mánudagur, ágúst 29

Jæja, litla dýrið varð tveggja mánaða í gær og í tilefni þess er ég búin að bæta "nokkrum" myndum inn :)

Annars dreymdi mig mjög furðulegan draum hérna um daginn, en ótrúlegt hvað maður getur verið skarpur í svefni. Kannski jafnvel skarpari en vakandi hmmmm? Það byrjaði einhvernvegin með því að við (ég og eitthvað fólk?) vorum að verja eyju fyrir sjóræningjum og síðan breyttist draumurinn í það að ég og einhverjir tveir aðrir vorum vampírur og vorum að hjálpa James Bond í einhverju spæjaradæmi og síðan að lokum vorum við (enn vampírur) að flýja úr einhverjum kastala. Stutt og laggott, en punch lineið er að ég komst að því í svefni að það er allt í lagi fyrir vampírur að horfa á sólina ef þær eru bara innandyra og horfa gegnum rúðu :) Þ.s. skv öruggum heimildum (Hollywood) þá er það útfjólubláa ljósið í sólarljósinu sem drepur vampírurnar annars væri hægt að drepa vampírur með venjulegu vasaljósi :) en venjulegt rúðugler hleypir ekki útfjólubláu ljósi í gegnum sig sem er ástæðan fyrir því að það er ekki hægt að vera í sólbaði í gróðurhúsi eða annarsstaðar innandyra. Og þetta stenst alveg, jafnvel fyrir vakandi manneskju. Ég held bara að ég ætti að sækja um að sofa í vinnunni, fæ miklu betri hugmyndir greinilega sofandi en vakandi :) Annars ef einhver væri til í að túlka drauminn þá væri ég þakklát ;)

miðvikudagur, ágúst 17


J?ja, herna koma tvaer myndir af syninum, ein hlaturmynd m.a. Eins og sest tha tharf hann ekki ad ottast hungursneid :) Posted by Picasa


Alveg skellihlegid Posted by Picasa

þriðjudagur, ágúst 16

Jæja, hér er ofsalega lítið um að vera. Sólin loksins komin fram eftir mánuð af skýjuðu og rigningu sem hefur valdið því að Svíinn lagðist endanlega í þunglyndi. Vona að þeir hressist aðeins við núna. Annars er maður orðinn voðalega litaður af veðurblíðunni hérna. Lít alltaf á hitamælinn áður en við mæðgin förum út og ef hitinn er "bara" um 15 gráður þá eru sett húfa og vetlingar á stúfinn því það er svo kallt úti :D Síðan var mér náttúrulega bennt á það að 15°C er ljómandi sumarveður á Íslandi þar sem börn eru næstum látin vera nakin því það er svo heitt. En þetta er náttúrulega kallt miðað við Sæluna.

Mamma og pabbi komu annars í heimsókn um daginn og voru viku. Það var ferlega gaman að fá þau og sýna þeim Eirík. Þá var nú mest slappað af, borðaður góður matur og svoleiðis. Fórum aðeins í bæinn og skelltum okkur í dagstúr til Sigtuna og Uppsala. Síðan lögðu þau land undir fót og fóru til Norrköping á Heimsmeistaramótið í Íslandshestum. Þar var víst brjáluð stemmning en heldur mikil rigning. Síðan er ekki langt þangað til að við komum heim, en við erum búin að panta miða 19. september :)

Síðan vil ég líka óska Auði og Emelíu til hamingju með brúðkaupið, en þær giftu sig núna á laugardaginn var. Vona að það hafi verið gaman.

laugardagur, ágúst 6

Jæja, er ekki eitt einkenni nýbakaðra foreldra að umræðuefnið breytist í ælur, kúkableyjur og afrek afkvæmanna. Ég get ekki verið minni manneskja en ætla að afgreiða kúkaumræðuna. Þetta littla dýr skítur nefnilega þyngd sína á dag og rúmlega það. Það væri svo sem ekkert mál nema það virðist vera voðalega gott að sinna kalli náttúrunnar á skiptiborðinu. Ég las einhversstaðar að mörgæsir geti kúkað með þrýstingi þannig að kúkurinn þeytist nokkra metra í burtu og festist þar af leiðandi ekki í fjöðrunum á þeim. Sama virðist vera uppi á teningnum hjá syninum að það sé einhver þrýstingur á kerfinu þar sem ég held að metið sé að þrykkja gulri rennandi ræpunni hálfum meter frá skiptiborðinu. Það verður að teljast gott fyrir kríli sem er rétt rúmur hálfur meter á lengd :) Þannig að hann skítur ekki bara þyngd sína heldur líka lengd sína :) En þetta er náttúrulega ótvíræður kostur fyrir hann þar sem það lendir ekki dropi á honum og varla þörf að skeina. Hins vegar er þetta til ómældrar mæðu fyrir foreldrana. Enda er maður búinn að læra að ef maður er í fötum sem ekki þola smá óhreinindi þá stendur maður ekki "in the line of fire". Einnig held ég að lengdartímamet sé um 15 sek. En það er sá tími frá því að nýja bleyjan hefur verið sett á, náttgallanum hneppt og kúturinn kominn hálfa leið á öxlina, þá komu þórdunur úr heiðskýru lofti, eða hreinni bleyju sem ekki var svo hrein lengur. En eins og Hagrid segir: Better out than in.

mánudagur, ágúst 1

Breytti aðeins myndalinknum hérna við hliðin á þannig að maður fari á nýja síðu, setti síðan inn nokkrar myndir frá því þegar við vorum hjá Þór frænda í Englandi síðustu páska. Ætla síðan að reyna að vera dugleg að setja inn myndir :) en ég lofa engu ;)

Ég bætti inn nokkrum myndum í myndaalbúmið hans Eiríks ef þið viljið sjá :)