mánudagur, ágúst 27

Allt gengur bara rosalega vel hjá litlu fjölskyldunni, Ásdís sefur vært og borðar vel þess á milli og Eiríkur er duglegur stóri bróðir. Er einmitt búin að setja inn nýjar myndir hjá báðum börnunum, inn í Sumar 2007 möppuna hjá Eika og síðan ný mappa hjá Ásdísi, Önnur vikan. Annars er bara allt rosa gott að frétta, Georg byrjar aftur að vinna á morgun þannig að við dömurnar verðum bara heima að dunda okkur og slappa af.

mánudagur, ágúst 20

Jæja, voðalega afrekar maður í dag. Er búin að setja inn nokkrar nýjar myndir hjá syninum og stofna nýja síðu fyrir dóttirina; http://www.barnanet.is/asdisrun
Sendið mér bara endilega mail eða sms og fáið lykilorðið inn á myndirnar

fimmtudagur, ágúst 16


Jæja, litla rúsínan mætti í heiminn tveim dögum fyrir áætlaðan dag, eða þann 14. ágúst kl 6:30 um morguninn. Allt gekk rosalega vel, vatnið fór rúmlega 10 kvöldið áður og þar sem hún var ekki skorðuð þá urðum við að fara um leið upp á spítala. En síðan komu verkir þannig að við þurftum ekki að fara heim aftur og allt gekk voða vel og hratt fyrir sig. En litla skvísan fæddist 3615 g og 49 cm með 36 cm höfuð. Alveg meðal bara :) og á að heita Ásdís Rún. Eiríki fannst hún voða spennandi og er búinn að vera voða duglegur að sækja bleyju og annað handa henni. Hann er líka búinn að vera að æfa sig voða mikið að segja nafnið hennar og er orðinn mjög lunkinn. Alla vega, okkur líður öllum vel og litla daman er alveg einstaklega róleg og góð.

föstudagur, ágúst 10

Jæja, minna en vika í settan dag. Samt ekkert að gerast, enda gerist ekkert fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku :) Ég ætlaði að vera dugleg að reyna að skrifa eitthvað þó ég væri komin í frí í vinnunni en ég er bara búin að vera að drepast úr leti og kem engu í verk :) Hvað þá að reyna að virkja heilann í eitthvað major. Fór aðeins í vikunni niður í vinnu og prentaði út nokkrar greinar þannig að ég get alla vega gert eitthvað ef andinn kemur yfir mig en einhvernvegin efast ég um að það gerist ;) Ég verð þá bara með slæmt samviskubit, verri hlutir hafa gerst. Alla vega þá koma mamma og pabbi á morgun og ætla að vera hérna í rúma viku, alla vega til að byrja með en þau ætla að sjá um Eika meðan við Georg verðum uppi á spítala í væntanlegri fæðingu. Ég setti inn annars nokkrar myndir í albúmið hjá syninum þar sem við m.a. fórum á Skansinn og höfum eitthvað verið að bardúsa í "fríinu" okkar. Annars er Eiríkur byrjaður aftur á leikskólanum og er mjög sáttur við það, gott að komast aðeins í hversdagsleikann.

Læt vita þegar krílið lætur sjá sig :)