fimmtudagur, mars 30

Jæja nú er vorið l0ksins komið til Stokkhólms, 6 stiga hiti og sól. Það er líka allt í lagi núna því ég náði að fara aftur á bretti í gærkvöldi. Ég og Patricia skelltum okkur og Georg var heima hjá Eiríki. Það var bara ljómandi fínt, reyndar frekar hlýtt og skýjað og snjórinn frekar blautur en það var allt í lagi. Kosturinn var líka að það voru rosalega fáir, í smá tíma vorum við bara 3 í öllu fjallinu, þannig að við vorum öll með sér einka brekku. En núna er tæknin á brettið alveg að koma, barasta orðin nokkuð góð. Núna var ég líka bara í rauðu brekkunum, var síðast í grænni brekku. Vona bara að mér takist að fara næsta vetur eitthvað að ráði svo maður nái þessu alveg. En ég held að þetta hafi verið alveg síðasti séns að fara á bretti hérna í Stokkhólmi, ef maður vill fara meira verður maður að fara eitthvað lengra norður.

Áðan fórum við Eiríkur í heimsókn til Emelíu og Önnu Eirar. Það var rosalega fínt. Eiríki fannst samt Anna ekkert skemmtileg, hún vildi ekkert leika við hann, bara borða og sofa en hún var rosalega stillt allan tímann. En hún er akkúrat 4 vikna í dag, orðin rosalega stór. Síðan þegar Eiríkur var orðinn þreyttur þá löbbuðum við bara heim í góðaveðrinu. Vindurinn er aðeins kaldur en annars er næstum því bara peysuveður :) En ætli maður bíði ekki eitthvað með að pakka niður úlpunni sinni því við erum að koma heim um páskana ;) Komum heim á miðvikudeginum 12. apríl og verðum í rúma viku, förum út aftur miðvikudaginn 19. apríl.

þriðjudagur, mars 28

Í dag er Eiríkur Freyr 9 mánaða! veiiiiii sem þýðir náttúrulega að hann er búinn að vera jafn lengi "inni" og "úti" :) Þannig að í raun er 1 og hálft ár síðan hann varð til í raun og veru. Það er merkilegt. Þannig að í raun ætti maður að halda upp á tvo daga á ári, fæðingardag og getnaðardag (kannski finna skemmtilegra nafn á þennan dag) en vandamálið er náttúrulega að það er frekar erfitt að ákvarða þann síðarnefnda. En þessi tími hefur liðið ótrúlega hratt og verið mjög skemmtilegur.

Eníveis, Eiríkur er kominn með fullt af nýjum partýtrikkum, hann kann að klappa og vinka og stundum að sína hvað hann sé stór, sem honum finnst reyndar hálf halló, hann veit nákvæmlega hversu stór hann er og algjör óþarfi að vera eitthvað að flagga því. Síðan er hann rosalega duglegur að standa og sleppir höndunum eins og herforingi þó engin skref hafi verið tekin enn. Síðan þekkir hann ljósið og bendir á það þegar maður spyr hann hvar það sé, ótrúlegt hvað við erum alltaf að týna ljósinu, hann þarf alltaf að vera að benda okkur á það. Hann kann líka að benda á mömmu og pabba en það er bara ekki eins spennandi.

Hafið það annars gott á þessum skemmtilega degi

kv Hrönn og Eiríkur

föstudagur, mars 24

Við Halla skelltum okkur í göngutúr í gær í góða veðrinu með peðin okkar, þau Eirík og Helgu Diljá og fórum út í skóg hérna hjá okkur. Sólin skein og það var bara þokkalega hlýtt. Síðan urðum við náttúrulega að bæta okkur upp kaloríurnar og komum við á Skafferiet sem er kaffihúsið hérna í skóginum. Þar sátum við bara úti og sóluðum okkur. Þetta var eiginlega í fyrsta skiptið sem við gátum setið svona úti og þ.a.l. fyrsta skiptið sem Eiríkur situr svona úti eftir að hann fór að fá smá vit í kollinn og hann var alveg heillaður. Sá tré, fugla, snjó og fullt af öðru skemmtilegu. Fékk aðeins að taka í nokkrar trjágreinar og aðeins að smakka á þeim. Alveg meiriháttar. Síðan skelltum við skvísurnar okkur bara í ljós en peðin eru aðeins of ung fyrir svoleiðis :) En þar sem veðrið var svo gott í dag líka þá fórum við Eiríkur út á róló hérna fyrir utan til að kynnast aðeins betur þessu "úti".


