mánudagur, maí 14

Jæja, ekki seinna vænna en að setja inn nokkrar myndir frá Amsterdam, enda er ég að fara á aðra ráðstefnu á sunnudaginn næsta :) en hún verður í Porto í Portugal. En Amster var bara geggjuð! Fengum rosalega gott veður og ráðstefnan var mjög góð. Nægilega lítil þannig að maður náði að sjá alla fyrirlestrana og skoða póstrana. Hin ráðstefnan sem ég fer á verður töluvert stærri, því miður. Alla vega, þá gisti ég hjá Jönu sem var að vinna með mér og er að gera post doc í Amsterdam og hún sýndi mér ýmislegt. Reyndar náði ég ekkert að fara á nein söfn né neitt svoleiðis, rétt náði að sjoppa smá :)
Síðan fórum við náttúrulega í sightseen siglingu um sýkin sem var mjög athyglisvert.


Maturinn var líka stórgóður og stemmningin frábær, mjög afslöppuð og þægileg, sem reyndar verður líka til þess að þjónustan er svolítið hæg. En þegar maður fær svona pönnukökulostæti með smjöri og flórsykri og jarðaberjum þá er manni alveg sama :)
Annars fer ég með annan póster á næstu ráðstefnu og nú var ekkert vesen að prenta hann út. En ég læt ykkur vita hvernig var í Portó ;) og kannski set inn nokkrar myndir.