miðvikudagur, nóvember 30

Jæja, jólasnjórinn loksins kominn, vona bara að hann haldist til jóla :) kominn örugglega alla vega 10 cm jafnfallinn. Sem betur fer erum við á torfærukerru þannig að við Eiríkur erum ekkert að festast í sköflunum.

Katla sys var í heimsókn hjá okkur um helgina og var æðislegt að sjá hana. Kom á fimmtudagskvöldinu og fór á sunnudaginn. Helgin var frekar róleg, fórum aðeins að versla en mest var bara borðaður góður matur og slappað af og farið í einstaka göngutúr. Við þökkum bara kærlega fyrir frábæra helgi.

fimmtudagur, nóvember 24

Díses kræst súperstar, ég fór á Harry Potter í gærkvöldi með Auði, Emelíu og Gússí og þvílík mynd, gaf bókinni ekkert eftir. En get ímyndað mér að það sé erfitt að gera mynd úr bók sem er uþb 7 cm á þykkt. Hefði mátt vera meira frá heimsmeistaramótinu og svoleiðis en myndin var góð. En ég skil sko alveg að hún sé sumstaðar bönnuð innan 15 ára!

Síðan er kominn einn gír í skriðið hjá litla dýrinu. En því miður fyrir hann þá er það bakkgírinn. Það er svolítið frústrerandi að rembast og rembast og sjá síðan dótið fjarlægjast alltaf meir og meir. En hann er orðinn þvílíkt lunkinn í að taka begjur og snúa sér á púnktinum.

þriðjudagur, nóvember 22

Jæja, merkisdagur í dag, ég fór í gammosíurnar í fyrsta skiptið í dag, enda kominn snjór þó hann sé nú mest á undanhaldi. Pabbi kom á miðvikudaginn var og við vorum með fund í vinnunni á fimmtudaginn þar sem ég hélt minn fyrirlestur sem gekk þræl vel. Pottormurinn fékk að hlusta á flesta fyrirlestrana fyrir utann minn þar sem pabbinn var búinn að koma og sækja hann og fara með hann heim. Hins vegar fékk kúturinn að vera með á fundinum sem var haldinn á föstudeginum og hafði mikið til málanna að leggja. Annars var ljúft að fá pabba í heimsókn þó að stutt hafi verið. En það er ekki seinna vænna fyrir næsta gest þar sem Katla sys og megabeib er að koma á fimmtudaginn og verður fram á sunnudag. Það verður gaman. Annars er það að frétta af Eiríki að hann er búinn að læra að kafa á sundnámskeiðinu, gengur oftast ágætlega en stundum er það ekki eins gaman. Annars er ég barasta á leiðinni í háttinn en ætlaði bara að láta vita að ég er loksins búin að drattast að setja inn tvö ný myndaalbúm af litla dýrinu.

sov gott

miðvikudagur, nóvember 16

Get ekki verið minni manneskja en Katla sys og Auður frænka þannig að ég gugna ekki undan pressuni við áskorunina. Þannig að hérna koma svörin mín við klukkinu:

Núverandi tími: 10:25

Núverandi föt: svartar sokkabuxur, flauelspils, svarturbolur, inniskór og kaffibolli

Núverandi skap: rosalega gott, sólin skýn úti og vinnukallarnir eru búnir að fjarlægja gráa byggingarplastið frá gluggunum svo ég sé út

Núverandi hár: axlarsítt, skollitað, ekki búin að lita lengi svo ætli það sé ekki bara minn eiginlegi háralitur

Núverandi pirringur: Þarf að fara á fund í vinnunni á morgun og halda fyrirlestur

Núverandi lykt: Kannski helst sjampólykt, var að koma úr sturtu

Núverandi hlutur sem ég ætti að vera að gera: Æfa fyrirlesturinn minn

Núverandi skartgripir: telst kaffibolli með?

Núverandi áhyggjur: Nenni ekki að halda fyrirlestur

Núverandi löngun: Hmmmm….. langar svo margt, til útlanda, í nammi, í bíó að sjá nýju Harry Potter myndina!

Núverandi ósk: Vona að ég komist að sjá Harry Potter

Núverandi farði: Er svo falleg að ég þarf ekki farða ;) hahaha var að koma úr sturtu svo ég er ekki komin svo langt

Núverandi eftirsjá: Ekkert sem ég man eftir, sé aðalega eftir hlutum sem ég hef ekki gert

Núverandi vonbrigði: iss piss nenni ekki að velta svoleiðis fyrir mér

Núverandi skemmtun: Eiríkur er endalaus uppspretta skemmtunar :D

Núverandi staður: Verð að taka undir með Kötlu sys: Fyrir framan tölvuna auddað!! “Sillý” spurning!

