Ég fékk seinni heimsóknina hins vegar ókeypis :)

miðvikudagur, júní 22

Föðuramma mín, Ólína Jörundsdóttir, lést á mánudagskvöldið, 81 ára, eftir að hafa fengið blóðtappa í heila í síðustu viku en hún komst aldrei til meðvitundar eftir það. Frekar fúlt að komast ekki heim í jarðarförina.

föstudagur, júní 17

Uss uss, tilkynningarskyldan alveg að klikka. 17. júní í dag og vona að þið öll heima hafið haft það rosalega gott :) Georg var í prófi áðan sem hann náði og er það síðasti kúrsinn hans, veiiii. Kallinn bara að verða líffræðingur. Við ætlum að fara og fá okkur sushi i tilefni þess. Katla systir á líka afmæli í dag, Hildur systir átti afmæli 11. júní og mamma átti afmæli 1. júní :) Ég reyndar óskaði þeim persónulega til hamingju þá en geri það aftur hérna, innilega til hamingju skvísur!


Vi? vorum a? kaupa okkur b?l :) Varla seinna v?nna ??ur en kr?li? kemur. Skelltum okkur ? Peugeot 206 SW, ?v?l?k dross?a. Er hann ekki flottur :) Posted by Hello

þriðjudagur, júní 14

Jæja, varla seinna vænna en að blogga smá. Ég er nefnilega komin í frí, vann síðasta vinnudaginn minn á föstudaginn var. Hélt upp á það með að koma með fullan poka af vatnsdeigsbollum í vinnuna til að fræða lýðinn um það hvað íslenskt er betra en sænskt :) nei djók. Bollurnar runnu annars ljómandi niður, sumum fannst þær líkjast pönnsum, aðrir vöfflum en flestir voru eitthvað að tala um einhverjar bollur sem þeir kölluðu petishou (???) ekki hugmynd um hvað það er, en það líkist víst vatnsdeigsbollum. Ekki gengur betur en svo að halda sig frá vinnunni að ég skellti mér í vinnuferð í gær, en öll vinnan fór að skoða stað sem heitir Forsmark, en þar er eitt kjarnorkuver Svía og geymslustöð fyrir kjarnorkuúrgang. Við áttum að fá að skoða geymsluna og var búið að segja að það væri ekkert mál fyrir ólétta að fara þarna niður, þeir hefðu engin skilyrði fyrir t.d. sitt starfsfólk að það mætti ekki vera ólétt og vinna þarna niðri, þar sem geislunin þarna niðri er minni en við það að fljúga milli landa. Fyrst var einhver fyrirlestur og síðan þegar átti að fara þessa 450 m niður í jörðina voru dregnir upp geislamælar sem nokkrir áttu að vera með og síðan neyðargasgrímur, að sjálfsögðu er þetta allt bara til vara, þá gugnaði ég á þessu og ákvað bara að fá mér kaffibolla með verðinum í afgreiðslunni meðan restin af fólkinu fór niður :) Enda voru þetta víst bara endalaus göng og ekkert voða spennandi að sjá, sögðu þau mér eftir að þau komu upp. Eftir það fengum við hádegismat og síðan var okkur skoðuðum við eitthvað vatn, einhvern gamlan bæ og eitthvað meira. Mjög skemmtilegt, en ég var alveg búin á því þegar við komum heim.

Svona til að maður fái síðan ekki algjört "holiday" sjokk þá hitti ég síðan nokkra vinnufélaga í bænum í hádeginu og fengum okkur sushi saman en síðan þarf ég aðeins að kíkja niður í vinnu á morgun. Ágætt að trappa þetta svona hægt og rólega niður.