laugardagur, apríl 29


Eirikur getur stundum verid duglegur ad koma ser i vandraedi. Oftast naer hann ad bjarga ser sjalfur en stundum tharf hann hjalp, eins og thegar hann festist undir ruminu sinu. Tha er mamma hans natturulega kvikindisleg og tekur mynd af vandraedaganginum. Posted by Picasa

föstudagur, apríl 21

Jæja, nú er sonurinn loksins kominn með heimasíðu, enda búinn að vera að kvabba í mér í lengri tíma, sagði að hann gæti ómögulega farið á leikskóla eða látið sjá sig á "öppna förskolan" án þess að vera með síðu. Þannig að endilega kíkið á hana og skráið ykkur í gestabókina, hann er svo spenntur að sjá hverjir fylgjast með, en slóðin er http://www.barnanet.is/eirikurfreyr. Sendið mér póst til að fá aðgang að myndasíðunni og myndböndum.

fimmtudagur, apríl 20

Gleðilegt sumar

Jæja þá erum við komin aftur út til Svíþjóðar eftir míkró heimsókn til Íslands. Þetta var nú samt mjög skemmtilegt, sérstaklega þar sem við fengum stórgott veður. En við náðum að hitta ömmur og afa og langömmur og langafa sem var rosalega fínt. Einnig tók Eiríkur fyrstu skrefin 17. apríl og erum við búin að vera að reyna að plata hann til að labba meira en jafnvægið er nú ekki upp á marga fiska. Georg komst á skytterí og veiddi nokkur skotmörk í matinn og ég komst á hestbak í geðveiku veðri, fékk lánaðann hann Sóma sem pabbi á, mjög skemmtilegur. En ég er enn að borga fyrir brúsann með harðsperrum. Annars var ég nú eiginlega bara kvefuð alla páskana en þar sem maður er ekki með hita þá nennir maður ekkert að vera að hlífa sér, en eftir flugið heim þá versnaði kvefið aðeins og nú er Eiríkur byrjaður að hósta líka en enginn hiti eða neitt svoleiðis. Annars gekk flugið rosalega vel í báðar áttir. Eiríkur var kampakátur á leiðinni heim, sofnaði í rúman klukkutíma og grét ekkert, nema þegar Hilmir vinur hans kom í heimsókn í sætin okkar og byrjaði að rífa af honum dótið :) þá leist mínum manni ekkert á blikuna, annars fannst honum mjög gaman í flugvélinni. Á leiðinni heim var hann náttúrulega frekar þreyttur, enda rifinn upp fyrir allar aldir en samt ekkert fúll. Steinsofnaði 20 mín eftir flugtak og svaf hálfa leiðina, síðan var rosalega spennandi að skoða skeggjaða kallinn sem sat við hliðina á pabba hans en fúll yfir að mega ekki toga í skeggið.

Annars fjölgaði víst Íslendingunum hérna fyrir páska þar sem Haukur Freyr Karvelsson fæddist. Við óskum þeim bara innilega til hamingju með litla kútinn og Arnari Smára til hamingju með litla bró.

miðvikudagur, apríl 12

Jæja, við erum þá bara stungin af til Íslands og komum til baka á miðvikudaginn í næstu viku. Við verðum með okkar gömlu númer, sem ég man ekki í augnarblikinu, ég er alla vega með 698 1753 en man ekki númerið hans Georgs, sendið mér bara sms heima ef þið þurfið það :) En við erum búin að bóka tvö partý, eina fermingu og síðan fjöldan af fjölskylduboðum :) nóg að gera. Ses

mánudagur, apríl 3

Jæja, þá er ég búin að fara í vinnuna einu sinni :) sem sagt byrjuð aftur. Ekki kom ég miklu í verk í dag, var aðalega að segja hæ við alla og ganga frá dótinu sem ég hafði verið með heima og setja upp nýja prentarann sem er kominn á skrifstofuna. En þetta var rosalega fínt, Georg og Eiríkur voru bara að leika heima á meðan og allir kátir. En voða þægilegt að vinna svona stutt, maður er reyndar með hálfgert samviskubit að stinga af heim þegar flestir aðrir eru rétt að skríða inn um dyrnar :) En það er svona að byrja snemma.

sunnudagur, apríl 2

Jómfrúarferð koppsins

Undur og stórmerki gerðust í gær, Eiríkur pissaði í koppinn sinn í fyrsta skiptið veiiiiii. Reyndar pissaði hann síðan á ryksuguna líka en það er aukaatriði. Ekki getur hann að því gert að mamma hans er ekki með á nótunum og nái í koppinn þegar manni er mál. When nature calls, you have to answer.

Annars skelltum við okkur í bíltúr og kíktum á ólétta fólkið í Uppsala :) a.k.a. Örnu og Karvel og að sjálfsögðu Arnar Smára. Arnar Smári orðinn voða duglegur að labba og greinilegt að Eiríkur vildi ekki vera minni maður því göngutaktarnir fóru þvílíkt að láta á sér bera. Stóð heil lengi inni í eldhúsi sjálfur og var að reyna að lyfta annari löppinni til að labba en gugnaði á síðustu stundu og lét sig bara pompa á rassinn. Við verðum bara að fá Arnar Smára lánaðan svo hann geti kennt Eika þetta. Síðan voru þeir félagarnir í boltaleik, en Arnar treysti Eiríki samt ekki alveg fyrir fína boltanum sínum og fannst öruggari bara að láta Georg fá hann. En síðan sá Arnar að Eiríkur var voða góður við boltann og ákvað að leyfa honum líka að vera með :) En eftir það þá fór Arnar bara að sofa og þá gat Eiríkur terroriserað dótið í friði :D

Eitthvað var vorið að láta mann hlaupa 1. apríl því nú snjóar bara aftur. Annars var enginn sem plataði mig (að mér vitandi) nema það að ég trúði því að það ætti að loka barnalandi.is og fékk smá fráhvarfseinkenni.