Núverandi bók: Harry Potter nr 5. Er að lesa hana aftur, er loksins búin að fyrigefa henni það að vera svona leiðinleg þannig að ég er að gefa henni annan séns

Núverandi bíómynd: Hmmmm hvað ætli ég hafi horft á síðast??? Greinilega ekkert sem situr eftir, hins vegar langar mig ógó á nýju Harry Potter myndina ;)

Núverandi íþrótt: Barnalyftingar aðalega og barnavagarallý

Núverandi tónlist: Yfirleitt það sem er í útvarpinu, hins vegar er Eivör í uppáhaldi núna

Núverandi lag á heilanum: Var að horfa á auglýsingu þar sem var verið að gera grín að David Hasselhof með úberslagaranum hans ”Freedom” þannig að ég er að raula það akkúrat núna (hvað maður er nú sorglegur)

Núverandi blótsyrði: Er að reyna að vera ábyrgt foreldri og hætta að blóta, samt slæðist nú ýmislegt út í hita leiksins þegar maður rekur tánna í eða eitthvað svoleiðis, þá er það nú bara yfirleitt gamalt og gott ”andskotinn”

Núverandi msn manneskjur: skil ekki spurninguna, get ekki gert tvo hluti í einu eins og að svara þessari áskorun og spjalla á msn, þannig að nú er bara slökkt á honum. Enda á ég að vera að æfa fyrirlesturinn minn :)

Núverandi desktop mynd: Eitthvað sem fylgdi með tölvunni, eitthvað blátt dæmi, er á dagskránni að pota mynd af afkvæminu þar

Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Ætli það verði ekki mest rólegheit, pabbi er að koma í heimsókn og við erum búin að taka rádýrslæri úr frystinum amminamminamm

Núverandi manneskja sem ég er að forðast: Forðast yfirleitt ekki fólk

Núverandi dót á veggnum: hmmm fer eftir því hvert ég horfi, slatti af drasli á veggjunum, beint fyrir ofan mig er risa mynd af íslenska hákarlinum, soldið nörralegt.

Jæja, þá er ég búin að greiða skuld mína við samfélagið. Þá klukka ég bara bæði Guðrúnu Björk og svo Örnu og Karvel næst :)

fimmtudagur, nóvember 10


Jaeja, setja inn nokkrar myndir. Vid erum tvisvar buin ad fara i ungbarnasund med litla dyrid og skemmtum vid okkur alveg rosalega vel. Posted by Picasa


?etta er nu alveg merkilegt! Posted by Picasa


Slappad af a bakinu Posted by Picasa


Herna erum vid ad synda a maganum. Posted by Picasa

föstudagur, nóvember 4

Ja hérna, voðalega er langt síðan maður bloggaði síðast, og enn bólar ekkert á myndunum sem ég er viss um að ég sendi um daginn (hmmmm). Hvað er það sem er lítið, grænt, lifir einn meter ofan í jörðinni og borðar steina???? Enginn annar en litla græna steinaætan hahaha. Litla græna steinaætan hefur líklega bara borðað myndirnar líka. Ég legg út í leiðangur við fyrsta tækifæri til að reyna að bjarga myndunum og koma þeim á réttan stað á netið. Lofa þó engu þar sem litlar grænar steinaætur eru illskeyttar að eiga við þegar þær hafa komist á myndabragðið. En nóg hefur svo sem gerst síðan síðast, tölvuletin er bara alveg hrikaleg. Fórum meðal annars með kútinn í ungbarnasund í fyrsta skiptið á sunnudaginn var. Þegar við vorum búin að hátta okkur og komin í sundfötin og fram í sal þá sá hann greinilega að eitthvað nýtt og spennandi var í vændum þar sem það ískraði í honum að ánægju og spenningi allar þessar 10 mín sem við þurftum að bíða eftir að tíminn byrjaði. Var voða spennandi að labba um og skoða laugina og allt annað nýtt í kringum sig. Síðan þegar tíminn byrjaði þá vorum við foreldrarnir nú eiginlega bara óþörf að hans mati, var svo mikið annað spennandi að skoða og sjá. Vildi alveg tala fullt við kennarann en leit ekki við okkur ;) Þetta var alla vega rosalega gaman en dýrið var alveg eftir sig og var óþolinmóður eftir að komast út í bíl þar sem hann steinsofnaði um leið og hélt áfram að sofa þegar við komum heim. Heiðarlegar tilraunir síðan um kvöldið til að halda honum vakandi klukkutíma lengur til að stilla hann á vetrartíma fóru fyrir lítið fé þar sem hann var bókstaflega farinn að tegja sig eftir rúminu og var fegnastur af öllum þegar hann var lagður niður. Sofnaði í raun í loftinu þegar var verið að leggja hann í rúmið.

Annars tókst honum líka að velta sér í fyrsta skiptið frá bakinu yfir á magann í gær og gerði það líka alveg af sjálfsdáðum. Við vorum ekkert búin að vera að reyna að plata hann, allt í einu var hann bara kominn á magann. Þannig að núna þýðir lítið að skilja hann eftir á teppinu, hann er búinn að rúlla sér eða orma sér langt út á gólf stuttu seinna, og oftast þarf að bjarga honum úr einhverri sjálfheldunni þar sem hann er búinn að koma sér í einhver vandræði. En vonandi batnar hreyfifærnin eitthvað með aldrinum.

Síðan komu Gaui og Hulda í heimsókn áðan og fengu pönnsur, en þau voru á leið frá Gautaborg til Helsingi með stuttu stoppi í Stokkhólmi. Það var ekki leiðinlegt og var Hulda mjög dugleg við að passa þessa skemmtilegu lifandi dúkku (þ.e.a.s. Eirík), alltaf að breiða yfir hann bleyju svo honum yrði ekki kallt og taka snuðið út úr honum til að geta stungið því upp í hann aftur. Held bara að honum hafi fundist gaman af athyglinni. Alla vega kvartaði hann ekki heldur brosti eins og sól í heiði þegar hann sá hana ;)

En nóg um það, ef maður grefur göng í gegnum jörðina og hendir steini niður um þau, hvað haldiði að hann komist langt??? Alla leið í gegn? Nei nei, bara einn meter því þá kemur litla græna steinaætan og borðar hann :D dururum chiii