miðvikudagur, júní 28

Víííí sonurinn á afmæli í dag!! Orðinn bara alveg 1.árs, ekkert smá stór ;) Hann er rosalega duglegur og búinn að læra fullt. Kann m.a. alveg að labba, borða sjálfur, bursta hárið, tala í síma og margt annað sniðugt. Ég set inn vonandi nokkrar myndir í dag eða á eftir :)

miðvikudagur, júní 21

Já síðan átti ég eftir að skrifa að Þóra og Hákon fengu "litla" sæta stelpu þann 13. júní og Ýr frænka og Hlöðver fengu sæta kútinn sinn þann 15. júní og ég óska þeim bara innilega til hamingju með peðin :)

þriðjudagur, júní 20

Sælt veri fólkið. Sorrý, það var smá snubbótt færslan í gær, var bara enn í hálfgerðu sjokki. Við komumst nefnilega að því á sunnudagskvöldið að Eiríkur stúfur er með hnétuofnæmi! Eftir að hafa fengið örsmærðarmagn á varirnar af hnétusmjöri þá bólgnaði hann þvílíkt upp og við panikeruðum náttúrulega og brunuðum upp á slysó. Hinsvegar virtirst Eiríkur minnst finna fyrir þessu, var bara hálf erfitt að sjúga snuðið með sínar hlussuvarir en að öðru leiti skildi hann lítið í þessu stressi foreldra sinna. En alla vega, hann fékk sprautur og lyf á spítalanum og nú erum við búin að kaupa neyðar adrenalín sprautu til að hafa alltaf með og nú þarf víst að lesa innihaldslýsingu á öllum mat sem hann kemur nálægt. En alla vega þar til að við vitum meira, hversu alvarlegt þetta er hjá honum, þá væri það voða gott að þið hefðuð þetta í huga þegar þið eruð nálægt honum. Takk fyrir :)

mánudagur, júní 19

Jæja þá erum við komin til baka til stórborgarinnar, en við vorum í viku á vesturströndinni í bústað en myndir og smá lýsingu má sjá á síðu sonarins http://www.barnanet.is/eirikurfreyr