þriðjudagur, maí 30


Nu er buid ad vera nog ad gera hja okkur. Pabbi kom i microheimsokn i sidustu viku. Kom a manudaginn og for aftur a midvikudaginn. Thad var rosalega gaman ad hitta hann og Eirikur var kampakatur med heimsoknina.

A fimmtudagin kiktum vid til Uppsala a Ornu og Karvel og forum med theim og strakunum i sund. Eirikur og Arnar Smari fyludu thad i taetlur en Haukur er kannski enn of litill til ad fatta hvad var ad gerast :) En alla vega kvartadi hann ekki svo aetli hann hafi ekki bara notid thess.

A fostudaginn forum vid i heimsokn til Mats og Ullu, en Mats er annar leidbeinandinn minn. Thau bua rett hja Tierp sem er u.th.b. 1.5 klst akstur beint nordur. Thar eiga thau gamlan bondabae sem thau eru buin ad gera upp. Posted by Picasa


Hundurinn Disa var rosalega vinsæl, versta var að hun sleikti Eirik alltaf í framan þegar hún gekk framhjá og þá er erfitt ad vera svona lítill :) en hann var fljótur að fatta að snúa andlitinu undan. Samt var bara gaman að fá svona smá koss af og til og Eiki skríkti bara af kátínu :) Posted by Picasa


Fedgarnir fengu ad keyra traktorinn og eg veit ekki hvor var anaegdari med thad. Alla vega var Eirikur hundfull thegar hann var tekin ur traktornum :) En ad sjalfsogdu verdur madur ad vera med eyrnahlifar! Posted by Picasa


Madur verdur natturulega ad adstoda vid eldamennskuna. Ad skraela kartoflur er alltaf vinsaelt nema Eirikur var mest i thvi ad taka skraeludu kartoflurnar ur pottinum og kasta til hundsins, sem ad sjalfsogdu var rosalega anaegdur med sendingarnar:) Posted by Picasa


Sidan var ad sjaflsogdu farid i gongutura og landid skodad. Posted by Picasa

þriðjudagur, maí 16

Úff, það er ekkert smá hvað maður hefur verið latur við að blogga, ekki það að maður hafi verið svona hrikalega upptekinn, meira bara almenn leti og jú mikið að gera í því að vera úti í góða veðrinu og svoleiðis. Í dag fórum við Eiríkur t.d. í labbitúr með mömmuhópnum okkar um Djurgården sem var geggjað enda langt síðan við hittumst og gaman að sjá hvað öll börnin hefðu stækkað. Á fimmtudaginn fórum við Emelía í útskriftarveisluna hjá Sigrúnu og Snævari þar sem þau voru bæði að verja doktorsritgerðina sína. Mikið stuð en við fórum bara snemma heim þar sem þetta var haldið í Uppsala og töluverður akstur er á milli. Óska þeim bara aftur til hamingju með að vera búin. Á föstudaginn var síðan Karin herbergisfélaginn minn að verja sína ritgerð og síðan tjútt um kvöldið. Þá fór ég ekki snemma heim því að ég er hætt með Eirík á brjósti og þar af leiðandi engin afsökun fyrir að ekki djamma. Líka óneitanlega þægilegt að vera 5 mín að hjóla úr veislunni heim. Engum sögum fer hinsvegar um gæði hjólatúrsins þar sem ég hef ekki hjólað í rúm 2 ár, hæðin á sætinu stillt fyrir Georg, háir hælar á fótunum og guðaveigar í blóðinu :) En ég komst heim heil á höldnu. Um helgina fórum við í brönsh til Beggu og Ingós og kútsins þeirra, Hilmis. Þeir félagar gátu leikið sér saman (eða eitthvað) enda bara 2 mánaða aldursmunur. Ohh hvað brönsh er geggjað gott og ekki skemmdi félagsskapurinn fyrir. Í gær kom Arnar í mat þar sem eldað var rádýrslæri með tilbehör ummmmmm geggjað gott, en hann er víst eitthvað að gera hérna út af vinnunni. Eiríki fannst Arnar ekkert smá skemmtilegur, kunni fullt af sniðugum leikjum og gríni enda ætti hann svo sem að vera með reynslu :) En ég skelli inn bara nokkrum myndum af því sem við höfum verið að gera til að bæta upp bloggleysið.


Thad er buid ad vera rosalega gott vedur undanfarid, vid erum mikid uti i gonguturum og skoda umhverfid. Eiriki finnst vodalega gaman ad fara ut og fa ad hlaupa svolitid sjalfur. Herna er hann ad syna hvad hann se stor :) Posted by Picasa


Oft forum vid ut ad 4H gardinum og skodum dyrin, geiturnar eru rosalega vinsaelar. Posted by Picasa


I sidustu viku forum vid med Hollu og Helgu Dilja a strond uti a Lidingo thar sem strandargallinn var vigdur og virkadi svona svakalega vel. Vedrid var geggjad og Eirikur ad fila sig i taetlur. Posted by Picasa


Eiríkur er alltaf að horfa á hana Silvíu Nótt í tölvunni og finnst hún æðisleg, hann dillar sér og maður nær engu sambandi við hann þannig að tækifærið er notað og neglurnar klipptar og svoleiðis :) Posted by Picasa


Síðan kom hún Anna Eir með mömmum sínum í heimsókn og Eiríki fannst hún rosalega sæt. Posted by Picasa

fimmtudagur, maí 4

Jæja, komnar einhverjar myndir á heimasíðuna hjá syninum og eitt nýtt myndband ef þið viljið sjá. Síðan ætla ég að setja tengil á síðuna hans hér til hægri.

kv Hrönn