föstudagur, febrúar 24

Jæja, undur og stórmerki hafa gerst, Eiríkur er bara farinn að sofa á nóttinni! Ekkert smá þægilegt. Eftir að hann var veikur þá var nætursvefninn í svo miklu rugli að hálfa væri meira en nóg þannig að við ákváðum bara "hingað og ekki lengra". Þannig að við sváfum í stofunni meðan við tókum á þessu og Eiríkur einn inni í herbergi. Tók tvær nætur þar sem hann var bara huggaður í rúminu án þess að vera tekinn upp og síðan bara þriðju nóttina svaf hann eins og engill, enginn smá munur. Síðan fljótlega eftir það þá fluttum við hann inn í hitt svefnherbergið og gerðum það fínt fyrir hann. Þannig að núna er hann kominn með eigin herbergi eins og stór strákur. Þar leikur hann sér alveg eins og herforingi og sefur síðan á nóttinni eins og engill :) eða svona oftast. Núna erum við síðan að fara út að hitta Höllu og Beggu, tvær skvísur sem eru líka með lítil peð, Helgu Diljá og Hilmi, en við ætlum að fá okkur eitthvað gott að borða og síðan labba hádegismatinn af okkur :)

mánudagur, febrúar 13

Klukk, kítl, knús, þetta er alveg endalaust :) en bara gaman af því. Guðrún Björk var svo sniðug að gjalda líku líkt fyrir klukkið sem ég gaf henni um daginn og kítlaði mig á móti. En ég get ekki verið minni manneskja en hún þannig að þá er það bara að greiða skuld sína við samfélagið og hrista fram eins og eitt kítl úr erminni. Here it goes:

4 störf sem ég hef unnið við um ævina:
- Barþjónn
- Verkstjóri í bæjarvinnunni
- Sérfræðingur á sviði efnagreininga
- Doktorsnemi (er það ekki annars vinna)


4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur og aftur...
- Sleepy Hollow (Burt Reynolds og Johnny Depp saman er bara snilld, þannig að það má eiginlega segja flestar þeirra myndir)
- Monsún brúðkaupið
- Harry Potter
- Shrek

4 staðir sem ég hef búið á:
- Arnartanga, Mosó
- Kaldakinn, Hafnarfirði
- Prófessorsslingunni, Stokkhólmi
- Öldugötunni, Hafnarfirði

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Desperate Housewives
- NCIS
- Coupling
- CSI þá annað hvort upprunalegi eða Miami, er engan vegin að fíla New York þættina

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Alcudia, Mallorca
- Garda vatnið, Ítalía
- London, England
- Feneyjar, Ítalía

4 síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg):
- http://www.mbl.is/
- http://www.barnaland.is/ sjitturinn, er ávanabindandi
- http://www.garfield.com/ ný ræma á hverjum degi
- http://www.dn.se/

4 matarkyns sem ég held upp á:
- Petra kjúklingaréttur, því það var kona sem heitir Petra sem kenndi mér hann :)
- Hreindýrið hennar mömmu
- Slátur
- Allt nautakjöt

4 bækur sem ég les oft:
- My merry mornings, Ivan Klima (er reyndar í láni þannig að ég hef ekki lesið hana lengi)
- Meistarinn og Margarítan, Mikhail Bulgakov
- Harry Potter
- The organic chem lab survival manual (hahahaha nei djók, kannski frekar Merck index)

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
- Líður reyndar rosalega vel bara hérna heima að kúra með strákunum mínum
- Væri alveg til í að vera heima á Íslandi
- Á vesturströnd Svíþjóðar um hásumar
- Langar rosalega að fara í sumarfrí til Króatíu

4 bloggarar sem ég klukka:
- Katla sys
- Soffía
- Auður og Emelía
- Arna og Karvel, þó þau séu ekki einu sinni búin að svara klukkinu sem þau fengu fyrir LÖNGU!
- Ætla að klukka líka hana Líneyju skvís :)

Úff, þetta var meira en að segja það :)


Flott hufa madur, geggjadur toffari! Tha er thad bara ad finna snjothotuna. Posted by Picasa


Skal na thessari hufu af mer! Posted by Picasa


Alveg ad na henni af! Posted by Picasa


Er ekki nog komid nu? Posted by Picasa


Madur er nu lang saetastur! Posted by Picasa


How are you doing? Posted by Picasa

fimmtudagur, febrúar 9

Jæja, nú er aldeilis ástand á heimilinu, litla dýrið komið með ælupest. Byrjaði í gær um tvöleitið að hann fór að kasta upp og fljótlega rauk hitinn upp í 39°C. Hann var líka rosalega aumur greyið. Í dag hefur honum liðið aðeins betur, bara hiti milli 37 og 38 en við erum ekki búin að gera neitt annað en lúra í sófanum í allan dag og sofa, ja eða hann sefur og ég horfi á leiðinlegt daytime sjónvarp :) Var búin að reyna að flytja hann inn í rúm en þá vaknaði hann alltaf þannig að við höfðum það bara kósí. En alla vega, fyrsta pestin komin og er vonandi á undanhaldi núna.

Annars bara gott að frétta, við vorum í Uppsala um helgina að hjálpa Örnu og Karvel að flytja og Eiríkur skemmti sér vel með Emelíu á meðan. Síðan eftir flutningana þá var mesta sportið að elta Arnar Smára (tæpl. 1 árs) út um alla íbúð og reyna að herma eftir honum. Gekk ekki alltaf.