I dag i goda vedrinu, forum vid Eirikur adeins ut a roloinn sem er herna fyrir utan hus ad skoda okkur um, skoda bilana og fuglana og tren. Posted by Picasa


Rolan var rosalega skemmtileg, gat naestum rolad sjalfur. Posted by Picasa


Madur vard nu ad skoda thennan snjo adeins nanar og smakka adeins a honum. Thad var reyndar svolitid erfitt ad skrida i svona thykkum galla. Posted by Picasa


Thetta fina leiktaeki sem gott var ad sitja a, ruggadi svolitid. Posted by Picasa

sunnudagur, mars 19

Jæja, í gær stakk ég af til Flottsbro sem er skíðasvæði hérna rétt fyrir sunnan bæinn og prófaði fína brettið mitt sem ég keypti fyrir næstum 2 árum síðan en ekki haft tækifæri til að nota. Georg og Eiríkur biðu bara heima og höfðu það gott. Keypti brettið á hálfvirði vorið 2004, síðan var ég ólétt veturinn 2004/2005 og þá þorði ég ekki fyrir mitt litla líf að fara þar sem ég er soddan byrjandi. Síðan hafa brjóstagjafir og veikindi valdið því að ég hef ekki komist fyrr. En alla vega, þetta var alveg geðveikt. Var nú reyndar bara í fjölskyldubrekkunni, sem er stigið fyrir ofan barnabrekkuna :) en það var alveg nóg. Mætti bara við opnun og þá voru svo fáir að maður renndi sér bara beint í lyftuna. Það tók nú alveg tvær ferðir til að dusta rykið af hæfileikunum, en síðan fór þetta allt að koma en það eru rúm 2 ár síðan ég fór síðast. En mér tókst að renna mér þvílíkt án þess að detta neitt harkalega, enda er það svo geðveikt vont. Maður náttúrulega lagðist sjálfur frekar niður en að detta. Síðan upp úr hádegi þá kom slatta mikið af fólki og ég þorði ekki að avansera upp í næstu brekku þannig að ég fór bara heim. Þetta fólk sem kom voru líka soddan byrjendur (díses, hnuss, ég sem er svo klár :) ) þannig að maður þurfti að hafa sig allan við að skíða ekki yfir þetta lið sem lá um hvippinn og hvappinn út um alla brekku. En núna er ég með harðsperrur :) og brettið mitt er geðveikt :)

Annars tókst Eiríki litla að skalla hurðarpóstinn og fá skurð á augabrúnina, það var ekkert gott. En síðan batnaði það allt þegar maður fékk plástur og huggun. Síðan skelltum við okkur í sund, en þetta var síðasti tíminn á þessu námskeiði, næsta námskeið byrjar eftir viku og er það 3. stig.


Jaeja, fyrsta casualty of war vi? ?b??ina. Greyi? rak augabrunina i jarn a hurdarkarminum og fekk skurd. Tetta var samt allt i lagi eftir ad madur fekk sma mjolkursopa og sidan verdur madur ad sjalfsogdu ad setja upp myndavelasvipinn. Posted by Picasa


Jogurt er gott Posted by Picasa


Alltaf gaman ad vera a hestbaki :) Posted by Picasa

laugardagur, mars 11

Jæja, ég er búin að ætla að blogga lengi, en blogger bara bilaður þegar ég settist niður um daginn. Þá náttúrulega núllstillist tæmerinn og það tekur jafn langan tíma að setjast aftur niður :) Men, men, nú hef ég bara ekkert að segja þannig að ég set bara inn nokkrar myndir í staðin, enda segir hver mynd meira en þúsund orð :)


Svona aetlar Eirikur ad vera klaeddur a strondinni i sumar. Spes strandargalli med solarvorn og alles, plass fyrir bleyjuna og allt. Posted by Picasa


Sidan fengum vid kopp um daginn, her er adeins verid ad prufukeyra. Enn hefur ekki tekist ad pissa i hann, enda pissar madur ekki a svona fint dot. Miklu skemmtilegra ad leika med hann og setja dot i hann :) Posted by Picasa


Ad lokum, ein professional fyrirsaetumynd :) Posted by Picasa

föstudagur, mars 3

Jæja, Anna Eir Emelíudóttir fæddist í gærkvöldi um 9 leitið og var um 15 merkur og 50 cm. Við óskum þeim stelpum til hamingju með litlu skvísuma.